Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Motocrossið á Unglingalandsmótinu tókst alveg frábærlega í góðu veðri og geggjaðri braut. Klúbburinn á Akranesi á heiður skilinn fyrir að bregðast við með svo skjótum fyrirvara og var öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Jarðýta var ræst strax á föstudaginn og brautin var öll rippuð og í topplagi á sunnudag.

Einn ökumaður vakti athygli öðrum fremur, en það var Guðbjartur Magnússon # 12 sem gerði sér lítið fyrir og keppti í báðum flokkum og keyrði því nánast í þrjá klukkutíma samfleytt. Það var hins vegar annar nýfermdur sem sigraði unglingaflokkinn, en það var Ingvi Björn Birgisson # 19 sem sýndi alveg gríðarlega flottann akstur og er að stimpla sig inn sem einn okkar efnilegasti ökumaður. Signý Stefánsdóttir # 34 rúllaði kvennaflokknum upp og var að stríða strákunum, endaði m.a. í þriðja sæti í unglingaflokki í seinna mótoinu.

Annars urðu úrslit sem hér segir:

85cc flokkur

1. Guðbjartur Magnússon

2. Aron Örn Gunnarsson

3. Bjarki Lárusson

Kvennaflokkur

1. Signý Stefánsdóttir

2. Andrea Dögg Kjartansdóttir

3. Ásdís Elva Kjartansdóttir

Unglingaflokkur

1. Ingvi Björn Birgisson

2. Kristján Daði Ingþórsson

3. Guðbjartur Magnússon

Skildu eftir svar