Vefmyndavél

Akrabraut

Leiðarlýsing að brautinni

Vélhjólaíþróttafélag Akraness rekur Akrabraut sem er rétt fyrir utan kaupstaðinn. Brautin er stórglæsileg og vel þess virði að heimsækja.

Opnunartímar Akrabrautar

Akrabraut er opin:

 • 12-22 alla virka daga
 • 08-22 um helgar

 

Miðar eru keyptir í Olís við Esjubraut á Akranesi.
Enginn miði = ársbann í braut

Veðrið við Akrafjall frá Veðurstofu Íslands:

[iframe http://www.motocross.is/wp-content/plugins/vedur/akrafjall/vedur.php 200 100]

Umgengisreglur Akrabrautar

 1. Allur akstur án brautamiða í brautinni verður til brotvísuna úr braut og/eða tilkynntur til lögreglu.
 2. Öll  mótorhjól og fjórhjól sem eru skráningarskyld verða að vera löglega skráð og tryggð samkvæmt íslenskum lögum.
 3. Allir ökumenn þessarra tækja skulu hafa tilskilin ökuréttindi miðað við aldur og stærð ökutækis samkvæmt íslenskum lögum og reglum.
 4. Þeir sem ekki uppfylla lið 1 og 2 hafa enga heimild til akstur á svæðum VÍFA.
 5. Öll börn, unglingar og ungmenni sem ekki hafa útgefið ökuskírteini af sýslumanni verða að vera í umsjón lögráða umsjónarmanns allan þann tíma sem notkun ökutækis fer fram á svæðinu.
 6. Allur akstur á stærri en 85cc tvígengis og 150cc fjórgengis hjólum er stranglega bannaður í púkabraut VÍFA.
 7. Allur akstur utan brautar og pittsvæðis er stranglega bannaður.
 8. Á meðan vinna fer fram í Akrabraut hvort sem það er með hrífur eða vinnuvélar þá er brautin undantekningarlaust LOKUÐ og allur akstur í henni stranglega bannaður.
 9. Allur akstur á svæðinu skal vera ábyrgur,  menn eiga að vera hugsandi.    Menn skulu hafa gát á sínum akstri og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í óþarfa hættu.
 10. Í öllum almennum akstri á pittsvæðinu skulu ökumenn leitast við að hafa samræmi í akstri sínum við aðra sem aka um svæðið,  t.d.  koma sér saman um ökuleiðir og forðast að ökuleiðir krossist.
 11. Akrabraut skal ekin rangsælis. Allur akstur á móti aksturstefnu í brautinni er stranglega bannaður.
 12. Allir ökumenn sem aka á svæði VÍFA eiga að nota hlífðarbúnað svo sem: Hjálm, crossskó, hnéhlífar, brynju, olbogahlífar og auk þess skal ökumaður vera í viðeigandi fatnaði sem stuðlar að öryggi hans.
 13. Það ökutæki sem er í notkun á svæði VÍFA skal ávalt vera í skoðunarhæfu keppnisástandi.
 14. Ef slys ber að höndum skal hringja strax í neyðarnúmer 112 og óska aðstoðar.
 15. Starfsmenn eða aðrir sem á staðnum eru skulu tryggja ástand þess slasaða og búa um hann þangað til hjálp berst.
 16. Stöðva skal allan akstur í braut þangað til að hinn slasaði hefur verið fluttur á brott úr brautarstæði.

Vélhjólaíþróttafélag Akraness er á Facebook.