Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Slóðar í Bolaöldu opnir

Búið er að opna fyrir akstur um slóða-net Bolaöldu.  Menn eru þó beðnir um að beita skynseminni vel í umgengni við slóðirnar – eins og alltaf.   Þó svo að stígarnir séu að mestu orðnir þurrir, þá geta leynst í þeim einstaka bleytusvæði.  Reynið að keyra ekki út fyrir stígana við slíkar aðstæður.  Minnkið frekar hraðann og læðist yfir.  Með því móti minnka líkurnar á skemmdum og slysum.
Lesa áfram Slóðar í Bolaöldu opnir

Bolaöldubrautin opnar á morgun kl. 14

Garðar er búinn að vera á fullu í Bolaöldu síðustu daga og nú er hann klár í að opna brautina á morgun Skírdag kl. 14. Hann segir brautina vera í mjög góðu standi miðað við veðrið undanfarið, enginn klaki og engir pollar. Það þarf þó talsvert að týna af grjóti og rusli í kringum brautina og því óskum við eftir hjálp á milli 12 og 14 til að gera brautina og svæðið klárt. Þeir sem koma og týna keyra frítt en aðrir kaupa miða í Kaffistofunni eða Olís eða mæta með árskortið sitt.

Athugið að enduroslóðarnir eru þó enn lokaðir og verða enn um sinn.

Góða skemmtun.

Dakar-upphitun í kvöld

Dakar-Upphitunin sem auglýst var hér fyrir nokkrum dögum, fer fram í húsakynnum Bændasamtakanna, Hótel Sögu, og hefst klukkan 20:00. Gengið er inn um norðurenda byggingarinnar, móts við Þjóðarbókhlöðuna, lyftan tekin upp á þriðju hæð og þá er salurinn á hægri hönd.

Sjá fréttina hér

Dakar 2009 – Upphitun

Mánudaginn 29. desember ætla Slóðavinir að hita aðeins upp fyrir Dakar keppnina sem hefst þ. 3. jan 2009.
Allir Dakar aðdáendur velkomnir og mega bara alls ekki láta þetta uppfræðandi kvöld fram hjá sér fara.
Við byrjum á léttri yfirferð ‘Dakarsins’ (Dóra Sveins) um upphaf og sögu Dakar keppninnar.
Þá lætur Hjörtur ‘Líklegur’ nokkrar útvaldar mannraunasögur flakka úr keppninni.
Síðan fer Einar ‘Horn í Horn’ Sverrisson yfir undirbúnings- og reglumál keppninnar.
Síðast, en fráleitt síst, ætlar Karl ‘Desertfox’ Gunnlaugsson að miðla úr visku- og reynslubrunni sínum. Hann lumar vafalaust á spennandi sögum, enda sá íslendinga sem hvað mest hefur spólað í erlendum sandi. M.a mátti sjá spólför eftir hann í Dubai hér á árum áður og svo nýverið í Tunis.
Eftir fjörug og myndskreytt framsöguerindi vindum við okkur í almennt spjall, búnaðarskoðun og laufléttar veitingar..!
Staðsetning og tími verður auglýst síðar.
Taktu kvöldið frá og gerðu klárt til að fylgjast með keppni allra keppna…. DAKAR 2009

Næturenduro í Bolaöldu í kvöld kl. 20

Í kvöld er stefna næturenduromanna að taka út Bolaöldusvæðið að næturlagi og því verður þriðjudags næturenduroið keyrt þaðan í kvöld. Mæting er fyrir kl. 20 en lagt verður af stað á slaginu. Boðið verður upp á kaffi, kakó og piparkökur eftir túrinn í félagsheimili enduromannsins í Bolöldu. Sagan hermir að brautin og slóðarnir séu geggjaðir núna til næturenduro aksturs. Nú er bara um að gera að fjölmenna upp eftir á eftir og nota þetta hjólin og svæðið til hins ítrasta.

Horn í horn video

Hér má sjá 3 video frá Horn í horn túrnum hans Einars Sverrissonar. Svavar Kvaran félagi Einars setti klippti myndirnar um túrinn. Smellið á (more…) hér fyrir neðan til að sjá hina tvo þættina.

3. Þáttur af Horn í Horn – Túrinn

Þriðji og síðasti hluti seríunnar þar sem sagt er frá túrnum
Allt gekk upp eins og best var á kosið og landið þverað á rúmum 15 klst.

Lesa áfram Horn í horn video