Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Horn í horn myndasýning

Í framhaldi af aðalfundi Slóðavina sem haldin verður í bíósal Hótel Loftleiða, laugardaginn 8. nóvember kl. 13:00, ætlar Einar Sverrisson að segja frá 16 klukkustunda svaðilför á torfæruhjóli þvert yfir hálendið. Einar er væntanlega eini afinn á landinu sem leggur á sig að ferðast einn og óstuddur yfir hálendið á torfæruhjóli, fjarri allri aðstoð, utan GSM-sambands, hjólandi yfir jökulár, eyðisanda og grýttar slóðir. Eitt af markmiðum túrsins var að fara frá Reykjanesvita og að Fonti á Langanesi á sem styrstum tíma. Má með sanni segja að það hafi tekist með glans. Einar ætlar að frumsýna myndband úr túrnum og sýna ljósmyndir, auk þess að segja okkur frá undirbúningnum, ferðalaginu sjálfu og hvað hvatti hann til leggja þetta á sig. Landið hefur verið þverað áður á torfæruhjólum en Einar er sá fyrsti til að hjóla þetta aleinn á svona stuttum tíma. Myndasýningin hefst um kl. 15:00, eða eftir kaffihlé aðalfundar. Slóðavinir bjóða öllum sem áhuga hafa velkomna.

Horn í horn – Einn, á 16 tímum

Einar Sverrisson, stjórnarmaður í VÍK, gerir hlutina á sinn hátt og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.
Um síðustu helgi lagði hann í magnaða ferð landshorna á milli, í orðsins fyllstu merkingu. Ætlunin var að keyra, einn síns liðs, á sínu TM Racing Enduro hjóli, án stopps, og á sem stystum tíma – frá Reykjanesvita yfir til vitans á Fonti, á Langanesi, með viðkomu í Nýjadal, Öskju og Grímsstöðum á Fjöllum. Meginmarkmið ferðarinnar var samt að ná alla leið..!
Og hvernig tókst til? – hann sendi vefnum þessa samantekt.

Lesa áfram Horn í horn – Einn, á 16 tímum

Nýtt viðmiðunarkort

Nýtt viðmiðunarkort fyrir Enduro-frístundaakstur hefur verið gefið út, kortið verður endurskoðað næst 22.maí . Viðmiðunarhæð hefur verið hækkuð úr 200m upp í 300m, og er það rífleg hækkun miðað við ástandið.
Kortið gefur tilfinningu fyrir því hvaða leiðir eru enn ófærar vegna bleytu, og sumstaðar geta enn verið snjóskaflar í þessari hæð.
Snúið hiklaust frá leiðum þar sem hjólin byrja að sökkva, og geymið til betri tíma!
Vegna frostbleytu og mikilla rigninga, hefur því verið ákveðið að ALLIR slóðar í Bolaöldum verða lokaðir framm yfir keppninna 17.maí!

Stöndum vörð um slóðana, góðar stundir!

Smellið hér fyrir stærra kort

Lesa áfram Nýtt viðmiðunarkort

Fréttatilkynning – Stofnun nýrra samtaka

Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) hefur ákveðið að stofna félag sem hefur m.a. það að markmiði að auka þekkingu vélhjólafólks, sem og almennings, fjölmiðla og stjórnvalda, á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar. Félagið mun miðla upplýsingum um akstursleiðir, standa fyrir ferðum og fræðslufundum.
Mikill uppgangur er í notkun vélhjóla til ferðamennsku og útivistar á öllu landinu. Notkunin er bundin við akstursleiðir á lág- sem hálendi, mest á sumrin og haustin, en harðfennisakstur á vetrum hefur aukist umtalsvert undanfarin ár. Aðstaða til aksturs vélhjóla á Íslandi er í flesta staði viðunandi og í sátt við samfélag og umhverfi.

Lesa áfram Fréttatilkynning – Stofnun nýrra samtaka

Fræðslufundir um vélhjólaslóða

Þann 2. og 9. maí næstukomandi mun umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleða sambands íslands (UMSÍ), í samstarfi við Vélhjólaíþróttafélagið VÍK og Ferðaklúbbinn 4×4, standa fyrir fræðslufundum um slóðamál. Fundirnir verða haldnir í félagsheimili VÍK á Bolaöldusvæðinu og hefst dagskráin stundvíslega kl. 20:00. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Bolaöldusvæðið hinu megin við þjóðvegin hjá Litlu-kaffistofunni. Fundirnir eru opnir öllu hjólafólki og er ókeypis aðgangur.

Lesa áfram Fræðslufundir um vélhjólaslóða

Alveg með ólíkindum !

Til að það sé alveg á hreinu, þá flokkar vefstjóri sig sem útivistarmann og náttúruunnanda. Í grein í Fréttablaðinu í dag er talað um gríðarmikla girðingarvinnu sem fer meðal annars fram á Reykjanesi þessa daganna. Það á að loka fé inn í sérstökum beitarhólfum, sem er gott og blessað. Öll önnur svæði verða svo friðuð. Ég skrapp um daginn í léttan hjólatúr á Reykjanesið á skráða og tryggða

Lesa áfram Alveg með ólíkindum !