Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Skráningarfrestur í fyrsta MX mótið rennur út á miðnætti 26 maí

img_1389Það er ótrúlegt hvað margir bíða með að skrá sig alveg fram á síðustu stundu í stað þess að klára dæmið vitandi að þeir ætla sér að keppa.  Eða það sem verra er, vegna sofanda hátts, gleyma að skrá sig sér og öðrum til mikilla ama.  Því viljum við minna fólk á að skrá sig í tíma á vef MSÍ því skráningarfrestur í fyrsta motocrosskeppni ársins rennur út á miðnætti þriðjudaginn 26 maí.  Eftir það er EKKI HÆGT AÐ SKRÁ SIG.  Einnig bendum við fólki á að kynna sér reglur vegna keppninnar, sbr. flöggunarreglur, merkingar á hjólum og keppnisreglur svo eitthvað sé nefnt ásamt að prenta út þátttökuyfirlýsingu sem á að vera undirrituð og tilbúin við skoðun á hjólinu.  Það er líka áríðandi að fólk sé búið að ganga frá félagsgjöldum í sín félög/klúbba fyrir árið 2009 því annars verður skráning ekki gild í mótið.  Ef þig vantar leigusendi, að þá eru þeir til leigu í Nitró og betra að gera ráðstöfun hvað þá varðar í tíma.  Að lokum, öll hjól þurfa að vera með gildar ábyrgðatryggingar.

Dagskráin í Endúróinu

Dagskrá MSÍ Íslandsmótsins í Enduro 2009
Keppt er eftir Enduro reglum MSÍ (Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands).
Rétt er að minna keppendur og aðra sem hlut eiga að máli að Enduro reglur 2008 gilda fyrir þessa keppni og er þær að finna á www.msisport.is undir Reglur / Enduro reglur 2008.
Einnig sjá reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. 507/2007
Þar sem þessar reglur ná ekki til gilda alþjóðlegar reglur FIM.
Dagskrá MSÍ Íslandsmótsins í Enduro 2009

Lesa áfram Dagskráin í Endúróinu

Íslandsmótið í Enduro að hefjast

1. & 2. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ fer fram laugardaginn 16. maí. á félagssvæði VÍK við Bolaöldu.
Keppnisfyrirkomulag er með óbreyttu móti frá síðasta ári en ákveðið hefur verið að keppnisbraut fyrir B-flokk á að vera öllum keppendum fær og keppnisbraut fyrir Meistaraflokk á að vera öllum keppendum í Meistara og Tvímenningsflokk fær.
Þetta þýðir heldur léttari keppnisbrautir en sú þróun sem verið hefur síðustu ár.
Einnig verður gerð smávægileg breyting á dagskrá að því leyti að Meistaraflokkur og Tvímenningur munu ræsa fyrstir á keppnisdag en ekki B-flokkur eins og verið hefur.
Nú verður hægt að skrá sig sérstaklega í B-85cc, B-Kvennaflokk og B-40+ flokk og keppa þessir flokkar með B-flokknum. Lesa áfram Íslandsmótið í Enduro að hefjast

Meira Íscross!

Nú er aðeins tæp vika í aðra umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 14. febrúar næstkomandi. Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 10/2. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en eins og áður verður keppt í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem skrúfur og ísnálar eru leyfilegar, Vetrardekkjaflokkur þar sem eingöngu fjöldaframleidd nagladekk eru leyfð og svo Kvennaflokkur á fjöldaframleiddum nagladekkjum. Athugið að á árinu 2009 mun MSÍ ekki gera neinar undantekningar varðandi skráninguna, henni lýkur þegar henni lýkur og ekkert væl eftir það.

Notast verður við AMB tímatökusendana eins og áður, en þá verður hægt að leigja bæði hjá Nítró í Reykjavík og á Akureyri fyrir þá sem ekki eiga senda. Fyrirkomulag keppnanna verður með sama sniði og áður, þ.e.a.s. opnar tímatökur í hverjum flokki þar sem menn og konur vinna sér inn rásstað í samræmi við tíma og svo þrjú hít í hverjum flokki. Stigagjöf er sú sama og í motocrossi 25 stig fyrir fyrsta sæti, 22 fyrir annað, o.s.frv. Notast verður við startljósin eins og áður þar sem almenn ánægja var með þann búnað.
Þess má geta að nú í vikunni var ísinn mældur á vatninu og er hann 56cm !

Lesa áfram Meira Íscross!

KG á ÍNN

Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ var í viðtali í þættinum ‘Sportið mitt’ á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gær þar sem hann fjallar um stöðuna í mótorsportinu. Þátturinn er endursýndur reglulega á stöðinni um helgina.

Tímatökustjóri óskast

Tímatökustjóri óskast til að starfa við tímatökubúnað MSÍ

Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu á Windows og Excel.

Okkur vantar kröftugan einstakling sem hefur gaman af sportinu, góð laun í boði. Áhugasamir hafi samband við Karl Gunnlaugsson formann MSÍ í síma 893-2098 eða email kg@ktm .is