Dagskráin í Endúróinu

Dagskrá MSÍ Íslandsmótsins í Enduro 2009
Keppt er eftir Enduro reglum MSÍ (Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands).
Rétt er að minna keppendur og aðra sem hlut eiga að máli að Enduro reglur 2008 gilda fyrir þessa keppni og er þær að finna á www.msisport.is undir Reglur / Enduro reglur 2008.
Einnig sjá reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. 507/2007
Þar sem þessar reglur ná ekki til gilda alþjóðlegar reglur FIM.
Dagskrá MSÍ Íslandsmótsins í Enduro 2009

Framkvæmdastjórn: Enduronefnd VÍK
Keppnisstjóri: Karl Gunnlaugsson 893-2098
Brautarstjóri: Elvar Kristinnsson
Öryggisfulltrúi: Guðberg Kristinsson
Tímavörður: MSÍ / Starfsmaður
Ábyrgðarmaður: Hrafnkell Sigtryggson
Dómnefnd: MSÍ / Starfsmenn
Læknir: Mannaður sjúkrabíll.
Reglur og skyldur keppenda:

Keppt er eftir Enduro reglum MSÍ
(Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands).
Rétt er að minna keppendur og aðra sem hlut eiga að máli að Enduro reglur 2008 gilda fyrir þessa keppni og er þær að finna á www.msisport.is undir Reglur / Enduro reglur 2008.
Einnig sjá reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. 507/2007
Þar sem þessar reglur ná ekki til gilda alþjóðlegar reglur FIM.

Viðbót við Tvímenningsflokk fyrir árið 2009:
Keppendum í Tvímenningsflokk er aðeins heimilt að aka 2 hringi í einu
og ber þeim þá að skifta við liðsfélaga sinn, ef liðsfélagi er ekki tilbúinn eða getur ekki tekið við akstrinum þá ber þeim sem þegar hefur lokið 2 hringjum að hætta keppni eða bíða eftir liðsfélaga sínum.

1. Keppendur ATH:
Þeir keppendur sem ekki hafa greitt félagsgjöld fyrir árið 2009 hjá því aðildarfélagi MSÍ sem þeir keppa fyrir eru ekki gjaldgengir í Íslandsmeistarmóti MSÍ. (Þó svo að keppendur komist í gegnum skoðun á keppnisdag án þess að hafa greitt félagsgjöld fyrir árið 2009 verða þeir feldir úr stigasætum eftir keppni ef þeir hafa ekki greitt félagsgjöld 2009)
Hljóðmæling verður á öllum keppnum Íslandsmótaraðar MSÍ árið 2009, þau hjól / keppendur sem eru ofan marka (98dB) fá áminnigu um úrbætur, 2. brot keppanda varðar brottvikningu úr keppni.
Keppendum er bent á hertar reglur FIM / ÍSÍ / MSÍ um lyfjamál sem er að finna á www.isi.is sem hafa tekið gildi. Allir félagar í aðildarfélögum MSÍ heyra undir þessar reglur.

2. Ræsing
Allar umferðir dagsins eru ræstar með hópstarti.

3. Prufuhringur og keppnisleið
Það er á valdi keppnisstjórnar á hverjum stað hvort ekin verði prufuhringur.
Keppnisleið er mörkuð með hliðum og borðum. Keppendum ber að fara í gegnum öll hlið og aka innan þeirra leiða þar sem borðar eru.
Akstur á móti akstursstefnu í braut er bannaður, ef keppandi sleppir hliði er honum heimilt að snúa við og aka utan brautar til þess að komast að aksturshliði, keppandi skal varast að aka á móti akstursstefnu brautar.
Keppandi sem sleppir hliði eða ekur á móti akstursstefnu fær 1 mínútu í refsingu í formi vítis.
Keppnisleið er alltaf ekinn réttan klukkuhring í fyrri umferð og öfugan klukkuhring í seinni umferð.

4. Framkvæmd / tímataka / úrslit:
Klukka keppnisstjórnar er alltaf rétt. (sími 155)
Aðstoðarmenn eru á ábyrgð keppanda og ber þeim að ganga um keppnissvæðið vel og skilja ekki eftir rusl.
Keppnislið / aðstoðarmenn sem ekki sýna keppnisstjórn og starfsmönnum keppninnar háttvísi eiga á hættu refsingu sem keppandi tekur út.
Gáleysislegur akstur og eða hraðakstur á viðgerðasvæði getur varðað refsingu í formi tímavítis.
Tímataka fer fram með AMB tímatökubúnaði samkv. reglum MSÍ.
Leigusendar eru afgreiddir hjá versluninni Nítró og er það á ábyrgð
keppanda að útvega sér tímatökusendir.
Úrslit úr hverri umferð verða hengd upp á bíl tímavarðar eða á tímatökuhús að lokinni umferð, kærufrestur er 30 mínútur eftir að úrslit hafa verið birt.

5. Verðlaunaafhending
Keppandi sem unnið hefur til verðlauna og mætir ekki á verðlaunaafhendingu missir sæti sitt og næsti keppandi færist upp.
Keppendur geta fengið leyfi til að yfirgefa keppnissvæði áður en verðlaunaafhending fer fram hjá keppnisstjóra ef rík ástæða er til.
Verðlaunaafhending fer fram á keppnissvæðinu kl: 16:30

6. Tímatöflur vegna keppnisdags:
Skoðun hjóla í Meistaradeild og Tvímenning: 9:00 – 9:20
Skoðun hjóla í Baldursdeild og B / flokka: 9:20 – 10:30
1. umferð Meistaradeild / Tvímenningur. Uppröðun á ráslínu 9:55,
ræsing 10:10 (Meistaradeild 90 mín.) og 10:11 (Tvímenningur 89 mín.)
1. umferð Baldursdeild og B / flokka 45 mín.
Uppröðun á ráslínu 11:45 ræsing 12:00
2. umferð Meistaradeild / Tvímenningur. Uppröðun á ráslínu 12:50,
ræsing 13:05 (Meistaradeild 90 mín.) og 13:06 (Tvímenningur 89 mín.)
2. umferð Baldursdeild og B / flokka 45 mín.
Uppröðun á ráslínu 14:40 ræsing 14:55

Verðlaun: 16:30

Reykjavík, 11.05.2009

Enduro & Motocrossnefnd MSÍ.

Skildu eftir svar