Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkrók um Verslunarmannahelgina

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar mun halda Moto-Cross keppni á Sauðárkrók sunnudaginn 2. ágúst um Verslunarmannahelgina. Keppt verður í 4 flokkum en þessa helgi fer fram unglinglandsmót UMFÍ 2009.

Skráning fer fram á vef MSÍ og stendur fram til þriðjudagskvölsins 25. júlí. Keppnisgjald er 6.000,-

Lesa áfram Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkrók um Verslunarmannahelgina

Keppnishaldari óskast

Stjórn MSÍ óskar eftir aðildarfélagi / keppnishaldara til að sjá um framkvæmd 5. & 6. umferðar Íslandsmótsins í Enduro. Keppnin skal fara fram laugardaginn 5. september. samkvæmt keppnisdagatali MSÍ. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.

Stjórn MSÍ

Mæting kl.08:30 fyrir flaggara á laugardaginn

Allir flaggarar þurfa að mæta kl.08:30 upp í Bolaöldu laugardaginn 4 júlí.  Boðið verður upp á kaffi og kleinur og farið verður lítilsháttar yfir stöðu mála og hvað þarf að gera.  MJÖG ÁRÍÐANDI AÐ ALLIR FLAGGARAR MÆTI! Allir þeir sem skráðu sig til starfsins eiga að hafa fengið dagskrá dagsins ásamt flöggunarreglum í tölvupósti.  Ef einhver flaggari hefur ekki fengið tölvupóst með þessu innihaldi, að þá vinsamlegast senda póst á netfangið: sverrir636@gmail.com og ég mun senda það um hæl.

Enduró á Akureyri um helgina

 

Kári Jónsson sigraði í fyrstu og annarri umferð
Kári Jónsson sigraði í fyrstu og annarri umferð

Laugardaginn 13. júní fer fram 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði KKA á Akureyri. Alveg nýtt svæði verður notað fyrir þessa keppni en KKA hefur fengið úthlutað stærra svæði ofan við MX brautina við Hlíðarfjall.

 

Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 9. júní og gott er að skrá sig tímanlega.

B flokks hringurinn verður fær öllum hjólum og verður keppt í undirflokkum fyrir 85cc, kvenna og +40 þannig að allir ættu að finna flokk fyrir sig.

Reikna má með að auka „slaufur“ verði teknar út úr B hringnum fyrir Meistaraflokkinn (Tvímenning) og verða þær krefjandi og skemmtilegar að hætti norðanmanna.

Veðurspáin er frábær fyrir keppnisdaginn og engin ástæða til annars en að skrá sig og mæta með góða skapið.

Dagskrá og nýjar reglur

flag5.jpgKeppendur athugið að keppnisreglur fyrir Moto-Cross hafa verið birtar og uppfærðar. Ekki er um neinar stórar breytingar að ræða, aðeins smávægilegar breytingar á orðalagi ofl. MX1 flokkur heitir núna MX Open. Einnig hafa tekið að fullu gildi reglur um bakgrunn og lit keppnisnúmera eftir flokkum sem voru leiðbeinandi fyrir árið 2008. Gott er að prenta út reglur og hafa ávalt með sér á keppnisstað ásamt MX dagskrá.

Smellið hér fyrir nýjar reglur
Smellið hér fyrir nýju dagskrána