Vefmyndavél

Meira Íscross!

Nú er aðeins tæp vika í aðra umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 14. febrúar næstkomandi. Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 10/2. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en eins og áður verður keppt í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem skrúfur og ísnálar eru leyfilegar, Vetrardekkjaflokkur þar sem eingöngu fjöldaframleidd nagladekk eru leyfð og svo Kvennaflokkur á fjöldaframleiddum nagladekkjum. Athugið að á árinu 2009 mun MSÍ ekki gera neinar undantekningar varðandi skráninguna, henni lýkur þegar henni lýkur og ekkert væl eftir það.

Notast verður við AMB tímatökusendana eins og áður, en þá verður hægt að leigja bæði hjá Nítró í Reykjavík og á Akureyri fyrir þá sem ekki eiga senda. Fyrirkomulag keppnanna verður með sama sniði og áður, þ.e.a.s. opnar tímatökur í hverjum flokki þar sem menn og konur vinna sér inn rásstað í samræmi við tíma og svo þrjú hít í hverjum flokki. Stigagjöf er sú sama og í motocrossi 25 stig fyrir fyrsta sæti, 22 fyrir annað, o.s.frv. Notast verður við startljósin eins og áður þar sem almenn ánægja var með þann búnað.
Þess má geta að nú í vikunni var ísinn mældur á vatninu og er hann 56cm !

Hægt er að bóka gistingu á Sel Hótel Mývatn í síma 464-4164 eða senda e-mail á myvatn@myvatn.is
Fyrir frekari upplýsingar má hringja í Stefán 895-4411, Ragga 897-4164 eða Krissa 856-1160

Kveðja úr Mývatnssveitinni,Jonni

Leave a Reply