Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Kári Jónsson tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Enduro Cross Country þegar hann sigraði í þriðju og síðustu umferðinni í Íslandsmótinu. Kári þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum að þessu sinni en Daði Erlingsson leiddi drjúgan hluta af keppninni en lenti í því óláni að afturhluti grindarinnar (subframe) brotnaði og rétt hékk hjólið saman og því dró það nokkuð úr hraða hans. Kári, sem er að jafna sig eftir handarbrot, náði þessu á seiglunni og tryggði sér fullt hús stiga úr þremur keppnum ársins. Þetta er þriðji titillinn hjá Kára en hann var bæði Íslandsmeistari í fyrra og árið 2006.

Keppnin var haldin að Jaðri á Suðurlandinu og heppnaðist frábærlega vel.

Eftirfarandi er lokastaðan í þeim flokkum sem keppt er í í Enduro Cross Country: Lesa áfram Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið

Uppfærsla:

Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!!  Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.

Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.

Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.

Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.

Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.

______________________________________________________________________________

Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.

Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.

Smelltu hér til að skrá þig

Muna skráningu í motocrossið

Frá Akureyrarmótinu í fyrra

Skráning í fjórðu umferð Íslandsmótsins í motocrossi stendur yfir og lýkur í kvöld klukkan 23.59. Mótið fer fram á Akureyri á laugardaginn en brautin þar er í toppstandi og geysilega vel viðhaldið.

Spennan mun eflaust halda áfram í öllum flokkum og við bætist að eftir mótið ræðst hverjir verða valdir í landsliðið til að keppa á MXoN í Bandaríkjunum.

Skráningin fer fram hér

Flöggun á Álfsnesi

flag.jpgÍ þessari keppni eru allir keppendur beðnir um aðstoð við flöggun á einu Moto.

Hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, skal sjá um flöggun á einu Moto sem tilgreint er í skjölunum hér að neðan.

Vinsamlegast athugið að keppni getur ekki hafist fyrr en allar FLAGGARA-stöður í öllum Motoum hafa verið mannaðar. Það er því afar mikilvægt að keppendur sinni þessu hlutverki samviskusamlega.

Gefið ykkur á tal við yfirflaggara ef uppgefinn tími hentar ekki.

Keppendur vinsamlega skoðið þessar skrár og helst prentið út:

Flöggun_keppendur_Alfsnes – PRENTA ÚT

Keppendur MX  Alfsnes 2010_pdf

Þökkum aðstoðina,
Mótstjórn

Skráning fer hægt af stað

Skráningin í Álfsneskeppnina fer hægt af stað. Aðeins eru rúmlega 30 skráðir en eins og venjulega skrá flestir sig á síðasta degi. Munið eftir að skrá ykkur og að skráningunni lýkur í kvöld.

Veðurspáin fyrir helgina er góð. Rykbinding á fimmtudag og föstudag og svo fínt á laugardaginn.

Álfsnesbrautin lokuð á miðvikudag og fram að helgi

Næsta motocrosskeppni í Íslandsmótinu fer fram um næstu helgi. Lagfæringar á brautinni hefjast á miðvikudaginn og hún verður því okuð fram að keppni. Brautin verður opin fyrir æfingar í kvöld og á morgun – miðarnir fást hjá Olís í Mosfellsbæ. Skráningu í keppnina lýkur á miðnætti annað kvöld á vef MSÍ.