Vefmyndavél

Landsliðið fyrir MXoN hefur verið valið

Gunnlaugur Karlsson liðstjóri Íslenska landsliðsins í Motocross hefur valið liðið í samráði við Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) sem mun taka þátt í Motocross of Nations í Lommel, Belgíu 29. og 30. september.
Motocross of Nations er stærsta motocrosskeppni sem keppt er í. Þykir mikil viðurkenning að sigra keppnina en keppt er í 3 flokkum og er einn keppandi í hverjum flokki. MX1 er flokkur 450cc hjóla, MX2 er flokkur 250cc hjóla og svo er opinn flokkur.

Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag.

Eftirfarandi keppendur voru valdir:

MX1 Viktor Guðbergsson
MX2 Ingvi Björn Birgisson
Open Sölvi Borgar Sveinsson

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Framtíðarbikarinn

Um næstu helgi fer fram „Coupe de l’Avenir“ sem lauslega má þýða sem Framtíðarbikarinn fram í Belgíu.  Keppnin er betur þekkt sem MX of Nation undir 21 árs en þetta er í fertugasta sinn sem keppnin fram.

2 Íslenskir keppendur munu taka þátt í ár og er það í fyrsta skiptið sem Íslendingar eru með í keppninni. Eyþór Reynisson og Guðbjartur Magnússon verða fulltrúar Íslands og liðsstjóri er Reynir Jónsson. Hægt er að finna allar upplýsingar um keppnina á http://www.coupedelavenir.be en þarna hafa flestir bestu ökumenn heimsins byrjað sinn feril.

Vonandi gengur þetta vel hjá „strákunum okkar“ og munum við vonandi geta sent fullskipað lið í þessa keppni á næsta ári.

Myndband frá MXoN

Jonni.is var að sjóða saman alveg frábært video frá Motocross of Nations keppninni sem var um síðustu helgi í Frakklandi.

Lesa meira af Myndband frá MXoN

MXON 2011 frá Jonni.is

Kári Jónsson

Jónas Stefánsson var með myndavélina á lofti á MXON og hér er flott grein af blogginu hans í heilu lagi:

Þá er Motocross of Nations 2011 afstaðið og þvílíka spennan sem var í dag ! Dagurinn byrjaði á æfingum hjá öllum, fyrst B og svo A næst þar á eftir. Eftir æfingarnar var svo komið að íslensku strákunum að standa sig í B-úrslitum.

B-úrslitin fóru af stað og Kári Jóns byrjaði með rosa flottu starti, eftir fyrsta hring var hann um miðjan hóp en Viktor og Eyþór höfðu báðir lent í einhverju niggi og voru dottnir aðeins aftur úr. Viktor keyrði sig helling í gang og Eyþór komst í gírinn rétt seinna. Það endaði með því að Viktor kláraði efstur af Íslendingunum í 27. sæti, Eyþór næstur þar á eftir í 28. sæti og loks Kári  í 29. sæti sem missti hina báða framúr sér eftir eitthvað smávægilegt klúður á síðustu hringjunum. Semsagt fínn árángur hjá strákunum og auðvitað bullandi reynsla fyrir þá alla.

Lesa meira af MXON 2011 frá Jonni.is

Ameríkanarnir óstöðvandi

Villopoto leiðir í síðasta motoinu

Ameríska liðið sýndi enn einu sinni að þeir eru besta motocrossþjóð í heimi eftir sigur sinn í Motocross of Nations í dag. Þeir þurftu þó á öllu sínu besta að halda því fyrir síðasta mótóið var Franska liðið í forystu. Þeir stóðust pressuna eins og undanfarin ár en þegar hinn franski Christoph Pourcel datt í síðasta motoinu var sigurinn vís fyrir kanana. Þeir unnu aðeins eitt moto en góður akstur hjá Villopoto og Dungey var grunnurinn að sigrinum. Nýliðinn Baggett náði aðeins 17 og 17. sæti  og þeir náðu samt sinni  7. keppni í röð.

Franska liðið mætti feykisterkt til leiks, ástralska liðið var gott og hinn þýski Ken Roczen er á góðri leið með að verða bestur í heimi.  Miklar sviptingar voru annars í öllum motoum. Ástralska liðið, með Chad Reed í fararbroddi, náði bronsinu en það er þeirra besti árangur í keppninni.

Lesa meira af Ameríkanarnir óstöðvandi

Síða 3 af 1912345...Síðasta »