Miklar breytingar á Álfsnesi

Álfsnes 2012 - Myndir Eyþór Reynisson
Fleiri myndir eru í vefalbúminu okkar – smellið á mynd

Talsvert miklar breytingar eru i gangi á Álfsnesi um þessar mundir. Tilefnið er styrktarkeppni fyrir MXoN liðið okkar sem mun keppa í Belgíu í lok september.

Brautinni og reyndar aðstöðunni allri hefur verið talsvert mikið breytt. Vestasti hluti brautarinnar hefur verið skorinn af og í staðinn bætt við kafla syðst í brautinni (nær barnabrautinni). Þetta gerir það að verkum að brautinn öll er nær pittnum heldur hún var. Enn betra er að risa-áhorfendasvæði hefur verið gert sem er með mikið og gott útsýni yfir nánast all brautina, sem var nú kannski galli á Nesinu áður.

Skráning í MXoN keppnina fer fram hér og hvetjum við auðvitað alla til að skrá sig og njóta þessara flottu breytinga (og auðvitað styrkja strákana).

Reynir brautarstjóri vill koma á framfæri miklum þökkum til Frostfisks fyrir stuðningin við brautargerðina.

Brautin er lokuð fram að keppni.

Ein hugrenning um “Miklar breytingar á Álfsnesi”

Skildu eftir svar