Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send á alla fjölmiðla:

Á morgun, föstudaginn 22. júlí kl. 16:00 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavík (LÍV-R) annars vegar og Sveitarfélagsins Ölfus hins vegar um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun.
Lesa áfram Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Framtíðarmeistari í smíðum

Daníel K tilbúinn í slaginn á sínu splúnkunýja Suzuki JR 50. Nú er bara að æfa sig.

Daníel

Daníel á nýja hjólinu

Motocross braut fyrir 4-12 ára?

Skipulag Reykjavíkur hefur óskað eftir ábendingum um skipulag á gömlu ruslahaugunum á Gufunesi. Þeir sem vilja fá þarna litla motocross braut fyrir 4-12 ára ættu að senda tölvupóst á skipbygg@rvk.is fyrir 30.des 2003 og tjá sig um kosti slíkrar brautar. VÍK hefur nú þegar sent inn póst. Skrifið undir nafn og heimilisfang.
Kveðja, Hákon Orri Ásgeirsson, Formaður VÍK

Barna- og unglingastarfið

Beztu þakkir til þeirra sem styrktu og aðstoðuðu við uppbyggingu á barna og unglingabrautinni á Álfsnesi!

Fyrirtæki og umboð, Beztu þakkir!
Tískuhús Zikzak ehf.
JHM Sport ehf.
Suzuki umboðið ehf. Kaplahrauni 1.
Gullsmíðav. Hjálmars Torfa ehf.
Bernhard ehf.
Kjartan Hjalti Kjartansson (ORC Klaustur 2002 og 2003)
Grétar Johannesson ehf.
Arctic Trucks / Yamaha.

Eistaklingar sem veittu styrk í brautirnar, Beztu þakkir!
Guðjón Magnússon.
Ágúst H Björnsson.
Guðni Friðgeirsson.
Steingrímur Leifsson.

Einnig var einn ónafngreindur einstaklingur (engin tilvísun) sem lagði málefninu fjármagn og þökkum við honum stuðninginn.  Ýmislegt er enn ófrágengið við barna og unglingabrautirnar. En lengi má gott verða betra og munum við vinna hörðum höndum að   því að klára allan frágang svæðisins meðfram brautunum eins fljótt og tími vinnst til.

Viljum við einnig þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn og gáfu alla sína vinnu við gerð brautanna. (Taki til sín sem eiga) Við viljum benda á að reikningurinn er enn opinn (545-14-604020 kt.3001713979), þeim sem vilja leggja grunnin fyrir framtíðar ökuþóra  motocross á Íslandi. Því lengi má góð braut verða betri og barna og unglingastarfið er bara að byrja.  Beztu þakkir. F.h. Barna og unglingastarfs Vík og AÍH. Nikulás S.Óskarsson (Nikki) og Reynir Jónsson (# 3).

Bíddu pabbi, bíddu mín

Menn verða víst að þylja laglínuna, „Bíddu pabbi, bíddu mín, er ég kem…“ til að átta sig á naflastrengnum.  Fyrr í kvöld hringdi eldheitur hjóla-faðir og hafði áhyggjur, jafnt sem ábendingar, um að betur mætti standa að enduro keppnunum.

Eftir „í dag“ leiðréttingar þá eru fleiri skráðir í Baldursdeild en Meistaradeild.  45 á móti 43.  Hinn umhyggjusami faðir, og ekki sá eini, vildi meina að 85cc hjól, sérstaklega þegar fjöld púkanna er farinn að hanga utan í tuginum, eiga ekkert erindi með óstýrlátum feitum köllum á þungum hjólum.  Þvílíkur skaði, ef eitt slíkt lendir ofan á 55kg púka.  Enda eru þau orðin nægilega mörg til að fylla sér keppnisflokk.

Inn í dagsbirtuna koma splunkuný sjónarmið.  Að sjálfsögðu verðum við að bera virðingu fyrir föðurástinni og þeirri umhyggju sem við berum, sem foreldri, fyrir börnum okkar.  Ekki hvarflar að neinum okkar að setja 12-15 ára ungling, niður í miðbæ, og biðja hann að keppast um sömu „verðlaun“ og þá fullorðnu.

Gleymum ekki að þetta er íþrótt, og lítum síðan í kringum okkur.  Aldurinn skiptir máli fram að 16 ára markinu.  Þegar strákarnir / stelpurnar eru hinsvegar orðin 15 ára þá er ekkert því til fyrirstöðu að þau fái að skora á hólm, sér eldri.  Þangað til eru menn að telja hárin á líkamanum og fara í gegnum Séra „Hormón“ Jón.

Reynum síðan að setja hlutina í samhengi.  Maður 2X ára gamall, kaupir sér hjól og ákveður, af einskærum áhuga að taka þátt í keppni.  Maðurinn er vitandi, að hann mun ekki keppa um verðlaun, en vill hann keppa við krakka úr 5 flokk Hauka, eða 4 flokk Vals.  Sem lesandi, yngjum okkur sjálf upp.  12 ára, vil ég keppa um verðlaun.  VERÐLAUN.  Flokkaskipting eftir stærð hjóls er mér einstaklega óhagstæð.  Ég er stærri, feitari, minni, léttari en aðrir jafnaldrar mínir og vegna óhagstæðrar stærðar er ég settur í flokk með mér miklu eldri/yngri keppendum.  Af því að mamma eða pabbi völdu hjólið útfrá líkamstærð (eða getu)

Hvað varðar barnastarf og sköpun á hefð gagnvart yngri kynslóðinni þá erum við ekki einu sinni farnir að marka barnaskóna.  Það er von, að eftir 2-3 ár verðum við búnir að slíta þessum skóm, en þangað til verðum við, þeir eldri, að marka brautina.

Samkeppnishæfni og keppnisharka fer saman á unglingsárum.  Íþróttir hafa þróað með sér flokkaskiptingu sem ýmist setur einstaklinga í yngri árgang eða eldri árgang.  Út frá þessu hafa þróast einstaklingar sem ýmist njóta sín í botn eitt árið en þurfa síðan virkilega að hafa fyrir hlutunum næsta árið.  Hjólamenn eru engin aukvisi og sem slíkir þá hafa þeir verið mótaðir af sínum æskuíþróttum.  Þekkja þeir því vel þetta fyrirkomulag, varðandi 6 flokk, 5 flokk, 4 flokk o.sfrv.  Margar dömurnar hefður hætt, 10 ára, hefður þær þurft að standa andspænis 13 ára, brjóstmiklum risum.  …en þetta hefðu kannski orðið með bestu íþróttamönnum landsins.

Ökuhæfni, úthald, þrautseigja, útsjónarsemi.  Þetta er ekki einkaréttur karlmanna.  Okkur hættir til að fæla kvenfólk frá þessari íþrótt.  RÚV, okkar ágæti miðill, hefur tekið „bærilega“ við sér undanfarið, en ef við lítum aðeins nokkur ár aftur í tímann þá var það hending ef fjallað var um úrslit, eða þaðan af umfjöllun um at milli tveggja kvenn liða.  Við mótorhjólamenn megum ekki lifa á síðustu öld.  Í dag er gríðarlegt líf í kvenna íþróttum.

Árið 2001 mætti margfaldur norðurlandameistari kvenna til keppni í enduro við Húsmúla, Anetta Brindwall, sem náði 36 sæti.  Þeir voru ófáir sem þurftu að játa sig sigraðaðan af henni.

Það breytir ekki því að kvennkyns ökumenn eru ekki að keppa jafnhliða karlkyns ökumönnum.  Að sjálfsögðu veitum við verðlaun fyrir kynin, aðskilin.  Við skulum hinsvegar ekki falla í þá ljótu „svörtu“ gryfju að fylgja eftir einhverri aðskilnaðarstefnu.  Strákar fá verðlaun fyrir 50cc, 85cc, 125cc, 250cc, o.s.frv. en stúlkur fái fyrir „pæjur“.  Meðan strákarnir veifa bikurum fyrir fyrsta sætið, úr hverjum flokki,  þá ber ein stúlka eitthvert nisti, eftir sigur, úr öllum flokkum.

Ef, svo ótrúlega vill til, að þú lesandi ert ennþá fastur við þessa grein, þá þakka ég þér lesturinn.  Þetta er einfaldlega einn af þessum kokteilum, sem á eftir að hrista.

Ef einhver raðast alein(n) í flokk, vegna kyns, hjólavals eða aldurs, þá er ekki hægt að túlka þann gjörning öðruvísi, en eitt af hámörkum hugrekkisins.  Þetta eru frumkvöðlarnir.  Munurinn á andvirði verðlaunanna hleypur á hundraðköllum.  Munurinn á tilgangi og þýðingu þeirra er ómetanlengur.

Skilgreinum flokkana og veitum jafngild (jafn flott) verðlaun fyrir stráka jafnt sem stúlkur.

Gaui

Suzuki! Lið framtíðarinnar?

Suzuki er þessa daga að tefla fram lang yngsta og þar af leiðandi lang efnilegasta liði motocross og enduro sögunnar á Íslandi. Þetta lið skipa ekki minni menn enn:

  • Arnór Hauksson Suzuki RM 125cc 14 ára.
  • Aron Pastrana Ómarsson Suzuki RM 85cc 14 ára.
  • Freyr Torfason Suzuki RM 85cc 12 ára.

Liðsstjóri Torfi Hjálmarsson (aldur ekki gefin upp).
4 maðurinn er á leiðinni. Hann mun líklegast keyra Suzuki RM 85cc. Þessir kappar eru framtíð sportsins á Íslandi. Það er fullt af öðrum ungum bráðefnilegum og áhugasömum drengjum sem hafa áhuga á að keppa í liði. Því vill ég hvetja ykkur til að hóa saman þessum drengjum og styðja þá í sportinu. Kv. Þór Þorsteinsson