Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Þjálfarar fyrir 80cc flokk

Gunnar Þór Gunnarsson og Aron Reynisson hafa tekið að sér þjálfun á 80cc flokk.  Vefurinn óskar öllum púkum á aldrinum 10-15 ára, sem aka um á 80-85cc hjólum til hamingju.  Nú er um að gera að mæta á sunnudaginn klukkan 14:15 upp í reiðhöll og taka fyrstu æfinguna.  Það verður opið hús til klukkan 17:30 og allir velkomnir.
Ekki er búið að raða upp æfingatímum og enn vantar þjálfara fyrir yngstu púkana, 125cc og 250cc.   Áhugasamir hafi samband við stjórn VÍK.

Púkabraut

Fyrsta „löglega“ púkabrautin er tilbúin.  Brautin er á Broadstreet við Njarðvík.  Rétt hjá Grindavíkurafleggjaranum.  Tilvalin braut fyrir púka og pæjur frá 8 ára til 13 ára.  Síðan er bara að færa sig yfir í stóru brautina þegar færnin verður betri.

Púkaæfingar

Haldnar hafa verið reglulegar æfingar við Lyklafell á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar.  Hinsvegar verður sú breyting að púkaæfingin flyst á Selfoss á þriðjudaginn. Athugið að svæðið þar hentar ekki þeim yngri.
VÍK hefur einnig fengið staðfestingu frá ÍBR þess efnis að við fáum tíma í Reiðhöllinni í Víðidal fyrir púkana næstkomandi vetur.
Nú er bara að mæta með púkana og leyfa þeim að fá útrás…  AR.

Fjölmiðlafár? Ekkert minicross

Mikil tilhlökkun hefur verið hjá öllum keppendum.  Á hún eftir að aukast svo um munar fram á laugardaginn.  Hætta verður hinsvegar við sýningaratriði 5-11 ára krakka.  Ástæðan er;
Fréttatilkynning var send fjölmiðlum fyrr í dag þar sem keppnin og sýningaratriði krakkanna var kynnt.  Það liðu ekki margar mínúturnar þangað til Umferðaráð var komið með eintak og þar næst Sýslumaðurinn á Hellu.  Sýslumaðurinn hafði samband við VÍH og fékk þær skýringar að um væri að ræða sýningaratriði sem væri ekki að öllu ólíkt því sem gerðist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  Börnin væru á viðurkenndum hjólum, hönnuð af þekktum vélhjólaframleiðendum, sérstaklega fyrir þennan aldurshóp.  Einnig þá væri íþrótt þessi viðurkennd og stunduð í öllum Evrópulöndum.  Taldi hann þetta skýra málið vel og sagðist vilja smá tíma til að ræða við menn og skoða málið.  Síðar í dag kom síðan afsvar þar sem skýrt var tekið fram að sýningarakstur krakka undir 12 ára aldri væri bannaður. Lesa áfram Fjölmiðlafár? Ekkert minicross

Krakkaæfing á eftir

Í dag er miðvikudagur og í sumar hefur tíðkast að mæta með krakkana upp á Lyklafell til æfinga.  Vitað er um fullt af krökkum sem ætla að æfa sig upp í Gufunesi og má búast við flestum fyrir klukkan 18:30 í kvöld til að nýta restina af dagsbirtunni.  Aksturslýsing: Keyra að húsin á Gufunesi þar sem VÍK var með fundaraðstöðu fyrir nokkrum árum.  Keyra vegin vinstra megin við húsið og niður í fjöru.  GM.

Púkacross og tjaldstæði

Ef næg þátttaka fæst verður haldin púkakeppni á Ólafsvík sunnudaginn 1. júlí kl. 14. Skráning verður á staðnum. Tjaldstæði fyrir hjólafólk verður á sama stað og í fyrra, rétt hjá motocrossbrautinni.  Um kvöldið verður svo sprellað að hætti drullumallara og keppt í ýmsum nýjum greinum á Ólafsvíkingnum 2001.  Þeir sem vilja fræðast meira um Færeyska daga á Ólafsvík er bent á slóðina: