Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com

KKA hélt í dag 5. umferð Íslandsmótsins í motocrossi með glæsibrag á frábæru svæði sínu ofan við Akureyri. Öll aðstaða, veður og braut voru nánast eins og best varð á kosið ef frá er talinn frískur vindur sem gerði annað slagið vart við sig. Keppnin gekk einnig vel fyrir sig, lítið sem ekkert um óhöpp og flott stemning. Öll úrslit og tímar eru komnir á MSÍ síðuna hér: http://msisport.is/pages/urslitogstada/ Helstu úrslit urðu sem hér segir: Lesa áfram Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com

Fjör á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Svona var stemmingin á Akureyri. Viktor # 84 með peggascrubb. Mynd fengin að láni hjá Róberti Magnússyni.

Akureyringar eru með góða braut að venju, góð aðsókn var í brautina hjá þeim og mikið fjör. Greinahöfund rekur ekki minni til þess að hafa sjéð jafnmarga við æfingar í sumar. 

 Minni keppendur á að skráningu í mótið lýkur kl 21:00 í kvöld. ATH að skráningartíminn er samkvæmt MSÍ ekki ykkar klukku, skrá sig tímalega til að forðast væl og vesen. Lesa áfram Fjör á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Úrslit frá Unglingalandsmóti

Mynd: Sunnlenska.is
Þorsteinn Helgi Sigurðarson sigraði í 85 flokki. Mynd: Sunnlenska.is

Alls tóku 32 keppendur þátt í motocrosskeppni Unglingalandsmótsins á Selfossi í dag. Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur

  1. Brynja Hlíf Hjaltadóttir
  2. Gyða Dögg Heiðarsdóttir
  3. María Líf Reynisdóttir

85 flokkur strákar

  1. Þorsteinn Helgi Sigurðarson
  2. Kári Tómasson
  3. Sebastían Georg A. Vignisson

Lesa áfram Úrslit frá Unglingalandsmóti

Kári sigraði á Egilsstöðum

Kári Jónsson kom fyrstur í mark í báðum umferðunum á Egilsstöðum í dag.

Uppfært: Svo lítur út sem aðeins 4 keppendur voru í ECC1 flokki þannig að flokkurinn er ekki gildur til Íslandsmeistara. Líklega verður þessi keppni ekki talin með og hinar fjórar keppnirnar látnar gilda til Íslandsmeistara. Beðið er staðfestingar á þessu frá MSÍ.

ECC1

  1. Kári Jónsson
  2. Daði Erlingsson
  3. Haukur Þorsteinsson

ECC2

  1. Ingvi Björn Birgisson
  2. Guðbjartur Magnússon
  3. Hjálmar Jónsson

Sölvi Borgar með sinn fyrsta sigur á Selfossi

Sölvi Borgar t.v. og Viktor berjast um forystuna á Selfossi í gær

Sölvi Borgar Sveinsson er búinn að bæta sig mikið í sumar og sigraði bæði motoin í MX-Open flokknum og vann þar með sína fyrstu keppni í opna flokknum á Íslandsmóti. Keppnin var annars spennandi og skemmtileg og eiga Selfyssingar mikið hrós skilið fyrir skemmtilega braut og glæsilega uppbyggingu á svæðinu. Veðrið var líka fínt og lægðin djúpa mætti í bæinn strax eftir verðlaunaafhendingu.

MX-Open

  1. Sölvi Borgar Sveinsson (159 stig í Ísl. móti)
  2. Viktor Guðbergsson (191 stig)
  3. Kári Jónsson (121 stig)

MX2

  1. Ingvi Björn Birgisson (188)
  2. Björgvin Jónsson (141)
  3. Hjálmar Jónsson (172)

Úrslit frá Skaganum

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fór fram í Akrabraut á Akranesi í gær. Þetta var fyrsta skipti sem Íslandsmót var haldið í brautinni og voru aðstæður mjög fínar, glæsileg braut og góð umgjörð og ekki skemmdi stórfínt veður.

Að þessu sinni voru nokkuð færri keppendur en vanalega í flestum flokkum. Í toppbaráttunni í MX-Open vantaði 3 ökumenn en Eyþór Reynisson og Bjarki Sigurðsson verða frá út sumarið vegna meiðsla en Aron Ómarsson var frá vegna vinnu. Í flokknum var Viktor Guðbergsson með talsverða yfirburði og Sölvi Borgar Sveinsson og Björgvin Jónsson náðu á pall í fyrsta skipti. Viktor er þó ekki alveg búinn að landa titlinum þrátt fyrir góða forystu í Íslandsmóitnu, því í ár gilda 5 umferðir af 6 til Íslandsmeistara.

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Björgvin Jónsson

Lesa áfram Úrslit frá Skaganum