Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Akrabraut lýtur frábærlega út fyrir keppnina

Brautin

Skagamenn eru búnir að vera að vinna við brautina svotil stanslaust frá því á miðvikudag. Miðað við þær myndir sem ég sá á FB síðunni þeirra þá er brautin geggjuð. Heyrði í einum félagsmanni sem sagði ef að vökvað væri meira þá yrði þetta muddrace.

Hvet alla sem vetlingi geta valdi til að mæta á Skagann og sjá frábært íþróttafólk takast á í flottri braut.

Breytt dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið á morgun

Það kom berlega í ljós smá annmarkar á dagskránni sem keyrt var eftir í fyrstu umferðinni í Suzuki bikarmótaröðinni og nú hefur það vonandi verið lagað.  Helstu breytingarnar eru að „Nýliðar/búðingar“ fá líka tímatöku/upphitun í brautinni og eru þeir fyrstir á dagskrá.  Dagskráin lengist lítillega en hún gerði það hvort sem er þar sem þess þurfti við á Selfossi.  Hér er svo dagskráin sjálf. Lesa áfram Breytt dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið á morgun

Skráning hafin í Suzuki bikarmótið á Akranesi

Smella fyrir PDF
Dagskráin

Önnur umferðin í Suzuki Bikarmótaröðinni fer fram á Akranesi laugardaginn 23. júní.
Skráning fer fram á msisport.is og líkur á morgun þriðjudagskvöld klukkan 21.

Ef þú vilt skrá þig í nýliðaflokk þá sendiru skráningu á bootcampakranes@simnet.is með nafni , símanúmer og kennitölu. hjóla tegund og stærð og leggur 3000 krónur inná reikning 186-26-1165 og kt er 560606-2140. Sendu svo staðfestingu á bootcampakranes@simnet.is

Hér er Facebook viðburður fyrir keppnina

Úrslit frá Enduróinu á Akureyri

Kári Jónsson kom fyrstur í mark í báðum umferðunum í Íslandsmótinu sem fram fór á Akureyri í gær. Ingvi Björn Birgisson veitti honum nokkra keppni í seinni umferðinni og endaði aðeins 50 sekúndum á eftir. Kári leiðir Íslandsmótið í ECC-1 með fullt hús stiga. Guðbjartur Magnússon náði ekki að klára seinni umferðina og fékk því engin stig, hann datt þar af leiðandi úr toppsætinu niður í það fjórða í ECC-2 keppninni. Má segja að spennan sé mest í þeim flokki núna.

Keppnin fór annars fram í góðu veðri og skipulagningin tókst vel. Flæðið var gott í brautinni en að venju voru nokkrar brattar og langar brekkur sem voru nokkuð erfiðar viðureignar.

ECC-1

  1. Kári Jónsson
  2. Bjarki Sigurðsson
  3. Gunnlaugur Rafn Björnsson

ECC-2

  1. Ingvi Björn Birgisson
  2. Jónas Stefánsson
  3. Valdimar Þórðarson

Kvennaflokkur

  1. Bryndís Einarsdóttir
  2. Signý Stefánsdóttir
  3. Aníta Hauksdóttir

Lesa áfram Úrslit frá Enduróinu á Akureyri

Ólafsfjörður MX 2012

Þeir sem voru svo heppnir að skrá sig í MX Ólafsfjörður 2012 eiga von á þvílíkri skemmtun á morgun. Ég kíkti á brautina sl. Miðvikudag til að skoða aðstæður. Þeir sem tóku þátt í Klausturskeppninni haf fengið góða æfingu í sandkeyrslu en búast má við að MX keppnin verði þó heldur erfiðari. Helgi „Jarðýtugaurinn“ er vanur að koma með skemmtilega braut og mér sýndist á öllu að hann væri strax farinn að bæta og breyta pöllum ásamt fleiri viðaukum sem ættu að gera brautina enn skemmtilegri. Ekki mun veðrið skemma fyrir amk samkvæmt veðurspá. Góða skemmtun.

Lesa áfram Ólafsfjörður MX 2012