Sölvi Borgar með sinn fyrsta sigur á Selfossi

Sölvi Borgar t.v. og Viktor berjast um forystuna á Selfossi í gær

Sölvi Borgar Sveinsson er búinn að bæta sig mikið í sumar og sigraði bæði motoin í MX-Open flokknum og vann þar með sína fyrstu keppni í opna flokknum á Íslandsmóti. Keppnin var annars spennandi og skemmtileg og eiga Selfyssingar mikið hrós skilið fyrir skemmtilega braut og glæsilega uppbyggingu á svæðinu. Veðrið var líka fínt og lægðin djúpa mætti í bæinn strax eftir verðlaunaafhendingu.

MX-Open

  1. Sölvi Borgar Sveinsson (159 stig í Ísl. móti)
  2. Viktor Guðbergsson (191 stig)
  3. Kári Jónsson (121 stig)

MX2

  1. Ingvi Björn Birgisson (188)
  2. Björgvin Jónsson (141)
  3. Hjálmar Jónsson (172)

MX Unglinga

  1. Ingvi Björn Birgisson (191)
  2. Guðbjartur Magnússon (176)
  3. Hinrik Ingi Óskarsson (129)

Kvennaflokkur

  1. Signý Stefánsdóttir (180)
  2. Aníta Hauksdóttir (168)
  3. Einey Ösp Gunnarsdóttir (112)

40 +

  1. Haukur Þorsteinsson
  2. Ragnar Ingi Stefánsson
  3. Sigurður Hjartar Magnússon

B-flokkur

  1. Michael B. David
  2. Pétur Smárason
  3. Haraldur Björnsson

85 flokkur

  1. Þorsteinn Helgi Sigurðsson (191)
  2. Kári Tómasson (150)
  3. Oliver Örn Sverrisson (144)

Nánari úrslit eru á MyLaps

Myndir í vefalbúminu okkar

2 hugrenningar um “Sölvi Borgar með sinn fyrsta sigur á Selfossi”

  1. Já þú ert með 129 stig. Í lok tímabilsins mun ein keppni af sex detta út hjá öllum keppendum. Þú munt ekki missa nein stig því keppnin sem þú slepptir mun þurrkast út. Hinir keppendurnir munu líklega missa fleiri stig, þannig mun Ingvi Björn missa út sína lélegustu keppni sem var Akranes þar sem hann fékk „bara“ 44 stig (ef hann skorar hærra en 44 stig í tveimur síðustu keppnunum). Því má segja að hann sé 18 stigum á undan þér en ekki 62!
    hér er annars taflan: http://www.mylaps.com/championship/view.jsp?id=22150

Skildu eftir svar