Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Dakar 2013 – dagur 6 – heimamaður vann dagleiðina

Lopes

Nú er löngum degi lokið en það bíður þeirra lengri dagur á morgun, dagurinn í dag var uppá 767km og þar af 454km á sérleið og hún var ekki alveg sú léttasta en þó talin léttari en sú sem bílarnir fóru. Sérleiðin hófst í sandinum í Atacama eyðimörkinni og voru nokkrir púðursand hlutar, eftir tæplega hundrað km malbikstengingu tók við um 120km illfær og grýttur kafli til enda og reyndi sá kafli mikið á hjól og menn.

PortugalinnPaulo Gongalves(Husqvarna) var ekki heppinn í dag, eftir að hafa leitt keppnina fram að grýtta kaflanum þá gerðist eitthvað, ekki ennþá vitað hvað það var en þar stoppaði hann í 15-20mín og kom hann í 66 sæti í mark en „eins manns dauði er annars manns brauð“ því Francisco Lopez(KTM) sem hafði fylgt honum eins og skugginn skaust þá frammúr en á tímabili var eitthvað að hrjá hann og hægði hann ferðina en hann komst fyrstur í mark og það kætti heimamenn því Lopez er frá Chile þar sem rallið er núna.

Skammt á eftir honum komu liðsfélagarnir Ruben Faria(KTM) og Cyril Despres(KTM) en þeir hjóla þetta þétt en af öryggi og er gott fyrir þá að vera svona saman fyrir morgundaginn en hann lengri en dagurinn í dag.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 6 – heimamaður vann dagleiðina

Dakar 2013 – dagur 5 – Barreda í vandræðum

Casteu

Þessi fimmti dagur Dakar rallsins byrjaði ansi gróft fyrir hjólin en þau fóru ekki sömu sérleið og bílarnir í dag, hjólin fóru 136km sérleið sem byrjaði strax og endaði svo á 274km ferjuleið í mark. Fyrstu 80km voru í gegnum þröngar leiðir í fjöllunum og var oft á tíðum ansi stórgrýtt svo það varð að gæta þess að sprengja ekki, einnig var leiðin villugjörn og lentu ansi margir í vanda með það.

Frönsku liðsfélagarnir David Casteu(Yamaha) og Olivier Pain(Yamaha) sýndu klærnar í dag og komu fyrstir í mark.

David Casteu(Yamaha) bæti enn einum sérleiðarsigri í safnið og kom rúmri mín á undan Olivier Pain(Yamaha) en hann heldur ennþá forustu í heildina með rúma mín á liðsfélaga sinn og rúmum 6 mín á Cyril Despres(KTM).

En það gekk illa hjá sigurvegara gærdagsins Joan Barreda(Husqvarna) en hann lenti í villu og einnig í bilunum með hjólið, stoppaði það nokkrum sinnum og virtist það vera eitthvað tengt bensíni, kom hann 3 tímum á eftir fyrsta manni í mark og lítur framhaldið ekki vel út hjá honum sem er miður þar sem hann var að standa sig frábærlega. Er hann sem stendur í 59 sæti. Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 5 – Barreda í vandræðum

Dakar 2013 – Dagur 4

Casteu(Yamaha) en hann var þriðji í mark í dag.

Fjórði dagur Dakarrallsins var ansi langur, 718km og þar af 289km á sérleið. Fyrstu menn voru að fara af stað um 05:30 og voru að skila sér á enda um 16:30. Sérleiðin sem var að mestu leyti sandur en um miðbik var leiðin ansi gróf, 55 km í sandi og stórgrýti og fóru ansi margir á hausinn þar, bæði mótorhjól og fjórhjól.

Spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) var öflugur í dag og ætlaði sér að vinna upp vandræði gærdagsins en þá lenti hann í að slíta nokkra teina sem töfðu hann og kom hann 44 í mark í gær sem setti hann í 18 sæti í heildina,hann var 24 af stað í dag en með fantagóðum akstri og þá sérstaklega á fyrsta hluta dagsins sem var svolítið snúin kom hann fyrstur í mark rúmum 8 mín á undan næsta manni og vann sinn annan sérleiða sigur þetta árið en það var Frakkinn Olivier Pain(Yamaha) sem kom svo annar í mark en þessi knái frakki þráir sinn fyrsta sérleiðarsigur, flottur akstur hjá honum í dag skilaði honum forustu yfir heildina og er hann nú tæplega tvær og hálfa mín á undan landa sínum David Casteu(Yamaha) en hann var þriðji í mark í dag.

Lesa áfram Dakar 2013 – Dagur 4

Dakar – Dagur 3, KTM í forystu

Þriðji dagur Dakar rallsins er nú búin og landslagið kannski farið að verða eins og flestir þekkja, stóru karlarnir farnir að ná áttum og raða sér í fremtu sætin en við skulum samt ekki gleyma að það er langt eftir, Cyril Despres(KTM) orðar þetta vel „Dakar is not a race where the fastest guy wins“ eða eins og við myndum segja á ylhýra tungumálinu „Dakar er ekki keppni þar sem hraðasti gaurinn vinnur“, hverju orði sannara.

Dagleiðin í dag var 343km og af því 243km á sérleiðum sem byrjaði næstum strax, einungis 4 km ferjuleið áður en stuðið byrjaði. Keppendur höfðu um tvennt að velja í dag, það væri að fylgja leiðarbókinni en þá er minni líkur á að villast en það heftir hraðann með því að vera alltaf að rýna í leiðarbókin eða þá að taka sénsinn, velja aðrar leiðir að leiðarpunktunum og eiga séns á meiri hraða og það er það sem reyndari keppendur gerðu. Leiðin var að miklu leyti í sandi. Fyrstu 74km voru klassískar sandöldur en svo tók við grófari jarðvegur svo var rosaleg brekka sem beið keppenda ca.115km inná leiðinni og gekk ekki öllum vel að hjóla í lausum sandinum næstum lóðrétt niður og rúlluðu nokkrir þar niður en engin slys. Það er nú samt farið að ganga á keppendur, 163 eru eftir í hjólaflokki eftir dag 3.

Lesa áfram Dakar – Dagur 3, KTM í forystu

Nokkri punktar um mataræði.

Jóhann Pétur Hilmarsson er formaður VÍFA á Akranesi. Hans aðalstarf er líkamsþjálfun í Boot Camp á Akranesi, einnig er hann einkaþjálfari og sem slíkur hefur hann náð góðum árangri. Hann hefur tekið saman nokkra góða punkta um mataræði og leyfir okkur að njóta. Þetta er einfalt og virkar. Eina sem þarf að gera er að fara eftir því!!!!!!!!!!

Ef þú borðar ekki morgunmat þá fer brensla líkamans ekki almennilega af stað.  Og þú ert með svo lítið eftir af næringu í blóðinu að líkaminn þarf að nota vöðvana sem eldsneyti. ( og ef þú ferð á æfingu í þessu ástandi þá mölvaru niður vöðva á súper hraða. Þú notar aðeins 2 % af orkunni sem þú eyðir á æfingu úr líkamsfitu.)

Þú verður að borða á 2-3 tíma fresti, annars gerist þetta

  1. Þú ert að brjóta niður vöðva ef þú hefur ekki fengið prótein síðustu 3 tímana. ALLTAF. Líkaminn getur aðeins geymt prótein í 3 tíma í einu, alveg sama hversu stór skammturinn var.
  2. Því oftar sem þú borðar því hraðari verður brenslan þín, og í hvert skipti ýtiru henni áfram. En ef þú borðar ekki þá hægir brenslan á sér og stoppar á endanum ef nógu langur tími líður
  3. Ef þú borðar einföldkolvetni ( allt hvíthveiti ,sykur , hvítarkartöflur og hvít grjón) þá stoppar fitubrenslan þín í ca 4 klukkutíma. Í hvert einasta skipti. Lesa áfram Nokkri punktar um mataræði.

Dakar – Dagur 2

Barreda

Þá er 2 dögum lokið í Dakar rallinu, fyrsti dagurinn var nú hálfgerð kynning, þ.e.a.s sérleiðin á 1 degi var ekki nema 13 km þó heildar km fjöldi dagsins væri 263 km.

Það var Chile maðurinn Chaleco Lopes(KTM) sem kláraði fyrstur, svo var það fjölbreytt flóra á eftir, Yamaha í 2 sæti, Honda í 3 sæti, Kawasaki í 4 sæti og svo Cyril Despres(KTM) í 5 sæti, Íslandsvinurinn Simon Pavey(Husqvarna) kláraði fyrsta dag í 69 sæti en þessi fyrsti dagur er nú ekki að gefa tóninn fyrir næstu daga.

En aftur að degi tvö. Dagleiðin var 327 km og af því heilir 242 km á sérleiðum. Það var spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem kláraði í 1 sæti í dag, var hann 5:36mín á undan næsta manni sem var Portugalinn Ruben Faria(KTM) og í 3 sæti dagsins í hjólaflokki var Spánverjinn Juan Pedrero(KTM).

Joan Barreda Bort(Husqvarna) hafði þetta að segja eftir daginn „ég villtist aðeins í byrjun leiðarinnar en ég var alls ekki sá eini sem lenti í því en ég var fljótur að átta mig á þessu og leiðrétti mig og eftir það gekk allt eins og í sögu. Þetta var frábær dagur á „skrifstofunni“. Lesa áfram Dakar – Dagur 2