Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Kappinn hann Jói Kef er að meika það í útlöndum

Eins og margir vita þá er Jói Kef einn svakalegasti meðhöndlari landsins. Nú hefur Dakar Honda liðið áttað sig á hæfileikum hans í til að drösla mönnum í lag og ráðið hann til sín. Jói fór út núna eftir áramót og hefur verið duglegur að pósta myndum ofl á Facebook. Ég gaf mér það bessaleyfi að fá lánaðar tvær myndir frá honum til að pósta hér.  Mjög ánægjulegt þegar menn ná að fá að vinna við drauminn sinn.

Flott vinnuaðstaða.

Lesa áfram Kappinn hann Jói Kef er að meika það í útlöndum

Dakar- Mark Coma dottinn út

Mark Coma

Það er strax orðið ljóst að Dakar rallið verður öðruvísi en reiknað var með í hjólaflokki þar sem það er komið á hreint að Marc Coma(KTM) mun ekki taka þátt að þessu sinni en hann hefur ekki náð sér að fullu eftir að hafa farið úr vinstri axlalið í Maraco rallinu fyrir nokkrum vikum, framan af þá var hann viss um að ná sér og koma að fullum krafti í Dakar en svo verður ekki.

Þetta breytir heilmikið stöðunni þar sem reiknað var með að samkvæmt venju síðustu ára yrðu það Marc Coma(KTM) og Cyril Despres(KTM) myndu berjast um fyrsta sæti, þetta þýðir samt ekki að Cyril Despres(KTM)verði í rólegheita hjólatúr því það eru margir frábærir hjólarar að keppa og sumir telja jafnvel að fráfall Marc Coma(KTM)komi til með að hleypa auknum krafti í þá til að berjast um fyrsta sætið.

Eitt er víst að þegar fyrstu keppendur fara af stað 5 janúar(ekki 1 jan eins og ég nefndi áður) þá fara flestir líklega frekar rólega af stað því það vinnur engin Dakar á fyrsta degi, þetta er eins og maraþon, keppt í 7 daga, 1 hvíldardagur og svo aftur í 7 daga.

Heildarvegarlengd hjólaflokksins er 8423km en hjólin fara ekki alltaf sömu leið og aðrir keppendur, lengsti dagurinn er 852km og þar er sérleið dagsins 593km og sem betur fer þá er þetta 1 dagur eftir hvíldardag.

Hér er svo kynningatrailer fyrir Dakar 2013, sjá hér og svo er smá samantekt úr hjólflokki frá því 2012 hér.

Dakarkveðja Dóri Sveins

Gleðilegt nýtt hjólaár með kærri þökk fyrir það gamla.

Meigi áramótin verða ykkur sem ánægjulegust. Þökkum öllum félagsmönnum, sem komu að starfinu með okkur, kærlega fyrir aðstoðina á liðnu ári. Vonumst til þess að  fleyri sjái sér fært að rétta okkur hendi á komandi ári. Margar hendur vinna létt verk.

Stjórn VÍK.

Dakarrallið að fara að byrja

Nú styttist í Dakarrallið 2013 en það hefst samkvæmt venju fyrsta dag ársins.

Dakarrallið sem er stæðsta og erfiðasta rall ársins virðist auka vinsældir sínar með hverju ári sem líður því það fyllist í alla flokka mörgum mánuðum áður en rallið hefst. Það hafa aldrei verið fleiri keppendur en núna.

Þegar Dakarrallið færðist yfir til Suður Ameríku frá Afríku þá breyttist keppendaflóran svolítið því keppendum frá Suður Ameríku fjölgaði mikið, t.d. má nefna þá Patronelli bræður, þeir keppa á fjórhjólum en þau hafa nánast ekkert verið með og mjög lítið verið fjallað um þau í öllum fréttum frá Dakarrallinu. Gott gengi þeirra hefur vakið athygli á þessum flokki og í þetta sinn er 39 keppendur skráðir til keppni í fjórhjólaflokki.

Samkvæmt venju þá er mótorhjólaflokkurinn sá fjölmennasti og fyrsti flokkurinn sem fyllist strax en að þessu sinni eru 196 keppendur skráðir í flokkinn.

154 eru svo skráðir í bíla/jeppa/buggy flokkin en þar eru oft misskrítin faratæki og svo í þann flokk sem mér finnst gaman að sjá videó af, trukkaflokkurinn en þar eru 75 skráðir til keppni en eins og flestir vita þá eru ekki leyfðir aðstoðabílar eins og í flestum öðrum röllum svo aðstoðarbílarnir eru bara skráðir í keppni en vissulega er líka hörkukeppni í þessu tröllaflokki milli framleiðanda.

Það verður semsé mikið um dýrðir á nýársdagsmorgun þegar allur Dakar sirkusinn fer af stað en 464 keppendur eru skráðir.

Ég mun reyna eins og áður að setja inn fréttir af rallinu eins og tími vinnst til og vona að einhver hafi gaman að.

Dóri Sveins

Heyrst hefur að múgur og margmenni, kvennmenn og karlmenni.

ætli að hjóla á ís í dag. En þú?

 

Gleðileg jól með von um farsæl Hjólajól.

Stjórn VÍK.