Nokkri punktar um mataræði.

Jóhann Pétur Hilmarsson er formaður VÍFA á Akranesi. Hans aðalstarf er líkamsþjálfun í Boot Camp á Akranesi, einnig er hann einkaþjálfari og sem slíkur hefur hann náð góðum árangri. Hann hefur tekið saman nokkra góða punkta um mataræði og leyfir okkur að njóta. Þetta er einfalt og virkar. Eina sem þarf að gera er að fara eftir því!!!!!!!!!!

Ef þú borðar ekki morgunmat þá fer brensla líkamans ekki almennilega af stað.  Og þú ert með svo lítið eftir af næringu í blóðinu að líkaminn þarf að nota vöðvana sem eldsneyti. ( og ef þú ferð á æfingu í þessu ástandi þá mölvaru niður vöðva á súper hraða. Þú notar aðeins 2 % af orkunni sem þú eyðir á æfingu úr líkamsfitu.)

Þú verður að borða á 2-3 tíma fresti, annars gerist þetta

  1. Þú ert að brjóta niður vöðva ef þú hefur ekki fengið prótein síðustu 3 tímana. ALLTAF. Líkaminn getur aðeins geymt prótein í 3 tíma í einu, alveg sama hversu stór skammturinn var.
  2. Því oftar sem þú borðar því hraðari verður brenslan þín, og í hvert skipti ýtiru henni áfram. En ef þú borðar ekki þá hægir brenslan á sér og stoppar á endanum ef nógu langur tími líður
  3. Ef þú borðar einföldkolvetni ( allt hvíthveiti ,sykur , hvítarkartöflur og hvít grjón) þá stoppar fitubrenslan þín í ca 4 klukkutíma. Í hvert einasta skipti.

 

Prótein er = allur fiskur, kjöt, mjólkurvörur, (aðeins í hnetum)

Góð kolvetni eru = hafrar, sætar kartöflur, basmati tilda hrísgrjón og hýðis grjón. ávextir, grófmalað spelt

Slæm kolvetni eru = allt hvít hveiti = brauð, flatkökur, kex, hvítar tortilla kökur, pasta og fl. Sykur= gos og nammi og ef sykur er talinn framarlega upp sem innihaldsefni í matvörum þá er mikið af honum. Mais (popp)

Góð fita = allar hnetur, olivuolia, omega 3, cla, öll fiski fita.

Slæm fita = öll spendýra fita ( já öll) smjörlíki, smjör, allar olíur sem búið er að steikja uppúr ( allar olíur breytast í transfitur þegar þær fara yfir visst hitastig.) hálfhert jurtaolia er verst ( og hún er í td. Jurtaosti, þeyttum gervirjóma og fl.) allt djúpsteikt er buið að drukkna í transfitum.

Allt grænmeti er hollt, það er nokkurn vegin hvorki kolvetni, prótein né fita. Mest megnis vatn , trefja og vítamín. Þegar þú borðar grænmeti þá ertu að plata líkamann til að  brenna meiri fitu. Þetta skeður þannig að líkaminn fær helling af mat, sem hann þarf að melta, við það eyðir hann helling af caloríum. Og við það að fá þetta auka magn af mat( sem er caloriulaus) opnar hann líka meira fitubirgðirnar sínar, því líkaminn misskilur þetta og heldur að hann sé að fá nóg næringu inn og þurfi ekki að geyma fituna til seinni tíma.

Öll fræ eru holl, en mjög oddhvöss fræ geta rispað þarmana sem er ekki gott.

Alveg sama hvað þú ert að fara elda, þá þarftu að lesa á innihaldslýsinguna og athuga hvort þetta sé með þessu í, hveiti, sykur, transfita ( stendur) ,einomettuð fita. Þetta er allt mjög slæmt fyrir fitubrensluna hjá okkur.

Ef þú borðar stóra máltíð en ert ekkert að fara hreyfa þig, þá fitnaru, alveg sama hversu holl máltíðin var. ( nema það hafi bara verið grænmeti). Og ef þessi máltíð er nálægt svefn tíma þá hefur þú ekkert að gera við svona mikið af caloríum. Nálægt svefntíma er best að borða harðfisk, fæðubótar prótein, eða smávegis af hnetum. Einn ávöxtur ( ekki banani) sleppur alveg líka.  Mjög gott er að taka eina teskeið af olivu oliu virgin extra útí vatnsglas fyrir svefninn. ( hún gerir líkamanum kleift að nota líkamsfituna til að halda uppi 37 gráðu hita. Sem hann annars getur ekki.)

Þökkum Jóa Pétri fyrir góða grein.

 

Skildu eftir svar