Vefmyndavél

Dakar – Dagur 3, KTM í forystu

Þriðji dagur Dakar rallsins er nú búin og landslagið kannski farið að verða eins og flestir þekkja, stóru karlarnir farnir að ná áttum og raða sér í fremtu sætin en við skulum samt ekki gleyma að það er langt eftir, Cyril Despres(KTM) orðar þetta vel „Dakar is not a race where the fastest guy wins“ eða eins og við myndum segja á ylhýra tungumálinu „Dakar er ekki keppni þar sem hraðasti gaurinn vinnur“, hverju orði sannara.

Dagleiðin í dag var 343km og af því 243km á sérleiðum sem byrjaði næstum strax, einungis 4 km ferjuleið áður en stuðið byrjaði. Keppendur höfðu um tvennt að velja í dag, það væri að fylgja leiðarbókinni en þá er minni líkur á að villast en það heftir hraðann með því að vera alltaf að rýna í leiðarbókin eða þá að taka sénsinn, velja aðrar leiðir að leiðarpunktunum og eiga séns á meiri hraða og það er það sem reyndari keppendur gerðu. Leiðin var að miklu leyti í sandi. Fyrstu 74km voru klassískar sandöldur en svo tók við grófari jarðvegur svo var rosaleg brekka sem beið keppenda ca.115km inná leiðinni og gekk ekki öllum vel að hjóla í lausum sandinum næstum lóðrétt niður og rúlluðu nokkrir þar niður en engin slys. Það er nú samt farið að ganga á keppendur, 163 eru eftir í hjólaflokki eftir dag 3.

Maður dagsins var öðrum að ólöstuðu Chilebúin Francisco Lopez(KTM) en hann vann sig upp um 20 sæti í dag með frábærum akstri og sigraði dagleiðina og er það annar sigur hann í þessu Dakar. Þarna var reynslan að skila sér og má til gamans geta þess að hann kom á um 100km hraða í gegnum leiðarpunkt meðan þeir sem voru að einblína í leiðarbókina voru á um 50km hraða en þetta dugði honum samt ekki til að ná 1 sæti í heildina.

En við skulum sjá hvað efstu menn sögðu eftir daginn sagði, fyrst Francisco Lopez(KTM) „leið dagsins var mjög ólík þeim leiðum sem við fórum fyrstu 2 dagana, á ákvað strax í byrjun að fara hratt og stefnan var að ná Cyril Despres(KTM) og gekk það eftir. Ég einbeitti mér vel að rata rétt á leiðarpunktinn og gekk það vel. Morgundagurinn verður erfiðari, sérstaklega að fara fyrstur af stað en ég tek einn dag í einu“.

Annar í mark í dag var Portugalinn Paulo Conclves(Husqvarna) og sagði hann þetta „þetta var frábær leið fyrir mig en ég varð að kafa soldið djúpt í pokann minn eftir mistök gærdagsins þar sem ég tapaði miklum tíma á villu minni. Ég fór því mjög ákveðin af stað og gaf mig allan í þetta og það skilaði mér í 2 sæti á dagleiðinni. Ég er mjög glaður með það og það fleytir mér vonandi vel inní morgundaginn sem verður langur og erfiður“.

Þriðji í mark í dag og þá komin í forustu yfir heildina var svo sigurvegari síðasta ár Cyril Despres(KTM) og sagði hann þetta eftir daginn „Ég átti bara góðan dag, ekkert óvenjulegt kom uppá og ég náði góðum árangri yfir heildina. Ég fór 12 af stað en fljótlega varið ég búin að ná forustumönnunum og hélt mig með þeim, ég er mjög sáttur við daginn“.

En við eigum svo frænda meðan keppenda en Norðmaðurinn Pal Anders-Ullevalseter(KTM) en hann er nú í sínu 10 Dakarralli og er komin í 3 sæti yfir heildina.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 3 er því svona:

1.sæti: Cyril Despres(KTM)………….6:15:03

2.sæti: Francisco Lopez(KTM)………..+2:51mín

3.sæti: Pal Anders-Ullevalseter(KTM)…+4:59mín

4.sæti: Olivier Pain(Yamaha)………..+6:03mín

5.sæti: David Casteu(Yamaha)………..+6:08mín

D3-4hjol-2hjol

Í fjórhjólaflokki virðist sem að Argentínumennirnar Marcos Patrolnelli(Yamaha) og Sebastian Husseini(Yamaha) séu smátt og smátt að stinga aðra keppendur af en þeir komu annan daginn í röð þó nokkuð á undan næstu mönnum.

Marcos Patrolnelli(Yamaha) lenti samt í smá vandræðum í dag en heyrum hann segja frá deginum „Þetta var falleg og skemmtileg leið en ólík gærdeginum, hún var frekar gróf og grýtt seinnihlutann og það fór ekki vel í dekkinn, það sprakk hjá mér þegar 30 til 40 km voru eftir, eða réttara sagt fór að leka úr því en þetta slapp allt saman og ég er virkilega ánægður með daginn, ég er í góðu standi, hjólið er í toppstandi, frábær dagur“.

Pólverjinn Rafal Sonik((Yamaha) sem kom þriðji í mark í dag sagði eftir daginn þetta „Ég er smátt og smátt að ná Dakartaktinum en ég lenti í smá leiðarvandræðum í dag þegar ég var komin um 68km inná leiðina, tapaði aðeins áttum og hélt að ég væri komin lengra inná leiðina, stoppaði og varð að reikna þetta nokkrum sinnum áður en ég hélt aftur af stað, ég tapaði nokkrum mín á þessu en það sem skiptir mestu máli er að ég náði svo réttum takti og eftir það gekk allt vel. Ég er að ná rétta Dakartaktinum og er mjög sáttur við komin hlut, einu mistökin sem ég er búin að gera ennþá er að hjóla of hratt, ekki og hægt“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 3 er því svona:

1.sæti: Marcos Patrolnelli(Yamaha)……….6:55:40

2.sæti: Sebastian Husseini(Yamaha)………+4:18mín

3.sæti: Ignacio Nicolás Casale(Yamaha)…+29:38mínz

4.sæti: Rafal Sonik((Yamaha)…………..+33:36mín

5.sæti: Castón Gonzalez(Yamaha)………..+37:18mín

 

Dakarkveðjur Dóri Sveins

4 comments to Dakar – Dagur 3, KTM í forystu

Leave a Reply