Vefmyndavél

Dakar 2013 – Dagur 4

Casteu(Yamaha) en hann var þriðji í mark í dag.

Fjórði dagur Dakarrallsins var ansi langur, 718km og þar af 289km á sérleið. Fyrstu menn voru að fara af stað um 05:30 og voru að skila sér á enda um 16:30. Sérleiðin sem var að mestu leyti sandur en um miðbik var leiðin ansi gróf, 55 km í sandi og stórgrýti og fóru ansi margir á hausinn þar, bæði mótorhjól og fjórhjól.

Spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) var öflugur í dag og ætlaði sér að vinna upp vandræði gærdagsins en þá lenti hann í að slíta nokkra teina sem töfðu hann og kom hann 44 í mark í gær sem setti hann í 18 sæti í heildina,hann var 24 af stað í dag en með fantagóðum akstri og þá sérstaklega á fyrsta hluta dagsins sem var svolítið snúin kom hann fyrstur í mark rúmum 8 mín á undan næsta manni og vann sinn annan sérleiða sigur þetta árið en það var Frakkinn Olivier Pain(Yamaha) sem kom svo annar í mark en þessi knái frakki þráir sinn fyrsta sérleiðarsigur, flottur akstur hjá honum í dag skilaði honum forustu yfir heildina og er hann nú tæplega tvær og hálfa mín á undan landa sínum David Casteu(Yamaha) en hann var þriðji í mark í dag.

Sigurvegari síðasta árs Cyril Despres(KTM) skilaði sér einungis í 14 sæti í mark í dag en heldur samt 3 sæti yfir heildina, norski frændi okkar Pal Anders-Ullevalseter(KTM) var í 24 sæti og íslandsvinur okkar Simon Pavey(Husqvarna) kom svo í 126 sæti.

Joan Barreda Bort(Husqvarna) sagði þetta við komuna í mark í dag „eftir slæman dag í gær þegar ég sleit teinana og tapaði miklum tíma náði ég góðum tíma í dag, ég byrjaði aftanlega en vann mig hratt upp og hélt góðum hraða til enda. Það er ekkert tapað ennþá og ég mun berjast til sigurs á hverjum degi!.

Olivier Pain(Yamaha) var að vonum mjög hamingjusamur með daginn en hann sagði þetta „ég hélt ágætum hraða og undir lok sérleiðarinar hitti ég fyrir hóp hjólara sem virtust vera hálfáttavilltir, ég fylgdi þeim aðeins eftir en þegar ég náði góðu útsýni yfir dalinn áttaði ég mig á réttu leiðinni og náði að stytta mér leið og vinna upp mikin tíma. Ég hef reynt að halda bara mínum takti í þessu Dakarralli, ekki halda of mikilli pressu á sjálfan mig og einbeita mér að því að detta ekki því rallið er bara rétt að byrja. Ég ætla að reyna láta það ekki stíga mér til höfuðs að vera komin með forustu í heildina, stefnan hjá mér er að klára alla daga í topp 10 og halda mig við toppinn!.

Gerard Farres Guell(Honda) sem kom 4 í mark í dag var kátur með árangur dagsins en honum gekk ekki vel fyrstu tvo dagana, 31 sæti eftir dag eitt, 169 sæti eftir dag tvo en svo small þetta hjá honum, 6 sæti í gær og núna 4 sæti, hann sagði þetta „ég er hamingjusamur, mjög hamingjusamur sérstakega þar sem þetta rall byrjaði ekki vel hjá mér, í dag hjólaði ég svo með toppmönnum eins og Paulo Goncalves(Husqvarna) og Cyril Despres(KTM) og fleirum. Það er mikilvægt fyrir mig og mér líður vel og læri mikið af því að hjóla með þeim, ég ætla mér að halda þessu striki áfram, taka hvern dag fyrir sig og vona að þetta gangi allt upp hjá mér“.

Cyril Despres(KTM) sagði eftir daginn „Francisco Lopes(Honda) sigurvegari gærdagsins fór kröftuglega af stað en ég náði honum fljótlega og svo setti ég afturbrennarann í gang og fór frammúr, dagurinn var samt hálfgert Deja-vu af gærdeginum og deginum á undan, ég slakaði aðeins á þegar á leið og þeir sem höfðu verið fyrir aftan mig náðu að vinna um smá tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist en þetta veldur mér engum áhuyggjum, ég held mínu striki, hef hjólað nokkuð hratt en ekki á fullu gasi síðust 3 daga og þannig ná ég að spara orku og spara einnig hjólið. Þegar þú byrjar aftarlega og hjólar á útopnu allan daginn og þá í rykinu endar það oft með einhverri bilun í hjólinu og það endar ekki alltaf vel, þetta er langt rall og ég mun halda mínum hraða!.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 4 er því svona:

1.sæti: Olivier Pain(Yamaha)……….10:10:38

2.sæti: David Casteu(Yamaha)……….+2:24mín

3.sæti: Cyril Despres(KTM)…………+3:09mín

4.sæti: Joan Barreda Bort(Husqvarna)..+5:38mín

5.sæti: Jordi Viladoms(Husqvarna)…..+7:22mín

D4-4hjol

Í fjórhjólaflokki eru 2 menn í algjörum sérflokki, er t.d klukkutími á milli 1 sætis og 3 sætis en við megum ekki gleyma að það er mikið eftir og það þarf ekki nema eitt sprungið dekk til að breyta stöðunni.

Marcos Patronelli(Yamaha) kom fyrstur í mark í dag eftir fanta góðan akstur og virðist hann ekki hafa mikið fyrir þessu, eini maðurinn sem virðist ógna honum er Sebastian Husseini(Honda) en hann kom tæpum 10mín á eftir honum í mark í dag.

Við komuna í mark í dag sagði Marcos Patronelli(Yamaha) þetta „þetta var í alvöru erfið leið, ansi snúin og sérstaklega þegar maður hafði sólina í andlitið nánast í allan dag, það var mikið um lausan sand, það er alltaf erfitt, en þetta var virkilega falleg leið, stórfengleg, liggur við að manni langi til að taka hana aftur. Stóra strandlengjan var dásamleg, löng, líklega um 10 km, það var þægilegt. Eftir það komu þröngar og grýtta leiðir, hjólið hentist til og frá en svo tók við löng leið í endamark“.

Sebastian Husseini(Honda) hafði þetta að segja í lok dags „leiðin byrjaði skemmtilega, sandöldur og snadur og allt gekk vel en svo tók fjallendið við með að virtist endalausum þröngum og stórgrýttum slóðum, ég misreiknaði mig í einni beygjunni og skellti dekki utaní grjór og sprengdi og tapaði líklega rúmum 10 mín á því. Eftir það tók svo sandurinn við og dásamleg leið með ströndinni og það tókst mér að ná til baka eitthvað af tapaða tímanum. En þetta er alls ekki búið, ég skemmti mér vel og allt gengur vel“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 4 er því svona:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)……….11:21:26

2.sæti: Sebastian Husseini(Honda)………+14:06mín

3.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)…………+01:00:17mín

4.sæti: Ingacio Nicolas Casale(Yamaha).+01:04:18mín

5.sæti: Lukasz Laskawiec(Yamaha)…….+01:17:45mín

 

Mönnum til fróðleiks þá er hér linkur inná frönsku Stöð4 en það er smá umfjöllun um daginn í dag og þá kannski meira um sem eru aftar og sýnir í raun hversu mikil þrekraun þessi Dakarkeppni er og hættuleg, sérstaklega fyrir hjólamenn. Þarna sést hvernig þeir hræðast trukkana því þeir virðast stundum æða stjórnlaust yfir allt og alla. Þarna er t.d keppandi númer 110 Don Hatton(KTM) sem verður kannski að teljast til óheppnari manna en þessi 54 ára gamli maður keppti fyrst í Dakar 2009 en varð að hætta eftir mikð slys sem kostaði hann næstum lífið á 4 degi, aftur kom hann 2010 en þjáðist af matareitrun og dró sig svo í hlé á 5 degi vegna bensínvandræða. Hann tók sér þá eitt ár í frí en svo átti að mæta árið 2012 en 2 dögum fyrir brottför fékk hann yfir sig 700kg heyrúllu á bænum sínum sem eyðilagði báðar axlirnar á honum en eldmóðurinn í þessum manni er svo mikil að hann er mættur enn eitt skiptið og sést þarna í smá brasi en er ekki á því að gefast upp.

Linkurinn er hér

 

Dakarkveðjur Dóri Sveins

Leave a Reply