Dakar 2013 – dagur 6 – heimamaður vann dagleiðina

Lopes

Nú er löngum degi lokið en það bíður þeirra lengri dagur á morgun, dagurinn í dag var uppá 767km og þar af 454km á sérleið og hún var ekki alveg sú léttasta en þó talin léttari en sú sem bílarnir fóru. Sérleiðin hófst í sandinum í Atacama eyðimörkinni og voru nokkrir púðursand hlutar, eftir tæplega hundrað km malbikstengingu tók við um 120km illfær og grýttur kafli til enda og reyndi sá kafli mikið á hjól og menn.

PortugalinnPaulo Gongalves(Husqvarna) var ekki heppinn í dag, eftir að hafa leitt keppnina fram að grýtta kaflanum þá gerðist eitthvað, ekki ennþá vitað hvað það var en þar stoppaði hann í 15-20mín og kom hann í 66 sæti í mark en „eins manns dauði er annars manns brauð“ því Francisco Lopez(KTM) sem hafði fylgt honum eins og skugginn skaust þá frammúr en á tímabili var eitthvað að hrjá hann og hægði hann ferðina en hann komst fyrstur í mark og það kætti heimamenn því Lopez er frá Chile þar sem rallið er núna.

Skammt á eftir honum komu liðsfélagarnir Ruben Faria(KTM) og Cyril Despres(KTM) en þeir hjóla þetta þétt en af öryggi og er gott fyrir þá að vera svona saman fyrir morgundaginn en hann lengri en dagurinn í dag.

Bandaríkjamaðurinn Kurt Caselli(KTM) sýndi flottan akstur í dag sem skilaði honum í 4 sæti í dag svo það er vert að hafa auga með honum.

Annar heimamaður, Jeremias Israel Esquerre(Honda) sem hefur hangið á milli 10 og 20 sætis skellti sér uppí 5 sæti í dag, kemur skemmtilega á óvart og alltaf gaman að sjá ný andlit í þessum efri sætum.

Forustmaður rallsins Olivier Pain((Yamaha) kom í mark 10 í dag en heldur en 1 sæti yfir heildina en það minnkar munurinn.

Joan Barreda Bort(Husqvarna) er komin á fullt skrið eftir fyrri vandræði og kom inn 29 í dag rúmum 27mín á eftir fyrsta manni.

Ekki má gleyma norska vin okkar Pal Anders-Ullevalseter(KTM) en hann virðist heldur vera að dragast afturúr, skilaði sér inn í 20 sæti í dag og er í 20 sæti yfir heildina, Simon Pavey(Husqvarna) kom í mark í dag í 65 sæti og er í 71 sæti í heildina.

En það eru ekki bara karlmenn að keppa því keppandi númer 117 er hún Josefina Gardulski(Yamaha) og hefur hún verið að skila sér í mark í kringum 150 sætið og er ennþá með í keppninni.

Við komuna í mark sagði Francisco Lopez(KTM) „fyrri hluti leiðarinnar gekk vel en á seinni hlutanum fannst mér vélin vera farin að missa afl og ég var ekki viss hvort þetta væri eitthvað tengt bensíninu eða jafnvel að það þyldi illa þessa hæð í fjöllunum enda hef ég lent í því fyrr í þessu ralli. Ég þarf að finna eitthvað útúr þessi“.

Ruben Faria(KTM) sagði „ég vildi að ég hefði unnið þessa sérleið þar sem konan mín á afmæli í dag, ég vissi að þetta væri fyrsta leiðin á frekar hörðum jarðvegi og ég ætlaði að reyna nýta mér gripið. Ég var 13 af stað og ætlaði að gefa allt í þetta en það gekk ekki alveg eftir þar sem það var svo mikið ryk í dag. Á seinni hlutanum náði ég góðum hraða og góðum takti og stefndi ég á að sigra á afmælisdegi konunar og ætlaði að tileinka sigurinn henni en svo birtist Paulo Gongalves(Husqvarna) og komst framfyrir mig en ég er alveg sáttur við 2 sætið í dag, þetta hentar einnig vel fyrir morgundaginn, þá er styttra á milli okkar liðsfélagana“.

Cyril Despres(KTM) sagði „í gær setti ég mér línurnar fyrir þennan langa dag, ég ætlaði að hjóla þétt strax frá byrjun og það var það sem ég gerði en eftir sirka 24km fattaði ég að ég var komin inní rangan dal, ég áttaði mig fljótt á því og leiðrétti mig en þetta setti mig aðeins útaf laginu í smá stund, ég tapaði samt ekki nema 2 mín á þessu. Ég einbeitti mér vel af restinni af fyrri hlutanum og eftir malbikskaflann þá kom virkilega skemmtilegur kafli. Í fyrsta skipti í þessu Dakar ralli sem undirlagið var frekar hart og hlykkjótt, það hafa líklega verið hátt í 200 beygjur á leiðinni og var skemmtilegt að „drifta“ í gegnum þær en það lenti ég líka fastur fyrir aftan nokkra hjólara í miklu ryki og þar sem þetta var frekar þröng leið þá var erfitt að taka frammúr þar þannig að ég náði ekki að vinna upp eins mikin tíma og ég hafði ætlað mér. Á morgun verður svo sannkölluð maraþonleið, 806km og ekki verða leyfðar neinar viðgerðir eftir daginn nema það sem hjólarar geta gert sjálfir með því dóti sem þeir eru með á sér eða á hjólinu þannig að hjólin verða að duga þeim í tvo mjög langa daga. þessvegna kemur það sér vel að við liðsfélagarnir, ég og Ruben Faria(KTM) eru svona nálægt, það hjálpar uppá taktíkina fyrir þessa daga“ svo mörg voru þau orð.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 6 er því svona:

1.sæti: Olivier Pain((Yamaha)……….15:35:23

2.sæti: Cyril Despres(KTM)………….+2:22mín

3.sæti: David Casteu(Yamaha)………..+4:48mín

4.sæti: Francisco Lopez(KTM)………..+6:06mín

5.sæti: Ruben Faria(KTM)……………+8:35mín

D6-4hjol

Það var ný sigurvegari í fjórhjólaflokki í dag og í raun önnur röðun en við höfum séð síðustu daga.Ignacio Nicolas Casale(Yamaha), kom rúmum 6mín á undan meistara Marcos Patronelli(Yamaha) en hann heldur samt ennþá góðri forustu í heildina og Sebastian Husseini(Honda) kom 4 í mark, 20mín á eftir fyrsta manni.

Ignacio Nicolas Casale(Yamaha) sagði eftir komuna í mark „í dag tókst mér að vinna sérleiðina, það er draumi líkast að koma í mark á undan öllum þessum hjólurum sem eru svo svakalega góðir eins og Marcos og Sebastian. Þetta sannar líka að ég get haldið uppi góðum hraða og hjólað vel, þetta eykur sjálfstraust mitt svo ég get haldið áfram að sækja af fullum krafti. Ég á bara ekki til réttu orðin til að lýsa því hvað ég er hamingjusamur með þennan dag. Núna ætla ég að hvíla mig vel því þetta var langur dagur og annar eins framundan“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 6 er því svona:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)………..17:42:53

2.sæti: Ignacio Nicolas Casale(Yamaha)…+1:11:56mín

3.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)…………..+1:48:00mín

4.sæti: Sarel Van Biljon(E-ATV)……….+2:02:14mín

5.sæti: Sebastian Palma(Can-AM)……….+2:33:00mín

Skildu eftir svar