Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Dagskrá fyrir Íscrossið

Hér er dagskráin fyrir Íscrossið á laugardaginn. Keyrt verður í tveimur hollum, annars vegar þeir sem eru á skrúfum og svo hins vegar þeir sem eru á nöglum.

Þar sem mæting er ekki fyrr en kl. 11, er ekkert mál að keyra úr Reykjavík um morguninn og heim aftur um kvöldið ef menn vilja.

Enn er hægt að skrá sig í skemmtilegt mót.

Smellið hér fyrir dagskrá

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.

Næstu daga mun ég birta hér nokkra punkta frá Jóa Pétri, en hann er einkaþjálfari og hjólari af skaganum. Þakka honum kærlega fyrir að leyfa okkur að fá smá innsýn í hvað hann ráðleggur sínu fólki. Kannski getum við nýtt okkur eitthvað af þessu hjá honum, jafnvel allt.

 

Matarprógram

 Inngangur

Eftirfarandi ráðleggingar henta öllum þeim sem vilja ná árangri.

Hvort sem markmiðið er að léttast eða þyngjast, er hér um að ræða

raunhæfar leiðbeiningar að settu marki. Hér eru engar skyndilausnir heldur er áherslan

lögð á nýjan heilsusamlegan lífsstíl til að fylgja eftir til frambúðar.

Lesa áfram Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.

Skráningu í Íscross lýkur á fimmtudagskvöld

Frá Akureyri

Íslandsmótið í íscrossi hefst á Akureyri á laugardag.  Aðstæður á Leirtjörninni eru prýðisgóðar og því horfur á góðu móti. Skráningu í keppnina lýkur í kvöld kl. 21.00 á heimasíðu MSÍ.

Skráning hefur verið framlengd fram á fimmtudagskvöld kl. 21.00. Ekki missa af þessu.

Klaustur 2013

Sælt veri fólkið.

Við erum að leggja loka hönd á smíði á heimasíðu fyrir Klaustur-Endurokeppnina þessa dagana.

Það væri gaman ef þið gætuð póstað myndum eða video inn á Facebook síðu okkar ( VÍK – Vélhjólaíþróttaklúbburinn ) sem við megum nota á síðuna.

Einnig viljum við heyra í ykkur með hugmyndir umfleiri flokka sem við getum hugsanlega  keppt í á Klaustri.

Við erum í dag að vinna með eftirfarandi hugmyndir.
Single:Járnkallinn/Járnkonan.
Double: Orginal keppnin.
Trible: Fun race fyrir 3.
Plus 90: Þar sem samanlagður aldur keppenda er 90 ár eða meira.
Plus 135: Þar sem samanlagður aldur 3 keppenda er meiri en 135 ár.
Family: Feðgar eða 2 skyldmenni keppa.
Barnakeppni: Styttur hringur sem ekinn er að morgni keppnisdag fyrir yngri iðkendur.
Svo er spurning um Classics: Þar er verið að spá í hjól framleitt fyrir t.d. 1999 og það er einn hringur í brautinni fyrir sigurvegarann í þessari keppni.
Búningakeppni: Var alltaf til staðar..en hefur minnkað í vinsældum.

Endinlega koma með hugmyndir fyrir okkur til að vinna með.

Opnun fyrir Skráningu í Klaustur-Endurokeppnina 2013 er fyrirhuguð 1 Mars.

Væri gaman ef þið takið þátt í því með okkur að móta hugmyndir og framkvæmd keppninnar.

Fyrir þá sem eru að æfa á fullum krafti fyrir sumarið.

Hér er áhugaverð grein um hvers vegna skal borða fyrir morgunæfingu.

Ættir þú að borða fyrir morgunæfinguna?

Í framhaldi af því munum við fá athyglisverðan pistil frá Jóa Pétri ( Boot Camp Akranesi, VÍFA ) um mataræði. Þar mun hann gefa okkur nokkrar góðar ráðleggingar um hvað er gott að borða fyrir og eftir æfingar. Kemur hér á vefinn á næstu dögum.