Klaustur 2013

Sælt veri fólkið.

Við erum að leggja loka hönd á smíði á heimasíðu fyrir Klaustur-Endurokeppnina þessa dagana.

Það væri gaman ef þið gætuð póstað myndum eða video inn á Facebook síðu okkar ( VÍK – Vélhjólaíþróttaklúbburinn ) sem við megum nota á síðuna.

Einnig viljum við heyra í ykkur með hugmyndir umfleiri flokka sem við getum hugsanlega  keppt í á Klaustri.

Við erum í dag að vinna með eftirfarandi hugmyndir.
Single:Járnkallinn/Járnkonan.
Double: Orginal keppnin.
Trible: Fun race fyrir 3.
Plus 90: Þar sem samanlagður aldur keppenda er 90 ár eða meira.
Plus 135: Þar sem samanlagður aldur 3 keppenda er meiri en 135 ár.
Family: Feðgar eða 2 skyldmenni keppa.
Barnakeppni: Styttur hringur sem ekinn er að morgni keppnisdag fyrir yngri iðkendur.
Svo er spurning um Classics: Þar er verið að spá í hjól framleitt fyrir t.d. 1999 og það er einn hringur í brautinni fyrir sigurvegarann í þessari keppni.
Búningakeppni: Var alltaf til staðar..en hefur minnkað í vinsældum.

Endinlega koma með hugmyndir fyrir okkur til að vinna með.

Opnun fyrir Skráningu í Klaustur-Endurokeppnina 2013 er fyrirhuguð 1 Mars.

Væri gaman ef þið takið þátt í því með okkur að móta hugmyndir og framkvæmd keppninnar.

Skildu eftir svar