Fundargerð VÍK Febrúar 2013

Hér sjá félgasmenn hvað stjórn VÍK  er að vinna í þessa dagana.

Fundargerð

Stjórnarfundur VÍK

7. febrúar 2013 kl. 21 – 22.30

Klausturskeppnin 25. maí

Búið er að útvega spons á keppnina, sem fær í staðinn að merkja brúna og auglýsingar á hliðin inn á svæðið.

Vinnuferð verði farin í  apríl.

Merkja skiptiboxin með staurum og skiltum með auglýsingum, laga kafla sem hafa skemmst af ágangi Skaftár,

Unnið verður í því að fá eðalfólk með okkur í undirbúning fyrir og í keppninni.

Opnað verður fyrir Klaustursskráningu, dagsetning 1. mars kl. 20 ef allt gengur upp

Fyrstur kemur – fyrstur fær, áskiljum okkur rétt til að raða á fremstu tvær línur af öryggisástæðum s.s. fyrir óvana

Nýr vefur keppninnar opnaður á næstu vikum

Fjórhjólaleiga

Enn er á áætlun að skoða hjólin og meta hvort eigi að kaupa fjórhjól af leigunni, ekki  tekist að hitta á eiganda til að skoða.

Skemma

Ekki komin niðurstaða hvort hægt sé að fá efniviðinn.

Ískeppni á Rauðavatni 19. janúar flautuð af vegna þíðu

Vantar líf í sportið.

Rætt var  hvort hægt sé að finna stað fyrir vetrar-sand-keppni-skemmtun . Verður að vera í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Nefnd svæði: Þykkvibær ( ólíklegt að hægt sé að fá leyfi þar ) Þorlákshöfn ( ræða við klúbbinn þar ) önnur svæði?

 Hönnunarmál:

Klára Klaustursvef, klára nýtt logo fyrir Bolaöldur

Félags og brautagjöld 2013

Fjölgreiðslur pr. mán eða eingreiðsla bara félagsgjald.

Tímabilið mars 2013 til feb 2014

Kortafjölgreiðslukerfið er að verða klárt – kynnum greiðslurnar um leið og hægt er.

Bolaalda

Skoðum að breyta brautinni í júní og setja nýjan kafla upp á flatann við startið.

Setjum upp ný skilti inn á svæðið

Félagsstarf:

Kynningarfundur fyrir Klaustur og Næringar fyrirlestur skipulagðru í síðustu viku febrúar

Skyndihjálparnámskeið: í apríl/maí

 

 

5 hugrenningar um “Fundargerð VÍK Febrúar 2013”

 1. Flott starf há VÍK nú sem áður og áhugaverður punktur um að það vanti líf í sportið. Telur VÍK að keppni sem þessi sé nóg til þess að koma lífi í sportið? Vissulega er þetta góð hugmynd.

  Nú hef ég hjólað í nokkur ár mér til skemmtunar, en þegar ég byrjaði vorum við 4-5 hausar sem höfðum gaman af. Nú eru allir nema við 2 félagarnir hættir og er helsta ástæðan þess aðstöðuleysi og eins er ekkert framboð af nýlegum hjólum en það er kominn tími á endurnýjun. Þegar framboðið er ekkert þá gefast menn upp. Það eru ekki margir áhugamenn tilbúnir að greiða hátt í 2 milljónir fyrir svona leikfang.

  Ég man ekki til þess í sumar að það hafi verið fleiri en 3-4 bílar upp í bolöldu í þau skipti sem við mættum og þá flestir þeirra einhverjir kappar í motocross brautinni, slóðarnir voru alltaf auðir.

  Þannig að spurningin er, hefur VÍK og þá hugsanlega í samstarfi við umboðs og söluaðila rætt hvort aukið framboð aksturssvæða í kringum Reykjavík myndi endurvekja áhuga manna á sportinu og eins eru umboðin að íhuga einhverja innspýtingu á markaðinn? Ég tel að þetta þurfi að haldast í hendur til að vekja áhuga manna á nýjan leik, þ.e. meira framboð af svæðum til enduróaksturs og að umboðin kanni hvaða möguleikar eru í stöðunni t.d. með því að flytja inn 2-3 ára gömul hjól sem væru þá á viðráðanlegu verði fyrir flesta.

  Persónulega finnst mér sportið snúast um tiltekinn hóp iðkennda sem eru í þessu af fullri alvöru og allt í góðu með það, en það þarf að gera eitthvað fyrir áhugamanninn, þetta er svipað og ef það væri einn golfvöllur á höfuðborgarsvæðinu, efast um að það sport væri jafn vinsælt ef svo væri.

  En aftur frábært starf hjá VÍK

 2. Sæll Sam.

  Takk fyrir að gefa þér tíma til að leggja fram þínar skoðanir.

  Vissulega teljum við það að halda keppni að einhverju tagi hjálpi til við að koma lífi í sportið hjá þeim sem eru að hjóla almennt. Enda ef ekkert er gert þá gerist ekkert.

  Varðandi það að gera eitthvað til að auka hjólaeign. Veit ekki hvar við ættum að bregða niður fæti þar því miður. Hrunið, gengið, léleg króna, erfitt kerfi og allt það. Hrikalega leiðileg en því miður staðreynd. MSÍ hefur gert allt sem hægt er til að fá niðurfellingar á gjöldum fyrir keppnishjól. Það er barátta sem tollayfirvöld hafa ekki hug á að gefa eftir í. Of löng saga til að rekja hér. Gjöld af hjólum á hvítum númerum verða sennilega aldrei felld niður né lækkuð. ( Mín skoðun ) ég tel að umboðin reyni allt sem í þeirra valdi til að halda verðum á hjólum niðri enda ef ekki seljast hjól þá seljast ekki heldur varahlutir.

  Að bæta við aksturssvæðum sé ég engin sammerki við aukinn áhuga á sportinu. VÍK er með mjög gott slóða svæði en hjólamenn virðast ekki telja það nægilegt, amk nýta þeir það illa. Að geta hjólað út um allt er að sjálfsögðu ekki hægt enda eru ýsmir hagsmunahópar sem sjá allt til foráttu þegar um mótorhjól er að ræða. Flest ef ekki öll umboðin eru starfandi innan sportsins að einhverju leyti og eru þannig að vinna sportinu/ áhugamálinu eins vel og möguleiki er.
  Svo virðist það líka vera eitt að „áhugamenn“ telja að þeir þurfi ekki að vera inna klúbba til að hjóla þar sem þeir vilja. Ef áhugamennirnir eru ekki innan klúbba þá heyrast þeir lítið. Þeir aðilar sem koma að sjálfboðavinnu innan VÍK eru allir núverandi – fyrrverandi keppnismenn eða foreldrar þannig að það skýrir kannski keppnisáhuga okkar.
  Að flytja inn notuð hjól verður aldrei gert af umboðunum. Að vera með umboð setur ýmsar skyldur á þá aðila sem ekki heimilar innflutning. Og svo er það hitt ( sem ég hef prufað sjálfur ) að flytja inn notuð hjól er algjört happadrætti.
  Áhugamenn? hverjir eru það? Ég tel mig vera áhugmann, er ekki fyrrverandi keppandi á son innan sportsins og hef lagt mitt framlag á vogaskálarnar til að bæta aðstöðu og framgang sportsins/ áhugamálsins. Ég hef skemmt mér mjög vel í að hjóla í slóðakerfunum á Bolaöldusvæðunum. Tek þátt í skemmtikeppnum á vegum klúbbanna.
  Þannig tel ég mig sem áhugamann koma því á framfæri sem ég vill sjá í sportinu. Og borga félasgjöld sem eru BARA 5000 kr á ári.

  En endilega legðu fram hugmyndir um hvað hægt er að gera því að við innan VÍK tejum okkur vera að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda og bæta það áhugamál sem við erum að starfa í sem sjálboðaliðar.
  Ég skal lofa þér því að við grípum allar hugmyndir opnum örmum. En að fá ný svæði er eitthvað sem við teljum ekki til framdráttar sportsins amk ekki eins og staðan er í dag þegar hjólamenn nýta ekki það sem í boði er.

  Óli Gísla.
  Stjórnarmaður í VÍK. Og áhugamaður um að hjóla í hringi enda er ég bara á MX hjóli.

 3. Frábært, mikið að gerast sem er flott.

  Mín skoðun er sú að snúa við brautinni okkar við Bolöldu, í hina áttina er hún lang skemmtilegust, breyta henni lítið.

  Annað sem mætti skoða er að gera aðra braut fyrir ofan hina brautinna einsog rætt hefur verið síðustu 2 ár, úr þessu svæði að ofan kemur flott létt sandkend/moldarbraut með litlu grjóti, hægt að nota startkaflan fyrir báðar brautir. (Gæti verið verkefni sumarsins, hægt og rólega)

  Lítið mál er að rigga upp EnduroXBraut, með grjóti, timbri og svoleiðis bulli, þarf ekkert að vera xtreme erfið en svona þokkalega flott, tekur lítið pláss. Góður hópur manna væri ekki lengi að setja það í gang, það er til efni og lítið mál að fá meira efni held ég. Setja Gatla/Gugga sem formann í það verkefni 🙂

  Svo er spurning um að setja upp litla braut fyrir fjorhjól/fjorhjóla bílana nýju vinsælu (Polaris Razor) þetta er nýjasta æðið í ameríku og á öllum MX brautunum eru komnir litlir hringir fyrir svona tæki. Við erum með svæðið í þetta allt.

 4. Er eiginlega alveg sammála GK um Bolaöldu. Mér fannst hún skemmtilegri í hina áttina, þ.e. áður en henni var snúið við. Brautin eins og hún var í síðustu keppninni áður en henni var snúið var að mínu mati frábær útfærsla. Að búa til EnduroXbraut er mál sem ég er mjög hlyntur að setja á dagskrá

Skildu eftir svar