Greinasafn fyrir flokkinn: Events

The events calendar

1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Þá er það loksins orðið staðfest nokkrum dögum á eftir áætlun að 1. umferðin í enduro fer fram á draumasvæði margra – við Hellu. Náðst hefur samkomulag við Flugbjörgunarsveitina á Hellu og landeigandann um að halda keppnina 12. júlí nk. á þessu stórskemmtilega svæði.

Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu
Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu

Margir þekkja svæðið frá fyrri tíð en það bíður upp á frábæra möguleika á þrautum og glímu við brekkur, sand, kletta, vatn og margt fleira. VÍK leigir keppnissvæðið til afnota þennan eina dag og rennur gjaldið alfarið til Flugbjörgunarsveitarinnar sem á móti mun aðstoða okkur með gæslu á svæðinu.

Utan við þennan eina dag er svæðið þó lokað allri umferð mótorhjóla  – brot þýðir að leyfið verði afturkallað. Vinsamlegast virðið það!

Nú er bara að safna liði, búa til stemningu og taka þátt og gera þetta að næst flottustu keppni ársins (þe. á eftir Klaustri 🙂

Lesa áfram 1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Heyrst hefur …

… að stór tíðindi séu í vændum

… að keppnin 12. júlí verði á frábærum stað – ef allt gengur upp

… að nýtt keppnisfyrirkomulag verði í enduroinu í sumar

… að sumarið verði GFH

… að meira verði að frétta á sunnudagskvöldið

… vúhúúú!

Keppni hefst kl 12

Spennan fer vaxandi hér á Klaustri. Hér er smá gola og úði sem rykbindur brautina fyrir daginn, við munum kommenta hér inn stöðu efstu manna, bulli og myndum í dag. Við hvetjum líka keppendur og aðra til að kommenta hér í dag. Góða skemmtun

Íslandsmeistaramótinu í íscrossi aflýst

Vegna dræmrar þátttöku að þá hefur 1 & 2 umferð í Íslandsmeistaramótinu í íscrossi verið aflýst.  Einungis skráðu sig 8 keppendur og að gefnu samráði við staðarhaldara að þá var ákveðið að fella þetta einfaldlega niður.  Þeir sem höfðu skráð sig geta sótt um endurgreiðslu hjá MSÍ með að gefa upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer í netfangið: kg@ktm.is.  Framtíð íscrossins er nokkuð óráðin sem stendur og stór spurning hvert framhaldið verður með þetta sem keppnisform á vegum MSÍ.  Hér fyrir neðan má sjá tilkyningu frá MSÍ sem birtist á fésbókarsíðu þess.

MSÍ  Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands - Mozilla Firefox 12.3.2014 123837.bmp

ÁMINNING!! Aðalfundur VÍK verður haldinn 30. október nk.

Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 5, miðvikudaginn 30. október nk. kl. 20 í C-sal. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla stjórnar, yfirferð ársreiknings, kosning stjórnar og nefnda ofl.
Ný sjónarmið og skoðanir eru alltaf velkomin – þeir sem hafa áhuga á að koma að starfi félagsins eða taka sæti í stjórn geta sent póst á vik@motocross.is og fengið nánari upplýsingar.

Birt 16. Október 2013.

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman