1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Þá er það loksins orðið staðfest nokkrum dögum á eftir áætlun að 1. umferðin í enduro fer fram á draumasvæði margra – við Hellu. Náðst hefur samkomulag við Flugbjörgunarsveitina á Hellu og landeigandann um að halda keppnina 12. júlí nk. á þessu stórskemmtilega svæði.

Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu
Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu

Margir þekkja svæðið frá fyrri tíð en það bíður upp á frábæra möguleika á þrautum og glímu við brekkur, sand, kletta, vatn og margt fleira. VÍK leigir keppnissvæðið til afnota þennan eina dag og rennur gjaldið alfarið til Flugbjörgunarsveitarinnar sem á móti mun aðstoða okkur með gæslu á svæðinu.

Utan við þennan eina dag er svæðið þó lokað allri umferð mótorhjóla  – brot þýðir að leyfið verði afturkallað. Vinsamlegast virðið það!

Nú er bara að safna liði, búa til stemningu og taka þátt og gera þetta að næst flottustu keppni ársins (þe. á eftir Klaustri 🙂

Á næstunni verður farið í brautarlagningu og skoðun á möguleikum á svæðinu. Í samræmi við nýjar enduroreglur verður brautin í styttra lagi, áhorfendavæn og með 1-2 erfiðum hindrunum (og lengri hjáleiðum). Þetta verður bara gaman!

Hér eru nokkrar myndir af svæðinu fyrir þá sem ekki hafa komið þarna (eða muna ekki neitt 🙂

1012599_10204033021895540_5727363624618282919_n
Sandur og sandsteinsklettar með fullt af gripi
10435464_10204033027055669_3113700350693087549_n
Endurokrossdekk?

10373671_10204033027895690_2142382568555158535_n
Flott svæði!

Skildu eftir svar