Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Arftaki Klausturs fundinn

Reynir Jónsson á Klaustri 2005
Reynir Jónsson á Klaustri 2005

Stjórn VÍK hefur komist að samkomulagi við nýjan aðila um að halda Off-Road challenge í sumar. Brautarstæðið er á Suðurlandinu og er stórglæsileg og í anda Klausturskeppnanna sem haldnar voru í upphafi þessarar aldar. Að sögn formannsins er svæðið gríðarlega spennandi, steinlaust, hólar, hæðir, sandur og annað skemmtilegt.

Nánari upplýsingar verða kynntar fljótlega og skráning hefst hér á vefnum 1.mars á miðnætti.

Skráning hafin í 2.umferðina í Endurocrossi

Hér með er opið fyrir skráningu í aðra umferðina á þessum vetri í Endurocrossi. Óhætt er að segja að fyrsta umferðin hafi slegið hressilega í gegn og nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Keppnin verður í Reiðhöllinni Víðidal sunnudaginn 14.febrúar klukkan 14.

Að þessu sinni verður brautin aðeins viðráðanlegri en síðast, a.m.k. grjótkaflinn

Lesa áfram Skráning hafin í 2.umferðina í Endurocrossi

Le Touquet Beach Race.

141_0607_01_z+le_touquet_beach_race+beach_ridersUm komandi helgi er Le Touquet keppnin. Þessi keppni er sýnd beint á Motors TV á Sunnudag, útsending ætti að hefjast um kl 12.00 á ísl tíma.

Þessi keppni er almennt talin hrikalega erfið og oft er eitthvað um slys, enda er sandurinn þarna svakalega erfiður . Í fyrra var veðrið mjög slæmt og útsýni fyrir keppendur af skornum skammti. Úr því varð mikið kaós þegar keppendur urluðust á hausinn. Við þær aðstæður var mikið um alvarleg slys og aflýsa þurfti keppninni. Vonandi verður sama ekki upp á teningnum núna því að það er mikil skemmtun að horfa á þessa keppni. Keppendur urlast á hausinn á hreint ótrúlegan hátt og er skemmtun að horfa á meðan enginn meiðist. Lesa áfram Le Touquet Beach Race.

Athöfn fyrir Íslandsmeistara VÍK

Mánudaginn 8. febrúar kl. 16:45 mun Íþróttabandalag Reykjavíkur veita um 650 reykvískum íþróttamönnum frá 13 ára aldri viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu 2009. Hér er að neðan er listi íþróttamanna sem hér með eru boðnir á athöfnina sem fer fram í Ráðhúsinu.

Þess má geta að auk verðlaunagripanna þá verða dregin út útdráttarverðlaun Hér

Íslandsmeistarar: Lesa áfram Athöfn fyrir Íslandsmeistara VÍK

Númeraskiptatímabilið er núna

Samkvæmt reglum MSÍ er hægt að skipta um númer einu sinni á ári. Sá tími er núna, eða eins og stendur í tilkynningu frá MSÍ:

Keppendur sem kepptu árið 2009 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 4. – 6. febrúar. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma. Lesa áfram Númeraskiptatímabilið er núna

Video frá Mývatni