Vefmyndavél

Le Touquet Beach Race.

141_0607_01_z+le_touquet_beach_race+beach_ridersUm komandi helgi er Le Touquet keppnin. Þessi keppni er sýnd beint á Motors TV á Sunnudag, útsending ætti að hefjast um kl 12.00 á ísl tíma.

Þessi keppni er almennt talin hrikalega erfið og oft er eitthvað um slys, enda er sandurinn þarna svakalega erfiður . Í fyrra var veðrið mjög slæmt og útsýni fyrir keppendur af skornum skammti. Úr því varð mikið kaós þegar keppendur urluðust á hausinn. Við þær aðstæður var mikið um alvarleg slys og aflýsa þurfti keppninni. Vonandi verður sama ekki upp á teningnum núna því að það er mikil skemmtun að horfa á þessa keppni. Keppendur urlast á hausinn á hreint ótrúlegan hátt og er skemmtun að horfa á meðan enginn meiðist.

3308006006_d497abcc1b

Eftir að hafa séð þessa keppni varð til sú hugmynd að halda Langasandskeppnina.  Að sjálfsögðu hefur ekki verið hægt að halda þá keppni í sömu stærðargráðu og Le Touquet, en hún hefur amk verið í áttina að því.

HÉR má sjá nokkur videó frá keppninni

Comments are closed.