Ný dagssetning komin á Klausturskeppnina!


Nú þegar goslokum hefur verið lýst yfir í Grímsvötnum og eftir að staðan á brautarstæðinu hefur verið könnuð er komin ákvörðun um að halda keppnina um hvítasunnuhelgina, sunnudaginn 12. júní nk. Askan hefur að miklu leiti fokið í burtu og rigningin undanfarið daga hefur bundið hana verulega. Undirbúningur fyrir keppnina er því hafin að nýju og keppendur geta tekið gleði sína á ný.
Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins

33 hugrenningar um “Ný dagssetning komin á Klausturskeppnina!”

  1. Ef einhver kemmst ekki á þessari dagsetningu, þá er um að gera að aulýsa plássið laust. Það verða margir sem vilja komast að.

  2. Ég var þarna um helgina og hef kannski séð eitthvað annað en þeir sem tóku ákvörðunina!!! Það er hellingur af ösku enn þá í jarðveginum,hvernig fer þetta með hjól og mannskap þegar að þetta verður þurrt og spænist upp. Það er mjög vont að fá þetta í munn,augu og nasir.
    Mæli með að stjórnin skoði aðstæður betur 🙂

  3. Alltof stuttur fyrirvari, líklega margir búnir að plana hvítasunnuhelgina fyrir einhvað annað þar sem var búið að segja að hún myndi líklegast vera í sept

  4. Glæsilegt, nú setur maður allan undirbúning á fullt. Treysti stjórninni fullkomlega til að ákveða þetta, held að það væri alveg sama hvaða dagsettning yrði fyrir valinu það verða aldrei allir sáttir.

    Sjáumst hressir um aðra helgi.

  5. hvað varð um plan vík manna um að hafa klaustur í haust ?? varð ekkert úr því

  6. Ég er með 2-3 pláss laus á klaustur. vorum í 3 manna liði og komumst ekki þessa dagsetningu.

  7. Það er vonlaust fyrir landeigendur að hafa keppnina í haust. Annir í sveitum og landið fær engan tíma til að jafna sig.
    Við verðum að sýna andtyggilegum aðstæðum skilning.

  8. Sammála Sigurði.Það er mitt mat allvegana (Þó ég hafi ekki séð aðstæður) að þetta sé ekki að gera sig.EEEENNNNN þeir vita hvað þeir eru að gera þessir góðu menn okkar:) Bara hafa loftsíu fyrir hvern hring.þannig að í 2 mennig miða við 20 mín hringin ætti ekki að þurfa nema 9 síur á hjól sinnum 400 hjól shiiiiiii það er eins gott að nítró,púkinn,mx-sport og öll hin umboðin eigi til nóg af síum handa okkur sem á þeim þurfum að halda þarna.:) Píííííísssss 🙂

  9. finnst frekar ólíklegt að öll aska sé farin, það mun örugglega gjósa upp þegar yfir 200 hjól fara einn hring. Það er ekki beint spennandi að anda að sér þessu öskumökk þegar maður er lafmóður.
    En við treystum VÍK er Þaggi !

  10. Það er nú reynsla okkar héðan af Klaustri að lítið ryk er eftir 1 eða 2 hringi. Allur þessi fjöldi hjóla sér til þess. Ég er miklu hræddari við vindinn. En hann verður líka í haust og þetta er ekkert að fara.

  11. Brilliant !!! ekkert nema gleði 🙂 og þið sem þolið ekki smá ösku, verið heima hjá ykkur 😉

  12. Full stuttur fyrirvari það eru alveg dæmi um að hjólafólk eigi sér líf fyrir utan hjólið og hafi gert ráðstafanir 2 vikur fram í tíman sérstaklega þegar það var búið að gefa það út að keppnin ætti að vera í haust. En að sjálfsögðu eru þetta óvengjulegar aðstæður og engin ein rétt lausn en hefði ekki verið sniðugt að fá að kjósa um nokkrar dagsetningar. Þetta er vinsæl ferðahelgi og útskriftir þessa helgi. Vonandi skemmta þeir heppnu sér vel engu að síður. En þarf maður að finna kaupanda að plássinu sínu eða er endurgreiðsla í boði.

  13. Líklega erfið ákvörðun að taka en hlýtur að vera það besta fyrir VÍk og þessa stórkostlegu bændur sem láta ekkert stoppa sig. Áfram Klaustur!

  14. Sælir, þetta er langt frá því einföld ákvörðun hvorki að fresta né að setja keppnina á aftur. Þegar svona gerist þá verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis, því miður. Við sem erum að undirbúa keppnina, Kjartan og Hörður og þau á Ásgarði vildum gera allt til að halda keppnina sem fyrst. Hjá þeim á Ásgarði hefjast sumarstörf eftir miðjan júní og út september. Brautin þarf tíma til að jafna sig og gróa í sumar svo hún verði klár næsta vor. Að halda keppni af þessari stærðargráðu er að auki gríðarstórt verkefni sem fjöldi manns þarf að koma að. Þessi dagsetning hentaði flestum og því varð hún fyrir valinu. Nú þegar það er komið á hreint þá er bara málið að setja sig í keppnisgírinn og byrja að hlakka til.
    Kveðja, Hrafnkell formaður VÍK.

  15. Það verða aldrei allir sammála, en ég held að þessi dagsetning sé fín. Ég sé ekkert um að það sé talað um frestun fram á haust í tilkynningunni um sem var gefin út af VÍK og MSÍ. Sjá hér að neðan:

    Fréttatilkynning vegna Klaustur 2011
    Stjórn VÍK og MSÍ FRESTAR fyrirhugaðri Klausturskeppni 28. maí 2011.
    Ný dagsetning á keppninni verður ákveðin þegar náttúruöflin ákveða að sleppa takinu á landinu.
    Þessi ákvörðun er okkur þungbær en nauðsynleg.
    Hvetjum alla þá sem hafa pantaða gistingu til að afboða komu sína á svæðið.

    Stjórn VÍK og MSÍ

  16. Verður bikarmótið sem átti að vera í bolöldu 13júní blásið af eða kemur ný dagsettning á það líka?

  17. Ef breyting verður í liði, sem ætla má að verði nokkuð algengt í ljósi aðstæðna, þarf að tilkynna það sérstaklega fyrir keppni eða er nóg að gera það á keppnisdag? Og ef það þarf að gera það fyrir keppni hvert á þá að tilkynna það?

  18. mig langaði að athuga hvort það er einhver hérna sem vantar pláss í að keppa í tvímenningi á klaustri! vantar einhvern með mér.
    endilega hringja í 8936001 Beggi(pabbi viktors#84) !

  19. Er með tvö tveggja manna lið á lausu, annað kvenna.
    upplýsingar í síma 895-3322

  20. Þetta er góð helgi til að halda þessa keppni. Ég var þó búinn að skipuleggja annað og er því með tvö laus pláss, rásnúmer 69.
    Sími 8210808

Skildu eftir svar