Dagskrá og upplýsingar fyrir Klaustur

Pittur

Allir keppendur og áhorfendur á Klaustri fá glæsilegan prentaðan bækling á keppninni. Hér eru nokkur atriði úr bæklingnum og svo er hægt að hlaða niður bæklingnum í heild sinni Hér.
Keppendur eru auðvitað minntir á að lesa vel keppnisreglurnar.

Dagskrá:

Laugardagur 11.júní

 • Skráning og skoðun 14.00-18.00 við veitingastaðinn Systrakaffi á klaustri.

Sunnudagur 12.júní

 • Skoðun ungl. og kvennakeppni 08.45-09.15
 • Skráning og skoðun – loka séns 09.00-10.30
 • Röðun á startlínu ungl. og kv. 09.00-09.25
 • Unglinga- og kvennakeppni 09.30-10.15
 • Verðlaunaafh.unglinga- og kvennak. 10.30
 • Uppröðun á startlínu 11.00-11.45
 • Ræsing aðalkeppni 12.00
 • Keppni lýkur 18.00
 • Verðlaunaafhending 19.00

Brautin

 

15 hugrenningar um “Dagskrá og upplýsingar fyrir Klaustur”

 1. Ég talaði í dag við félaga minn sem er að smíða á klaustri og var að spyrjast fyrir um ösku. Hann mældi með gleraugum því það er allt þurrt og fýkur mikið. Eftir þetta ákvað ég að sleppa því að gista í tjaldvagninum mínum vegna ösku og hvað þá að hafa 3mán dóttur mína með.Erum a mörkunum að fara vegna lungna okkar og hvað þá að hætta hjólunum í þetta sementsryk eins og þessu hefur oft verið líkt við.Hugmyndin er eins og er að fara snemma á sunnudaginn,en ef að það rignir lítið sem ekkert þá sleppum við að mæta sem okkur finnst ÖMURLEGT vegna þess að þetta er skemmtilegasta keppni ársinns og mesta gamanið í kringum hana fyrir alla, bæði keppendur og þá sem þeim fylgja.Þetta er alltof snemmt eftir svona eldgos vegna ösku, eins sá ég í morgunblaðinu fyrr í vikunni að fólk sá rétt um 100m fram fyrir sig vegna öskufoks. Stefnir allt í það að við hættum við. Þó að það rigni einn eða tvo daga þá hefur það enginn áhrif þegar yfir 300 hjól fara að spóla í þessu.

  Veit að þetta er væl en þetta er sannleikurinn

 2. er enginn séns að fá skoðun í bænum á föstudag eða laugardag fyrir þá sem ætla að keyra uppeftir á sunnudag

 3. Erum skráðir í 3menning, einn okkar var að slasa sig.
  Einhver sem veit hvað er hægt að gera í stöðunni,
  breyta í 2menning ? (og ræsa aftast 🙁 ??)
  keyra 2 í 3 menning ?
  Eða þarf mar að finna 3 aðilann með sér.

 4. Ég var að heyra í mönnum í gærkvöldi sem eru á Klaustri. Þar er töluvert öskufok og fólk er farið að flýja svæðið! Menn telja það ekki góða ákvörðun að halda keppnina við þessar aðstæður og hætta á úrbrædd hjól, skemmda framdempara og öskufull lungu. Ef keppnin verður haldin þá þurfa menn væntanlega að skipta um loftsíur á hverjum hring og keppa með grímu til að fá ekki öskuna niður í lungun. Það má svo gera ráð fyrir að tjöld og fellihýsi munu fyllast af öskuryki og því ekki tilefni til langrar útilegu um helgina á svæðinu. Mönnum finnst það því mjög furðulegt að menn ætli virkilega að halda keppnina við þessar aðstæður og telja að þetta snúist frekar um keppnisgjöldin en heilbrigða skynsemi. Margir af mínum félögum hafa ákveðið að taka ekki þátt í þessari vitleysu og það ætla ég líka að gera!

 5. Vá hvað menn eru fljótir að ákveða hvað þetta verður ömurlegt.
  Eru þessi hjól ekki gerð fyrir ryk, sand, drullu, vatn og svo framvegis.
  Spáin er nokkuð góð, smá rigning á laugardag og smá skúrir á sunnudag.
  Þetta hljómar allt nokkuð vel í mín eyru 🙂

  Hugsa jákvætt og þá gerast jákvæðir hlutir 🙂

  Kv
  Haukurinn #10

 6. Sælir, ég var að ræða við Hörð í Ásgarði og þar rigndi í nótt en sem stendur er þurrt. Spáin hefur boðað rigningu fyrir gærdaginn og fram á sunnudag en er að draga úr henni núna. Þeir á Ásgarði eru því byrjaðir að keyra vatn með haugsugu í brautina og leita fleiri ráða til að minnka rykið. En það án efa ryk einhvers staðar en svo ég kvóti í heimamanninn „þetta ryk er ekkert öðruvísi en hitt rykið sem hefur verið á sandinum í gegnum árin, það kom líka í eldgosi bara lengra síðan!“. Hugsum því bara jákvætt eins og Haukurinn – við gerum allt sem við getum til að láta þetta dæmi ganga upp.
  Kveðja, Keli formaður VÍK

 7. það er auðvitað aska í túnum og melum og allir verða ösku gráir á milli tánna því get ég lofað . En hvað varðar að fólk sé að fara af svæðinu er ekki rétt. Hérna á Klaustri gengur lífið sinn vana gang . Auðvitað var gær og fyrradag mjög slæmir hvað varðar svifrik ekkert sem drepur neinn ,en dagurinn í dag er bjrtur, ragt loft eftir rigninguna í nótt og miðað við spánna þá lofar þetta góðu.

  Kv HH

 8. Grenj og væl er nýja Ísland. Þetta verður bara gaman, sérstaklega með vælukjóa víðs fjarri.

  Eigi skal í bænum beila.

  Kv. Góli

 9. Það hefur nú oft verið ryk í Álfsnesinu, loftsíunni hjá mér er alveg sama hvort það sé moldryk eða öskuryk sem hún stoppar, en ég ætla að setja hettu yfir hana til að hjálpa henni. Sjáumst á Klaustri 🙂

 10. ég hlakka geðveikt til… þetta verður bara gaman 🙂 segi eins og Haukurinn „hugsum jákvætt og þá gerast jákvæðir hlutir“

 11. Heyrði ég ekki sagt á fundinum hjá IH að skoðað yrði til kl. 20:00 á Systrakaffi 🙂

 12. jú Keli sagði það allavega… þeir verða örugglega þarna eitthvað frameftir kvöldi 🙂

Skildu eftir svar