Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Bolaalda 1. Apríl

Mynd tekin í Bolaöldubraut í dag. Brautin er ekki tilbúin til notkunar og því síður eru enduro slóðarnir nothæfir.

Vonandi verður hægt að fara með jarðýtu í MX brautina eftir ca 1/2 mánuð.

Slóðakerfið er LOKAÐ þangað til annað verður auglýst. Vinsamlegast virðið það.

Frakkar á Vatnajökli

Hjörtur Líklegur gróf upp flotta heimildarmynd og birti á Fésinu sínu í gær. Myndin er frá leiðangri nokkurra Frakka sem segjast vera fyrstir til að fara á mótorhjólum á Bárðarbungu á Vatnajökli. Myndin er frá þeim tímum þegar orð eins og utanvegaakstur og hjálmur voru ekki í almennum orðaforða, líklega á fyrri hluta áttunda áratugarins.


Fyrir hvern er þetta gert?

Mynd: Halldór Magnússon
Frá Klaustri 2010

Vélhjólaíþróttaklúbburinn verður 34 ára á þessu ári. Í gegnum árin hafa margir lagt hönd á plóginn við uppbygginguna. Ekki bara þeir sem setið hafa í stjórn til hvers tíma, heldur ekki síður fjöldi annarra hjálparkokka, sem hafa verið tilbúnir að stökkva til þegar t.d. þarf að halda keppnir. Heldur færri mæta svo sem, þegar taka á til á klúbbsvæðinu, en sem betur fer þá hefur verið hægt að treysta á ákveðna aðila sem á óeigingjarnan hátt leggja bæði tíma og jafnvel eigið fé til uppbyggingar á félagsstarfinu. Við sjáum öll merki þessa í Bolaöldu, þar sem sprottið hefur upp hreint mögnuð aðstaða á bara fimm árum.
Næst á dagskrá hjá VÍK er hin árlega Klausturskeppni. Það er engin venjuleg keppni og margir hlakka til þess að geta brunað um á ný-preppuðu hjólinu sínu um þessa frábæru braut, sem þar er í boði. Vel heppnuð keppni og upplífgandi undirbúningsvinna í góðum hópi er einmitt það sem fær fólk til að mæta og leggja sitt að mörkum til félagsstarfsins. Enginn fer fram á borgun því í huga flestra er um sjálfsagt framlag til eigin skemmtunar að ræða. Allir gera sér grein fyrir þessu. Áhugamannafélag eins og VÍK byggir sinn framgang fyrst og fremst á vinnuframlagi félagsmanna og áhuga þeirra fyrir að búa til sína eigin skemmtun. Allir átta sig á því.
Eða hvað? Eru kannski ekki allir með þetta á hreinu?

Lesa áfram Fyrir hvern er þetta gert?

Klausturshringurinn 2012

Svona verður hringurinn í ár! 14,5 kílómetrar

Klaustur 2012, smellið á mynd fyrir stóra útgáfu

Skráning í Klaustur 2012

Nú styttist í að opnað verður fyrir skráningu í Klausturskeppnina – Transatlantic Offroad Challenge 2012.
Eins og frægt er orðið þá fór allt í handaskolum hjá okkur í þessum málum í fyrra, en nú vonumst við eftir betra gengi.
Eins og um var rætt þá munu þeir sem voru skráðir í fyrra, ganga fyrir varðandi þáttöku í ár.
Nafnalistinn sem gildir er listinn eins og hann leit út þann 12.06.2011 og verður hann settur fram hér á vefnum.
Keppendur sem eru á þeim lista, fá tvær vikur til þess að forskrá sig í keppnina í vor (opnun á það auglýst síðar).
Þegar þeim skráningartíma lýkur, verður opnað á skráningu í þau sæti sem eftir standa. Þá mun gilda fyrstur kemur, fyrstur fær.
Gjaldið í keppnina í ár er kr. 13.000 en þeir sem nýta sér forskráninguna (þ.e. þeir sem eru á listanum frá í fyrra) þurfa aðeins að greiða kr. 10.000. Við þetta tilefni er gott að benda á að megnið af kostnaði við keppnishaldið féll á keppnina þó hún hafi ekki farið fram. Áætlaður „sparnaður“ var ca 2500 kr. og greiða „2011 keppendur“ 3000 kr. lægra keppnisgjald í ár.

Nánari upplýsingar, tímasetningar og reglur varðandi þetta verða settar hér á vefinn á næstu dögum.

Kveðja, keppnisstjórn Transatlantic Offroad Challenge 2012

Keppnisdagatal 2012

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2012.
Helsta breytingin frá fyrra ári er sú að nú eru 6 keppnir í Íslandsmótinu í motocrossi þar sem aðeins 5 bestu gilda hjá hverjum keppanda. Svipaða sögu er að segja um Íslandsmótið í Enduro þar sem nú eru 4 keppnir og 3 bestu gilda.
Klaustur keppnin verður haldin 27.maí er nánari frétta að vænta frá henni innan fárra daga.

KEPPNISDAGATAL MSÍ 2012
Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
MX 5. Maí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
Enduro/CC 12. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 27. Maí. Off-Road 6 tímar Klaustur VÍK / MSÍ
MX 2. Júní. Íslandsmót Ólafsfjörður
Enduro/CC 16. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 7. Júlí. Íslandsmót Akranes VIFA
MX 21. Júlí. Íslandsmót Selfoss
Enduro/CC 28. Júlí. Íslandsmót Egilsstaðir START
MX 4. Ágúst. Unglingamót Selfoss UMFÍ / MSÍ / MÁ
MX 11. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 25. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 8. Sept. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
Enduro 24. – 29. Sept. Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Þýskalnd
MX 29. & 30. Sept. Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Belgía
Árshátíð 10. Nóvember. Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Nánari dagatal, með sandspyrnum og fleira, má finna á vef MSÍ.