Vefmyndavél

Dakar 2014 eftir 8 daga

Nú eru einungis 8 dagar í að Dakar rallið hefjist.

Verður án efa gaman að fylgjast með því eins og áður. Ætla ég að reyna eftir fremsta megni að fjalla um það og setja inn fréttir eftir hvern dag.

Einhverjar breytingar hafa orðið liðum og má líklega fullyrða að sú stæðsta hafi verið þegar fimmfaldi sigurvegarinn Cyril Despres fór frá KTM yfir til Yamaha og hefur Yamaha YZ450F rally hjólið nánast verið endurbyggt og verður því skemmtilegt að fylgjast með hvernig honum vegnar í nýju liði á nýju hjóli.

Sagði hann við þessa breytingu “ég hefði getað valið öruggu leiðina og haldið áfram hjá KTM en mér fannst ég verða að fara í hálfgerð sálarleit. Ég fór í heimsókn til Yamaha og sá þá myndir úr mörgum Dakarkeppnum og varð fyrir áhrifum af Jean-Claude Oliver og Stéphane Peterhansel en þeir unnu marga Dakar sigra. Það sem liggur hjá mér núna er hvort ég sé fær um að skipta um lið, hjól og samt vinna rallið en það á eftir að koma í ljós”. Eru Yamaha menn að vonum ánægðir að fá hann í lið með sér og eygja nú sigur í Dakar en áður en KTM fór að einoka sigur í Dakar var Yamaha nánast ósigrandi. Frakkinn Michael Metge(18 sæti 2013) mun verða honum til halds og traust eða svokallaður “vatnsberi”.

Lesa meira af Dakar 2014 eftir 8 daga

Dakar rallið 2014 fer að hefjast

Það styttist í startið á Dakar 2014

“Færið þeim sem geta ekki verið hér drauminn” þetta voru orð Thierry Sabina stofnanda Dakar rallsins og átti hann þá við að það væri nauðsynlegt að taka sem mest af myndum til þess að sýna þeim sem ekki gátu tekið þátt í þessu ótrúlega ævintýri sem Dakar rallið er.

Þess hefur svo allar götur verið gætt að leyfa þeim sem ekki geta verið þarna færi á að fylgjast með rallinu, því hefur reyndar ekki verið mikið sinnt hér á klakanum hjá okkur en ég hef reynt að skrifa eitthvað um það og mun ég reyna það einnig nú.

Til þess að gera sér smá grein fyrir umfangi Dakar rallsins þá eru hér smá tölulegar upplýsingar um sjónvarpsgengið en árið 2013 voru sendar myndir til 190 landa og áætlað að um 1 milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi getað horft á þetta og er reiknað með að þeim fjölgi mikið árið 2014.

Lesa meira af Dakar rallið 2014 fer að hefjast

Kvikmyndasýning um Dakar rallið

stories from the Dakar rallyHið árlega Kvikmyndakvöld Slóðavina verður næstkomandi miðvikudagskvöld í Bíó Paradís, sal 2 við Hverfisgötu 54.

Miðasala hefst á staðnum klukkan 19:30 en myndin hefst kl.20:00. Miðaverð er 1200.kr og er veitingarsala á staðnum.

Sýnd verður myndin „Stories from the Dakar Rally“ en í myndinni er farið yfir 30 ára sögu keppninnar meðan hún var í haldin í Afríku, sýndar myndir og viðtöl frá upphafsárunum ásamt eftirminnilegustu atburðum frá hverri keppni.

Lesa meira af Kvikmyndasýning um Dakar rallið

Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur

Cyril – Faria

En á ný hafði veðrið áhrif á Dakar rallið en þegar starta átti hjólaflokki var svo lágskýjað að eftirlitsþyrlurnar fengu ekki að fara á loft, talað um að skýinn héngu í um 200 metra hæð og það er of lágt fyrir þær og meðan þær fljúga ekki þá er engum hleypt af stað. Svo þessi síðasti keppnisdagurinn byrjaði hálfbrösulega, byrjað var á að fresta startinu í 1 klukkustund, svo aftur í 30mín áður en þeim var hleypt af stað. Leið þessa síðast dags var 625km löng ag þar af 346km á sérleið sem lá yfir margar ár sem gætu orðin erfiðar ef það myndi halda áfram að rigna.

En það var sigurvegari gærdagsins, heimamaðurinn Francisco Lopez(KTM) sem fór fyrstur inná sérleið dagsins klukkan 09:15 að staðartíma. Við fyrsta eftirlitspunkt sem er 41km inná leiðinni var Francisco Lopez(KTM) með forustu en hann var ekki að stinga neinn af því innan við mín á eftir honum voru þeir Joan Barreda Bort(Hurnasqva), Juan Pedrero Garcia(KTM), Hélder Rodrigues(Honda) og Cyril Despres(KTM), en það voru fleiri á fullri ferð því þegar Ruben Faria(KTM) kom á þennan eftirlitspunkt reyndist hann vera 25sek á eftir og tók þá 2 sæti en það stóð ekki lengi því Frans Verhoeven(Yamaha) var líka á fleygiferð og kom 19sek á eftir fyrsta manni svo það var nokkuð ljóst að það yrði mikil barátta í dag.

Lesa meira af Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur

Dakar 2013 – dagur 13 – heimamaðurinn Lopez vinnur sérleið dagsins

Lopez

Heimamaðurinn Francisco Lopez(KTM)hefur verið á fljúgandi ferð síðustu daga og vann sinn 4 sérleiðasigur í dag við góðar undirtektir samlanda sinna. Þetta er næstsíðasti keppnisdagur rallsins og síðsti með langri sérleið. Heildarleið rallsins í dag var 735km og þar af 380km á tvískiptri sérleið, fyrri hlutinn mjög krefjandi á ökutæki og keppendur þar sem mikið reyndi á leiðarbók og rötun ásamt soldið grófri leið. Seinni hlutinn var í gegnum restina af Atacama eyðimörkina með sínum risastóru sandöldum, djúpum sandpyttum og lausum sandi ásamt því hvað það getur verið auðvelt að tapa áttum í þessari sandauðn.

Lesa meira af Dakar 2013 – dagur 13 – heimamaðurinn Lopez vinnur sérleið dagsins

Dakar 2013 – dagur 12 – Frans Verhoeven vann óvænt

Verhoeven

Dagur 12 var ansi strembin, bæði fyrir keppnistækin og keppendur. Heildarleiðn var 713km og þar af 319km á sérleið. leiðin lá fyrst um fjallendi Andesfjallana þar sem keppendur fóru alveg uppí 4500m hæð og þunna loftið hefur mikil áhrif á gang hjólana, kraftleysi og ógangur í þeim en það lagast svo þegar neðar dregur, seinni hluti leiðar dagsin var svo í klassískum sandi og sandöldum. Keppendur fór mjög snemma af stað þar sem þessi leið er frekar seinfarin og var jafnvel reiknað með að síðustu keppendur væru ekki að skila sér í mark fyrr en seint um nóttina og jafnvel ekki fyrr en í fyrramálið.

Lesa meira af Dakar 2013 – dagur 12 – Frans Verhoeven vann óvænt

Síða 3 af 1512345...Síðasta »