Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

Tilkynning frá KTM Austria

KTM Rally ökumaðurinn Richar Sainct frá Frakklandi lést í dag eftir að hafa mist stjórn á KTM 660 Rally hjóli sínu í Rallye des Phararons.
Richard Sainct vann Dakar Rally 3 sinnum.

Paris Dakar

Paris Dakar,
11.01.04 / Hjörtur Jónsson

Nú þegar 9 leiðum er lokið ag Dakar rallinu og 10. og 11. leiðum hefur verið aflýst vegna hættu á ræningjum og ekki neinar keppnis fréttir að fá næstu tvo daga ætla ég að hella smávegis úr viskubrunni mínum og miðla til þeirra sem vilja lesa.

Fyrsta keppnin fór fram í janúar 1979 og voru engin sérútbúin mótorhjól í keppninni. Þessi keppni var svo frumstæð að tímatökumennirnir fóru um það bil tveim tímum á undan fyrsta manni af stað inn í eiðimörkina með klukkurnar og þegar fyrsti keppandinn náði þeim skelltu þeir upp endamarki þar sem þeir voru ef þeir náðu ekki á þann stað sem þeir áttu að fara á samkvæmt upphaflegu plani. Fyrstu keppnina vann Frakkinn C. Neveu á Yamaha XT 550. Aðeins 8 mótorhjólamenn hafa unnið keppnina á hjóli. Oftast hefur Frakkinn Stephane Peterhansel unnið keppnina 6 sinnum, en hann er fyrstur í dag á bíl með rúmlega klukkutíma forskot. C. Neveu hefur unnið 5 sinnum og E. Orioli hefur unnið 4 sinnum, en hann datt út úr keppninni fyrir nokkrum dögum á bílnum sem hann ók.

Sú mótorhjólategund sem oftast hefur unnið er Yamaha með 9 sigra, BMW og Honda er með 5 sigra hvor tegund, KTM er með 4 sigra og Gagiva með 2 sigra.

Það er magnað hversu margir fyrrverandi hjólamenn eru að keppa á bílum í ár og á meðal efstu 8 eru þrír fyrrum hjólarar úr París Dakar. Þetta eru Peterhansel sem er fyrstur, Mayer í 6 og Magnaldi í 8. sæti, en þegar keppnin hófst voru þeir mun fleiri.

Upphafsmaðurinn og hugmyndafræðingurinn af þessari keppni var Frakkinn Thierry Sabine, en hugmyndina fékk hann 1977 þegar hann villtist á mótorhjólinu sínu í Líbönsku eiðimörkinni þegar hann var að taka þátt í rallý þar. Sabine fórst í þyrluslisi 14. janúar þegar hann var að stjórna 8. Paris Dakar rallinu. Hans einkunnar orð um Paris Dakar voru “ Paris Dakar er áskorun fyrir þá sem taka þátt og draumur þeirra sem ekki taka þátt“.

Dakarinn

Kannski man einhver eftir herra Lundmark, sem keppti á Klaustri síðasta ár.  Lundmark er komin á fullt í Afríku.  Er í 13.sæti tæpum 16 mínútum á eftir Esteve Pujol.  Lundmark er sá sem er efstur ef frá eru taldir atvinnumennirnir.  Á pgdakar.com  getið þið fylgst með keppninni dag frá degi og fræðst um ýmislegt sem kemur að slíkri keppni, kostnaður, æfingar o.fl.  Einnig ber að nefna að sýnt er frá keppninni á Eurosport á hverju kvöldi, 21.30 og aftur 00.00.  Góða skemtunn.   sveinn@enduro.

Nánar um Dakar

Dakar rallið er nú í fullum gangi og er hægt að fylgjast með gangi mála á Eurosport á hverju kvöldi kl: 21:30. 155 hjól hófu keppni og er aðeins ein verksmiðja með keppnislið og það 2. Team KTM Gauloises og Team KTM Telefonica. Nokkrir gamalreyndir hjólakallar eru á bílum og má þar nefna Stephan Peterhansel á MMC Pajero en hann leiðir keppnina í bílaflokki. Hér fylgja svo nokkrar staðreyndir um keppnina, en einnig er hægt að fylgjast með á www.dakar.com og www.ktm.at
Lesa áfram Nánar um Dakar

Dakar

Menn mega ekki gleyma því að um hver áramót fer fram eitt frægasta rallý heimsins, Dakar.  Sýnt er frá þessu á Eurosport eldsnemma á hverjum morgni og síðan endursýnt yfir daginn.  Menn eru hvattir til að kynna sér dagskrá eurosport og fylgjast með þessu.  Hver veit nema einhver eitilharður íslendingur tekur sig til eitthvert árið og sýnir þeim hvernig á að gera þetta.

Dakar 2002

KTM Austurríki mun senda 12 ökumenn í 4 liðum til keppni í erfiðustu
mótorhjólakeppni sem til er,  PARIS – DAKAR sem hefst um áramótin. Hér á eftir fylgir fréttatilkynning ásamt tæknilegum upplýsingum um KTM 660 Rally og KTM 950 Rally hjólin.