Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Nokkrir klukkutímar

Nú eru bara nokkrir klukkutímar í aðra umferð í Íslandsmótinu í Íscrossi og spáir þessu líka fína veðri (eins og alltaf), en spáin hljóðar uppá hálfskýjað með SV 1m/s og -3°C.

Keppendur eru beðnir að kynna sér vel reglur um útbúnað bæði ökumanna og sérstaklega varðandi dekkjabúnað á www.msisport.is en við verðum með skíðmálið á lofti og mælum lengd nagla / gadda í dekkjum keppenda af okkur þykir ástæða til. Samkvæmt tilkynningu frá MSÍ þann 9/2 mega naglar í vetrardekkjaflokki ekki standa lengra útúr dekki en 8 mm og í opnum flokki 15 mm. Einnig bendi ég keppendum á að kynna sér dagskrá keppninnar á vef MSÍ.

Það verður hörku keppni hér á laugardag og enginn svikinn af bíltúr í Mývatnssveitina !

P.S. Keppendur munið að taka sundfötin með því allir keppendur fá frítt í Jarðböðin að keppni lokinni.

Stefán Gunnarsson

Jonni.is var á Mývatni

Auðvitað var Jonni.is á Mývatni um helgina, enda á hann heima þar! En hann tók eitthvað af ljósmyndum sem má finna hér og svo þetta video líka. Njótið.


Akstur á Hvaleyrarvatni bannaður

akstur_bannadur.gifVefnum hefur borist bréf frá lögreglunni í Hafnarfirði:

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í mars 2008 var ákveðið að draga til baka heimild til ísaksturs á vatninu sem gefið var út árið 2001. Þannig er ljóst að akstur á ísilögðu vatninu er óheimill samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar. Umhverfi vatnsins er útivistarsvæði og við erum með nokkrar kvartanir yfir hávaða frá hjólum þarna á vatninum nú um sl. helgi. Lögreglan fór að vatninu í gær og ræddi við nokkra mótorhjólamenn sem voru við akstur á ísnum og sögðust vera félagsmenn í Vík.

Ég óska eindregið eftir að þú komir þessari ábendinu til ykkar félagsmanna þannig að menn séu meðvitaðir um bannið og ekki síður að menn virði það bann sem þarna gildir. Ég hef hvatt Hafnarfjarðarbæ til að setja upp merkingar við vatnið þannig að það fari ekki framhjá mönnum um að akstur sem þessi sé óheimill.

kveðja,

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri

Svæðisstöð II. Flatahrauni 11 Hafnarfirði.

sími 444-1141 – 843-1141.

Ítalíuferð í máli og myndum

Kári Jónsson fór fyrir stuttu síðan og keppti í endúrokeppni á Ítalíu og sendi faðir hans Jón Hafsteinn Magnússon JHMsport þessa grein.

Um kvöldið þegar við komum út sótti okkur á flugvöllinn Enduro liðstjóri TM Racing Tullio Provini.Tullio Provini er þekktur ökumaður og síðari ár sem liðstjóri og mekki. Tullio býr í Bologna og hefur þar aðstöðu fyrir keppnishjólin.
Á sunnudeginum fórum við að prófa græjuna, það var gert á krossbraut í nágrenninu. Æfingin tókst vel og Kári ánægður með hjólið svo var farið heim og hjólið þrifið og sjænað. Þá var farið að ræða fyrirkomulag keppninnar og kom í ljós að hún var að styrkleika eins og umferð í Heimsmeistara mótinu enda margir Ítalir á toppnum þar. Lesa áfram Ítalíuferð í máli og myndum

Morgunblaðið í utanvegaakstri

Gunnar Bjarnason, meðlimur í Umhverfisnefnd MSÍ, sendi fyrirspurn á ritstjórn Morgunblaðsins fyrir tveimur vikum en hefur engin svör fengið. Ljóst þykir að Morgunblaðið sér ekki ástæðu til að svara þessari gagnrýni. Fyrirspurnin var gerð í kjölfar á frétt sem birtist á mbl.is um þann 31.október síðastliðinn þar sem Dagur Gunnarsson blaðamaður Morgunblaðsins tekur þátt í „opnu fjölmiðlamóti í akstursleikni og almennri hugarleikfimi“ og sýnir augljósan utanvegaakstur í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Hér má sjá bréfið í heild sem sent var á ritstjórnina og fréttina sjálfa. Lesa áfram Morgunblaðið í utanvegaakstri