Vefmyndavél

Skýrsla frá keppnisstjóra miðnæturkeppninnar

Karl Gunnlaugsson var keppnisstjóri á Transatlantic Off-Road Challange um síðustu helgi og hefur sent vefnum bréf. En eins menn vita var keppnin stytt úr áður auglýstum 6 tímum og rekur Karl hér ástæðu þess.

Skýrsla keppnisstjóra „Mid-Night Off-Road Challenge“

Laugardaginn 20. júní fór fram 8. 6 tima Off-Road Challenge keppnin í Bolaöldu á akstursíþróttasvæði VÍK. Um 200 keppendur voru skráðir til leiks og hófst keppnin kl: 18:01 eins og til stóð.
Þetta árið voru
Lesa meira af Skýrsla frá keppnisstjóra miðnæturkeppninnar

Átak Snigla gegn skellinöðruslysum

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, hafa ákveðið að blása til sérstaks forvarnardags með skellinöðrukrökkum á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að samkvæmt nýútkominni slysaskýrslu hjúkrunarfræðinemanna Kristrúnar Guðmundsdóttir og Ragnheiðar Erlu Eiríksdóttir eru mótorhjólaslys algengust á skellinöðrukrökkum. Algengasti aldur ökumanna í mótorhjólaslysum er 15 ára en þar urðu 5,8% slysa á árunum 2003-2007. Fyrir 16 ára aldurinn var hlutfallið svipað eða 5,5% á sama árabili.

Lesa meira af Átak Snigla gegn skellinöðruslysum

Gamla hjólið hans Steve McQueen selst á góðan pening

 

Triumph Bonneville Desert Sled sem Steve McQueen átti

Triumph Bonneville Desert Sled sem Steve McQueen átti

Í vikunni voru tveir af gripum Steve McQueen seldir á góðan pening á uppboði í Kaliforníu. Alþjóðlega keppnisskírteinið hans var selt á rúmar 5 milljónir íslenskar og gamla hjólið hans var selt á um 11 milljónir.

Steve McQueen er líklega mesti töffari sögunnar, allavega mesti motocross töffari sögunnar. Hann var alvöru Kaliforníu gaur sem keppti um hverja helgi. Hann þurfti að keppa undir dulnefni þar sem samningar hans sem mesta kvikmyndastjarna síns tíma voru allir með klausu um að hann mætti ekki snerta mótorhjól. Lesa meira af Gamla hjólið hans Steve McQueen selst á góðan pening

Eru mannslífin meira virði í sveitinni en á höfuðborgarsvæðinu.

img_5387VÍK hefur á undanförnum árum byggt upp glæsilegt útivistarsvæði í Bolöldu. Hafa menn lagt á sig mikla sjálfboða vinnu og uppskorið þetta glæsilega svæði.
Ég sem áhorfandi undanfarin ár hef haft áhyggjur af mikilli umferð hjólamanna, sleðamanna og annara útivistarmanna yfir þjóðvegin gegnt Litlu Kaffistofunni.
Umferðin á þjóðvegi 1 þar sem hámarkshraði er 90 km. Þarna fer fólk yfir veginn til að sækja bensín, miða í brautina og eða til að komast í kræsingarnar hjá Stebba.

Lesa meira af Eru mannslífin meira virði í sveitinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Videosamkeppni í Hrolli

Videovefsíðan Hrollur stendur fyrir samkeppni um besta vetrar videoið.
Einu skilyrðin eru að það sé íslenskt og tekið upp í vetrarumhverfi, þ.e snjó eða ís.
Svo verður netkostning um besta myndbandið í lok apríl. Stuttar, langar, með eða án tónlistar skiptir engu máli tökum á móti öllum og látum netið.
Flott verðlaun eru í boði.
Smellið á www.hrollur.is og sendið inn skemmtilega klippur.

NZ 2 Iceland

Enduro.is náði tali af Ingólfi Kolbeinssyni á Nýja Sjálandi. En Ingólfur hefur verið þar í námi undan farin ár.
Hann, ásamt Viggó Má Jensen, ætla að fara löngu leiðina heim til Íslands, á mótorhjólum!

Hvernig kom þessi hugmynd upp?
Mig langaði að ferðast eitthvað á leiðinni heim, en ég hef verið búsettur
í Nýja Sjálandi, og var á tímabili að spá í Síberíu hraðlestina. En
fljótlega sá ég að auðvitað væri best að fara svipaða leið en bara á
mótorhjóli. Lesa meira af NZ 2 Iceland

Síða 5 af 27« Fyrsta...34567...20...Síðasta »