Vefmyndavél

Morgunblaðið í utanvegaakstri

Gunnar Bjarnason, meðlimur í Umhverfisnefnd MSÍ, sendi fyrirspurn á ritstjórn Morgunblaðsins fyrir tveimur vikum en hefur engin svör fengið. Ljóst þykir að Morgunblaðið sér ekki ástæðu til að svara þessari gagnrýni. Fyrirspurnin var gerð í kjölfar á frétt sem birtist á mbl.is um þann 31.október síðastliðinn þar sem Dagur Gunnarsson blaðamaður Morgunblaðsins tekur þátt í „opnu fjölmiðlamóti í akstursleikni og almennri hugarleikfimi“ og sýnir augljósan utanvegaakstur í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Hér má sjá bréfið í heild sem sent var á ritstjórnina og fréttina sjálfa.

From: Gunnar Bjarnason
Sent: 1. nóvember 2008 09:09
To: ‘ritstjorn@mbl.is’
Cc: ‘netfrett@mbl.is’
Subject: Er utanvegaakstur ekki vandamál ef „réttir“ aðilar stunda hann?

Komið þið sæl

Morgunblaðið hefur oft tekið viðtöl eða leitað til mín vegna vinnu minnar fyrir Umhverfisnefnd MSÍ, nú síðast fyrir nokkrum vikum vegna mynda af utanvegaakstri, sbr:

http://www.mbl.is/mm/myndasafn/detail.html?id=206752;leit=utanvegaakstur;booltype=and;wordtype=exact;offset=0

Þar sem Morgunblaðið hefur verið afskaplega duglegt að fjalla um utanvegaakstur, oft vel og málefnalega, en því miður einnig á þann hátt að mótorhjólafólki þykir oft ómaklega að því vegið. Stundum virðist nefnilega MBL oft ekki hafa miklar áhyggjur af landskemmdum eða utanvegaakstri ef önnur tæki en mótorhjól eru notuð, sbr:
http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/10/31/fjolmidlar_i_torfaeru/

Ég vil því auglýsa eftir skoðun ykkar á þessari frétt og á hvern hátt þið teljið landskemmdir sem sjást í þessum tveimur fréttum svo mismunandi? Er ástæða til að skrifa frétt um “þessar tvær fréttir”, og afhverju MBL lítur þessar tvær tegundir af utanvegaakstri svo gjörólíkum augum?

Forsenda þess að við náum árangri í baráttu okkar fyrir bættri umgengni um landið er að virðing sé borin fyrir umræðunni og hún sé bæði málefnaleg og fagleg. Það á ekki að skipta máli hvort vélknúin ökutæki, hross eða átroðningur gangandi fólks veldur skemmdum, skemmdir eru skemmdir. Í því samhengi má líka velta upp hvort, hvort nokkru máli skipti þó spólað sé í sandi, eins og sést á myndunum, að því gefnu að þetta sé á svæðum þar sem ummerki þurrkast út á nokkrum vikum? Lögin eru hinsvegar skýr, utanvegaakstur er bannaður, þó hann valdi ekki skemmdum. Það sem þið myndið í seinni fréttinni eru því klár lögbrot – og maður spyr sig, skiptir það ykkur kannski ekki máli, því þessi tegund af lögbrotum eru ykkur þóknanleg?

Baráttukveðjur,

Gunnar
Umhverfisnefnd MSÍ

7 comments to Morgunblaðið í utanvegaakstri

 • Ingaling

  Dv í málið…

 • EiS

  Rétt hjá Gunnari!
  Mogginn er samur við sig í þessum málum. Óþreytandi við að benda á meintan skaða – sérstaklega ef í hlut á hópur sem ekki er þeim þóknanlegur. Það heyrist minna í þeim þegar þeir sjálfir eiga í hlut og helst ekkert, ef það á að ræða lausnir vandans. Þeir virðast ekki vilja lausn á vandanum. Eru meira fyrir upphrópanir og sleggjudóma.

 • Þetta er bara einelti hjá þeim gagnvart mótorhjólamönnum. Ég var einu sinni vitni af frekar saklausu handleggsbroti á Selfossi og það var komið á mbl.is áður en ég var kominn í bæinn, og auðvitað gefið í skyn að ökumaðurinn hafi bæði verið of ungur og ólöglegur. Ekkert af því var rétt.

 • Var það nokkuð handleggsbrotið mitt ?

 • já, er ekki alveg að skilja þetta, þar sem að það sést augljóslega að þeir séu að keyra í fjörum og öðru slíku sem að eru okkur bannaðar, ætti ekki bara að afhenda lögreglunni þetta myndband? 😛

 • kgm

  Furðulegt – Jón og sér Jón dæmi…

Leave a Reply