Akstur á Hvaleyrarvatni bannaður

akstur_bannadur.gifVefnum hefur borist bréf frá lögreglunni í Hafnarfirði:

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í mars 2008 var ákveðið að draga til baka heimild til ísaksturs á vatninu sem gefið var út árið 2001. Þannig er ljóst að akstur á ísilögðu vatninu er óheimill samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar. Umhverfi vatnsins er útivistarsvæði og við erum með nokkrar kvartanir yfir hávaða frá hjólum þarna á vatninum nú um sl. helgi. Lögreglan fór að vatninu í gær og ræddi við nokkra mótorhjólamenn sem voru við akstur á ísnum og sögðust vera félagsmenn í Vík.

Ég óska eindregið eftir að þú komir þessari ábendinu til ykkar félagsmanna þannig að menn séu meðvitaðir um bannið og ekki síður að menn virði það bann sem þarna gildir. Ég hef hvatt Hafnarfjarðarbæ til að setja upp merkingar við vatnið þannig að það fari ekki framhjá mönnum um að akstur sem þessi sé óheimill.

kveðja,

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri

Svæðisstöð II. Flatahrauni 11 Hafnarfirði.

sími 444-1141 – 843-1141.

14 hugrenningar um “Akstur á Hvaleyrarvatni bannaður”

 1. Sævar hringdi í mig og bað okkur vinsamlegast um aðstoð við að koma þessu á framfæri. Sjálfsagt mál að bregðast vel við því.

  Vandamálið og þörfin fyrir vatn undir ísakstur er þó enn til staðar. VÍK er því að reyna fá leyfi fyrir öðru vatni á nágrenni höfuðborgarinnar þar sem við getum fengið að hjóla á ís.
  Kveðja, Hrafnkell formaður VÍK

 2. Hvernig væri að fleiri kæmu í liðið sem er tilbúið að taka á hávaðamálum ?
  Það er búið að benda á að þetta væri yfirvofandi í talsvert langan tíma, þ.e. að okkur yrði á endanum úthýst frá svæðum sökum hávaða.

 3. Sæll Ásgeir,

  Hvernig villtu taka á háfaðanum þarna? Endilega benntu mér á hluti sem gætu virkað og ég er tilbúinn að prufa þá!

 4. Þurfa menn(og konur) ekki bara að fara setja ull í pústið til að minnka hávaðann?
  Þetta er í reglum allstaðar í heiminum og þetta er það sem koma skal í hérna líka.

 5. Þegar Hafnarfjarðarbær tók til baka leyfið fyrir því að það mætti keyra á Hvaleyrarvatni var það réttlætt að hluta með því að AÍH væri að fá svæði sem hægt væri að nýta til ísaksturs (minnir mig). Ég sé nú ekki að það verði í bráð.
  Varðandi hávaðann og baráttu gegn honum þá er það bara gott mál en til þess að fá að vera á Hvaleyrarvatni hefðu hjólamenn líklega þurft að vera á rafmagnshjólum til að fá að vera.

 6. Bannað að hjóla á Hvaleyrarvatni, það er nebbla það já…
  Þá er bara að bruna upp að Grænavatni, þar eru hvergi bústaðir eða gangandi fólk nærri, og ansi skemmtileg leið þangað, nema Skautafélag Rvík útvegi okkur bara æfingatíma í skautahöllinni 🙂

 7. Spurning um að prófa að troða eyrnatöppum inn í pústið og sjá hvað gerist 🙂
  Prófa að Googla eftirfarandi : silent insert, repacking, quiet insert, stationary sound test

 8. Já þetta er leiðinlegt. 🙁 Það er skátabústaður þarna við vatnið og mér skilst að það hafi verið skáta activity í gangi þarna á sunnudaginn. Það kom upp sú hugmynd, sem við ætlum að láta reyna á, að Músik og mótor sæki um leyfi, sem útvíkkun á núverandi starfsemi þeirra, til þess að fá að keyra á ísnum. Sjáum hversu langt það kemst í kerfinu. Annars var þetta leyfi einungis til aksturs á virkum dögum frá kl. 18 til 22 og þurfti því lýsingu til… Bærinn var aldrei, eftir því sem ég best sé, búinn að gefa leyfi fyrir akstri á dagtíma. Ég er sammála Ásgeiri með hljóðmengunina – enda stefnir MSÍ á að taka á hljóðmálum næsta sumar í keppnum.

 9. Ég er nú hissa að Hafnarfjarðarbær skuli ekki leyfa ísakstur á hvaleyrarvatni þar til fundin hefur verið varanleg lausn fyrir þetta sport í hafnarfirði. Þörfin er klárlega til staðar, og vatnið er ekki frosið það marga daga á ári að þetta ætti að vera einhver stórkostleg truflun við aðra útivista hópa.
  Það verður fróðlegt að sjá hvort Músik og mótor fær leyfi fyrir þessu.

 10. En hvernig er það.. er eitthvað verið að reyna fá leyfi fyrir þessu aftur ?
  ef svo hverjir sjá um það ??
  og erum við að tala um að það taki einhverja mánuði að komast í gegn sú eftirspurn?

Skildu eftir svar