Fréttatilkynning frá Aroni Ómarssyni

Aron Ómarsson

Ástæðan fyrir ákvörðun minni um að fara ekki út með landsliðinu þetta árið er ekki mjög flókin. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er nýbúin að ráða mig í vinnu og er um leið að hefja dýrt nám, og vil því ekki setja mig í þá stöðu að eiga þá hættu á að bæta við mig reikningum sem gætu skapast eftir ferðina. Ég er búin að fara í síðustu þrjú skipti á Mxon fyrir hönd Íslands, og er það mín reynsla að þó svo að búið sé að safna styrktarfé fyrir ferðinni að þá er alltaf eitthvað sem hefur þurft að taka úr eigin vasa. Ákvörðun mín ákvarðast þó ekki eingöngu vegna þessa þó svo að það spili vissulega inní, þar sem að nú þegar er búið að gera kostnaðaraáætlun fyrir ferðina og er nú þegar nánast komið nógur peningur sem ætti að geta sent allt liðið út nánast að kostnaðarlausu. Ég hef ávallt lagt allt í sölurnar fyrir sportið, hætti í skóla 16 ára til fara að vinna og safna fyrir æfingarferðum til útlanda og öðru slíku og ég held að fæstir geri sér grein fyrir því hvað ég hef lagt mikið á mig til að ná þeim árangri sem ég hef náð. Ég hef ekki séð ljósið fyrir Motocrossinu alveg síðan ég byrjaði að hjóla, og frá 12 ára aldri hefur allt mitt líf snúist um ekkert nema Motocross. Nú er ég að verða 23 ára gamall og finnst kominn tími á að klára eitthvað nám og geri eitthvað annað með motocrossinu, heldur en bara að hjóla og æfa stanslaust allt árið. Ég hef því tekið þá ákvörðun að sitja hjá þetta árið, klára að greiða niður reikninga vegna æfinga og keppnisferða síðasta árið og einbeita mér að vinnuni og náminu um sinn. Ég held þó áfram að halda mér í fanta formi, og mun æfa vel í allan vetur einsog undan farinn ár og hlakka til að verja titilinn á næsta ári með #1 á framspjaldinu.

Ég óska Eyþóri, Hjalla og Gylfa góðs gengis í USA .

Áfram Ísland.

Aron Ómarsson #1

Skildu eftir svar