Verðsamanburður á hjólum

höfundur: Árni Ísberg

Eftir að Ronni gaf upp slóð á spjallkorkinum á verðskrá hjóla í Þýskalandi og hvatti enduro.is að birta verðskrár allra umboðanna var ákveðið að gera smá verðkönnun á tveimur flokkum af torfæruhjólum þ.e. MX 250 tvígengis og enduro 400 fjórgengis. Einnig eru gefnir upp tenglar á þær verðskrár sem hægt er að nálgast á vefnum. Af einhverri ástæðu er ekki hægt að fá verðskrár þar yfir Hondu, Yamaha, Suzuki og TM þó maður gæti haldið að netið sé einmitt rétti vetvangurinn til að birta verðskrár. Skoðuð eru verð á 250cc tvígengis crosshjólum annars vegar og á ca. 400cc fjórgengis endurohjolum hins vegar að undanskildu XR 650R sem fékk að fljóta með. Verðin á Íslandi eru fengin bæði úr þeim verðskrám á vefnum sem voru til og með símtölum við umboðin. Verðin í Þýskalandi eru af áðurnefndri vefsíðu sem er uppgefin á spjallkorkinum og er gengið 40 á þýska markinu notað. Þessi verðkönnun er ekki ætlað að vera tæmandi á nokkurn hátt en hefur þann tilgang einan að gefa gestum enduro.is hugmynd um verðlagningu á flestum þeirra hjólategunda sem fást á Íslandi og í leiðinni sjá hvað sambærilegt verð er hjá einum aðila í Þýskalandi. Könnunin er gerð 23.-28.03.2001. Þó val á hjólategund sé oft hálfgerð trúabrögð þar sem verð skiptir ekki nema að litlum hluta máli er ýmislegt sem þarf að taka með í reikninginn þegar verð eru borin saman. T.d. er þjónustan hjá söluaðila varðandi varahluti á lager mikilvæg og verð þeirra ásamt tengdri viðgerðarþjónustu. Einnig má mefna að á spjallkorknum kom fram hjá einum söluaðila að verðin sem sýnd eru í verðlista eru bara viðmiðunarverð eða byrjunarverð og hægt er að semja um önnur og betri verð.

Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
TM 250 11.490 459.600 635.000 1)
GasGas Cross 250 11.990 479.600 550.000
Suzuki RM 250 11.800 472.000 650.000 2)
Honda CR 250 11.540 461.600 740.000 3)
Kawasaki KX 250 11.650 466.000 619.000
Yamaha YZ 250 12.090 483.600 730.000 4)
Husky CR 250 11.667 466.680 570.000
KTM 250 SX 11.590 463.600 618.800


Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
Suzuki DRZ 400 13.890 555.600 750.000 5) * #
Honda XR 650R 13.340 533.600 850.000 3)
Yamaha WR 426F 13.990 559.600 825.000 4)
Husky TE 400 13.789 551.560 660.000
KTM 400 EXC 13.990 559.600 734.800
Husaberg FE 400E 14.590 583.600 739.000 #

1) Verð fengið gegnum síma frá JHM Sport
2) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu
3) Verð fengið gegnum síma frá Honda umboðinu
4) Verð fengið gegnum síma frá Merkúr
5) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu(án götuklæða og bara startsveif er verðið ca. 650000)
* með ljósum ofl. fullbúið á götuna
# m. rafstarti

Tenglar á verðskrár:
KTM Ísland – KTM
Vélhjól og sleðar – Kawasaki, Husaberg
Gagni – Husqvarna, GasGas

Ekki var hægt að fá uppgefnar aðrar verðskrár á netinu.

Bremsuvökvi

höfundur: Haraldur Ólafsson

Bremsuvökvi

Það var ekki auðvelt verkefni fyrir framleiðendur bremsukerfa að finna vökva sem hafði þá eiginleika sem þarf til að geta ráðið við það mikla álag sem getur verið á vökva-bremsukerfi.Vökvinn þurfti að vera nægilega þunnur til að virkni kerfisins væri tafarlaus þegar bremsurnar eru notaðar,einnig þurfti vökvinn að geta unnið með hluti úr plasti málmi og gúmmí. Mjög mikilvægt er einnig að vökvinn sé stöðugur bæði við lágan hita og einnig við mjög mikinn hita.Það er þessi mikli hiti sem bremsukerfi verða fyrir við notkun sem gerir það að verkum að ekki er hægt að nota t.d. mótor-oliu á bremsukerfi.Ef sett væri motor-olía á bremsukerfi myndi hún við hita þenjast það mikið út að bremsurnar myndu læsast.Í köldu veðri væri venjuleg mótor-olía það þykk að hún myndi draga verulega úr léttleika og hreyfanleika bremsukerfisins.Framleiðendur fundu á endanum vökvann Polyglycol sem hélt sínum eiginleikum í hita og kulda og gat smurt og þétt hreyfanlegu hlutina í bremsukerfinu. En bremsuvökvi er mun flóknara fyrirbæri en getið er hér að framan. Lesa áfram Bremsuvökvi

Gíra upp eða niður

höfundur: Haraldur Ólafsson

Gíra upp eða niður?

Þegar hjólaframleiðendur ákveða hvaða gírhlutfall skuli vera á tilteknu hjóli verður niðurstaðan einhverskonar málamiðlun.Í því sambandi þarf að taka tillit til ólíkra aksturs-skilyrða, mismunandi aksturslags, hvernig vélin er stillt, o.s.frv.
Það getur verið að þegar ökumaður fer að nota sitt hjól þá finnist honum að standard gírhlutfallið nái ekki að tengja mótorinn við jörðina á þann hátt sem honum líkar. Það getur verið að til bóta að gíra hjólið upp eða niður.

Hvað er átt við með “gíra upp eða niður”? Lesa áfram Gíra upp eða niður

Smávegis um viðbeinið

höfundur: Kjartan

Viðbeinsbrot séð frá augum leikmannsins

„Ertu með stall?“ var það fyrsta sem gullsmiðurinn spurði. Það voru hátt í 5 vikur frá því að ég hafði séð hann síðast. Ég gat ekki neitað því, það var smá mishæð við öxlina á mér.

Fyrstu vikuna í maí varð ég fyrir því óláni að detta „á sand“ og viðbeinið skipti sér eins og fruma. Sem betur fer var bara um eina skiptingu að ræða, en það var meira en nóg fyrir mig. Ég flaug á svipuðum slóðum og Viggó en fékk engin tilþrifaverðlaun, enda sýndi ég engin tilþrif, ég bara datt. Ég man að mér gekk verst að koma hjólinu í gang, sem er kannski lán því ég var ekki alveg viss í fyrstu hvað snéri upp og hvað niður, ég man líka eftir doðanum Lesa áfram Smávegis um viðbeinið

Hinir aumu framhandleggir

höfundur: Kjartan

Steyptir framhandleggir

Hver kannast ekki við þetta. Rétt eftir startið og þú ert byrjaður að pikka upp aðra ökumenn. Þér finnst ekkert geti stoppað þig, loksins færðu medalíu. Eftir 2 mínútur ferðu að verða var við fiðring í framhandleggjunum, eftir 3 mínútur breytast fiðringurinn í sting og eftir 5 í sársauka, og eftir 7 minna framhandleggirnir mest á steypuklump og þér finnst þú varla geta haldið í stýrið. Medalían fokin út í veður og vind og núna snýst þetta bara um að lifa af. Ef þú ert í motocrossi þá áttu bara 10 mínútur eftir, ættir að lifa það af, en í enduroi áttu ekki eftir nema 110 mínútur og þá snýst það upp í vonleysi. Þú ert orðinn fórnarlamb þess sem allir mótorhjólamenn hræðast, í Evrópu kalla menn það Bervoets syndrom, vegna þess að Belgi að nafni Marnicq Bervoets hefur verið að berjast við þetta í mörg ár. Sumir segja að hann hafi tapað nokkrum 250 titlum til Stefans Everts út af þessu. Og það virðist vera sem að allir verði fyrir þessu, og sama hvernig menn aka. Áður nefndur Everts finnur stundum fyrir þessu og Lesa áfram Hinir aumu framhandleggir

Project Arngnold

höfundur: Þórir Kristinsson

Still, the grass is greener on the other side. Team V.H.S. demanded more from their KX´s for the Icleandic mx series. More of everything to be exact. The project: Dress the mighty KX 500 motor in a 250 frame. It seemed that few had attemted this before. After asking around they dug up one identical monsterbike down in Australia but that was about it. So it was time to improvise. Long nights of welding and throwing wrenches at the wall led finally to this sleek beast. The biggest problem was making new mounts for the motor. The frame had to be cut and made slightly higher to hug the big monster. The radiator-, air box and most other frame mounts had also to be remade. Next a pipe from a CR 500 was chosen and modified to give real midrange blast. The silencer was the short KX 250 type, modified to give quick snap but to keep noise levels down at the same time. They figured this bike wanted to go fast so the swingarm was made 1 inch longer and Öhlins steering damper mounted in the front to increase high speed stability. Suspension is standard Kayaba in the rear, made stiffer with revalving and Marchocci up front.
So after about 150 workhours, Arrgnold saw light of the day. So how did it do? It easily pulled all the starts and went away to win it´s first ever race with it´s master sitting frozen on top.

Bolalada