Hinir aumu framhandleggir

höfundur: Kjartan

Steyptir framhandleggir

Hver kannast ekki við þetta. Rétt eftir startið og þú ert byrjaður að pikka upp aðra ökumenn. Þér finnst ekkert geti stoppað þig, loksins færðu medalíu. Eftir 2 mínútur ferðu að verða var við fiðring í framhandleggjunum, eftir 3 mínútur breytast fiðringurinn í sting og eftir 5 í sársauka, og eftir 7 minna framhandleggirnir mest á steypuklump og þér finnst þú varla geta haldið í stýrið. Medalían fokin út í veður og vind og núna snýst þetta bara um að lifa af. Ef þú ert í motocrossi þá áttu bara 10 mínútur eftir, ættir að lifa það af, en í enduroi áttu ekki eftir nema 110 mínútur og þá snýst það upp í vonleysi. Þú ert orðinn fórnarlamb þess sem allir mótorhjólamenn hræðast, í Evrópu kalla menn það Bervoets syndrom, vegna þess að Belgi að nafni Marnicq Bervoets hefur verið að berjast við þetta í mörg ár. Sumir segja að hann hafi tapað nokkrum 250 titlum til Stefans Everts út af þessu. Og það virðist vera sem að allir verði fyrir þessu, og sama hvernig menn aka. Áður nefndur Everts finnur stundum fyrir þessu og hann er einhver sá mýksti motocross ökumaður sem sögur fara af, Pit Beirer og Joel Smets eru líka fórnarlömb Bervoets syndromsins, en fáir eru í jafn góðu formi og þeir tveir, jafnvel Lopi, sá guðdómlegi ökumaður sem mest minnir á dúnhnoðra, verður fyrir þessu svona rétt áður en hann rúllar um og útaf vegum

En hvað veldur þessum fjanda?

Skýring in á þessu er óttalega einföld. Blóð safnast fyrir í framhendleggjunum, svo einfalt er það. Og þegar það heldur áfram að steyma í vöðvana þá byrja þeir að þenjast út og það getur í sumum tilfellum leitt til þess að blóðstreymi heftist fram í vöðvana. Um leið fara mjólkursýrurnar af stað og hjá okkur sem erum í frekar töpru formi þá leiðir þetta til þess að verkur kemur í vöðvana. Þegar þetta tvennt fer saman, vöðvar meira en uppfullir af blóði og mjólkursýrur þá tekur Bervoets syndrom við og við eigum fullt í fangi með að halda um stýrið.
Eldri ökumenn í miður góðu formi eru næmari á þetta og þá er verið að tala um alla sem eru eldri en 16 ára ekki bara öðlingana.
Þó að formið skiptir miklu máli þá getur líka margt annað leitt til framhandleggja úr stökku járni. Hvernig eru stjórntækin sett upp? Rangar æfingar geta einnig leitt til vanhæfni framhandleggjanna, Stjáni blái er t.d. einstaklingur sem að öllum líkindum gæti átt við þetta að stríða. Menn með svaðalega framhandleggsvöðva eru ekki jafnvel í stakkbúnir að vöðvarnir stækki vegna blóðstreymis því að þeir hafa einfaldlega minna pláss til að láta þá stækka, þar hefur Kate Moss forskot en hún er reyndar ekki með neina vöðva svo það kemur á sama stað niður.

Er hægt að koma í veg fyrir þetta?

Hugsanlega. Hér koma nokkur ráð.

1. Keyrðu reglulega. Þetta er besta leiðin til að minnka stífa framhendleggi, keyrðu bara oftar. Með þessu móti þá notarðu vöðvana sem skipta máli og venur þá við, þannig að þeir verði stilltir.

2. Andaðu rétt. Ég veit ekki um aðra en ég hef staðið sjálfan mig að því að halda niðrí mér andanum rétt eftir start, þetta er auðvitað alger kjánaskapur: Það kemur í veg fyrir eðlilega súrefnis mettun í blóðinu og það um leið eykur það álagið á vöðvana, því þeir verða að fá súrefni til að brenna sykri og mynda orku. Vendu þig á að anda reglulega.

3. Vertu rólegur. Stress fyrir og í upphafi keppni hjálpar ekki, getur líka valdið óeðlilegri öndum sem ekki er gott eins og komið var inn í 2. lið.

4. Hitaðu upp áður en þú ferð að hjóla. Þú gerir vöðnum mikið gott ef þú undirbýrð þá fyrir komandi átök, hröð ganga eða hlaup á staðnum gera þér ekkert nema gott.

5. Teygðu áður en þú leggur af stað. Teygur gera vöðvunum mikið gott, líkt og að hita þá upp. Og ef þú átt í erfiðleikum með framhandleggina skaltu finna teygja sem teygir á þeim sérstaklega.

6. Ekki klæðast þröngum fötum. Ef peysan eða hanskarnir eru of þröngir getur það staðið í vegi fyrir eðlilegt blóðfæði fram í handleggina, jafnvel áður en þú leggur af stað. Þú hefur kannski séð suma klippa framan af ermunum, það er ekki til þess að sýna massaða vöðva, með þessu verða fötum ekki jafn þröng og loftl leikur meira um hendurnar. (taka verður fram að það er Ástrali sem skrifar þessa grein og það eru ekki alveg sömu aðstæður þar og hér á landi)

7. Stilltu stjórntækin rétt. Ekki stilla stýrið of framarlega og ekki láta kúplingshandfangið og bremsuna vera beint fram, eins og sumar af stjörnum gera. Þau eiga að vera nokkurn vegin í beinu framhaldi af hendleggjunum þegar það reynir sem mest á þig. Það er getur líka verið góð hugmynd að fá sér þynnri handföng sem auðvelda þér gripið um stýrið. Þetta getur létt mikið á framhandleggsvöðvunum.

8. Haldu um hjólið með stóru vöðvahópunum. Það segir sig sjálft að það hlýtur að létta mikið á þessum aumkunarverðu framhendleggs vöðvum ef þú reynir frekar að nota sterkai vöðva til að halda í hjólið. Þá er aðallega verið að tala um fæturnar og efri bakvöðvana. Haltu um hjólið um lærunum og hafðu olnbogana hærra til að nýta vöðvana í efri hluta baksins.

9. Findu sléttari leið um brautuna. Það er ekkert vit í að fara grófust og mest gröfnu leiðina á brautinni. Með því að finna sléttari línu þá þarftu ekki að berjast jafn mikið við að halda í hjólið. Þú verður afslappaðri og tapar minni orku.

10. Sittu meira á miðju hjólinu. Flestir standa upp of snemma upp þegar komið er úr beygju, það kostar meiri orku og álag á hendurna. Sitt laust á hjólinu og leyfðu fjöðruninni að vinna verkið.

11. Æfðu framhandleggina. Það eru nokkrar æfingar sem geta hjálpað, en .þær snúast ekki um lyftingar. Það er gott að kreista mjúkan bolta eða annað viðlíka, haldu áfram þangað til að framhendleggirnir loga, skipu þá um hendi. Best er að hafa hendurnar eins og ef þú værir að keyra, lófana niður og olnbogana upp. Og það er betra að kreista stöðugt en að slaka á á milli.

12. Láttu nudda á þér framhenddleggina. Þetta hjálpar mikið þar sem vöðvarnir slakna við nuddið og blóðið á þennig betur með að renna. Nudda skal áður en lagt er af stað, og í eftir keppni, ef þú ert að motocrossast láttu líka nudda þig á milli umferða. Nuddaðu frá úlnlið og upp hendina til að örfa blóðflæði.

13. Gættu þess að drekka vel. Fáðu þér vatn eða orkudrykki í smá skömmtum fyrir keppnina og allan keppnisdaginn til að koma í veg fyrir að líkaminn verði ekki fyrir vökvaskorti. Vökvaskortu veldur miklu álagi á vöðvana vegna þess að blóðið þykknar. Góð leið til að fylgjast með þessu er að horfa niður þegar þú losar þvag, ef þú þarft að pissu reglulega og þvagið er kristaltært þá ertu í góðum málum. Ekki bíða eftir að þorstinn kalli á vökva, það er of seint brugðist við þá.

Þú ættir að vera í nokkuð góðum málum ef þú passar alla þessa hluti. Ef allt gengur rétt fyrir sér þá ætti þolið að aukast og lengri tíma líða þar til Bervoets syndrumið fer að segja til sín.
En ef ekkert breytist þá er til eitt örþrifaráð sem nokkrar af helstu hetjum sportsins hafa gripið til. Marnicq Bervoets, Tallon Volland, Stephan Roncada, Paul Cooper og fleiri og fleiri hafa farið í skurðaðgerð þar sem framhandleggirnir eru opnaðir og eitthvað gúms (kallast sheath á ensku) sem umlykur alla framhandleggsvöðvana er fjarlægt. Það leyfir vöðvunum að þenjast meira út. Ég hef einhvers staðar lesið að 70 – 90% atvinnumanna í motocrossi hafi farið í svona aðgerð

En ég mundi reyna hitt fyrst, þessir atvinnumenn eru ekki mennskir.

Heimild (Stephen Gall sem er Ástralskur meistari í motocrossi og gúrú í landinu undir)

Skildu eftir svar