Smávegis um viðbeinið

höfundur: Kjartan

Viðbeinsbrot séð frá augum leikmannsins

„Ertu með stall?“ var það fyrsta sem gullsmiðurinn spurði. Það voru hátt í 5 vikur frá því að ég hafði séð hann síðast. Ég gat ekki neitað því, það var smá mishæð við öxlina á mér.

Fyrstu vikuna í maí varð ég fyrir því óláni að detta „á sand“ og viðbeinið skipti sér eins og fruma. Sem betur fer var bara um eina skiptingu að ræða, en það var meira en nóg fyrir mig. Ég flaug á svipuðum slóðum og Viggó en fékk engin tilþrifaverðlaun, enda sýndi ég engin tilþrif, ég bara datt. Ég man að mér gekk verst að koma hjólinu í gang, sem er kannski lán því ég var ekki alveg viss í fyrstu hvað snéri upp og hvað niður, ég man líka eftir doðanum í vinstri hliðinni og handleggnum.. Mér tókst þó að ná áttum við brasið að finna hlutlausann og vissi í hvaða átt pytturinn var. Þegar ég kom í mark tók á móti mér gullsmiðurinn sem nefndur var í upphafi greinarinn. Það fyrsta sem ég spurði hann var hvernig tilfinning það væri þegar viðbeinið færi í sundur. Eitthvað fittaði lýsingin sem hann gaf þeirri tilfinningu sem ég hafði í öxlinni.
Síðan kom læknirinn og nuddaði á mér öxlina, hann virtist kunna vel það, það færðist sælusvipur yfir andlitið þegar urgaði í öxlinni á mér. „Það væri gott fyrir þig að taka verkjatöflu.“ sagði hann brosandi. Sveinn átti auðvitað eina slíka. Henni var skolað niður með bjór, það var líka ráðlegging frá lækninum.

„Hvernig vildi þetta til?“ hjúkrunarkonan hafði greinilega séð þetta áður. „Ég datt í tröppum.“ svaraði ég skilmerkilega Hún spurði ekki meira. Gullsmiðurinn var stoltur af mér þar sem hann stóð við hlið mér. Hann hafði ráðlagt mér að fara frjálslega með sannleikann. „Sumir læknarnir þola ekki mótorhjól og segja bara að þetta sé gott á mann að meiðast.“ var það seinast sem hann sagði þegar við keyrðum í hlað gamla Borgarspítalans.

Ef þið hafið ekki viðbeinsbrotnað þá þekkið þið einn eða fleiri sem hafa hlutað í sundur viðbeinið. Menn viðbeinsbrotna við ólíklegustu tilefni, sveitungi minn varð undir hesti, stúlku sem ég þekki datt úr rúmi sem ungabarn, Kalli Gunnlaugs komst á síður erlends tímarits með sínu viðbeinsbroti sem orsakaðist af stjórnleysis, Yves Demaria er að láta styrkja sitt og James Dobb er hugsanlega að tapa af 125 titlinum í motocross þetta árið vegna viðbeinsins eða bilunar þess, svona má áfram halda, og rétt áður en þessi grein fór út á netið brotnaði ökumaður enduro.is, Guðmundur Bjarnason.

Ég vil taka fram áður en lengra er haldið að þá má ekki lesa þetta greinarkorn sem einhverja læknisfræðilega kórrétta grein. Að mestu er stuðst við grein sem einhver Dr. Steve Augustine ritaði og birtist á www.trailrider.com, en einnig styðst ég við þá lækna sem ég átti samskipti við undanfarnar vikur. Og fyrir þau ykkar sem eigið erfitt með að lesa langan texta þá er stutt yfirlitt í lok greinarinnar.

Viðbeinið eða clavaicle eins og það kallst líka er langt bein og aðeins bogið, það tengir saman öxlina og hendina saman við efri hluta líkamans, nánar tiltekið þá tengist það bringubeinunu. Helsta hlutverk þess er að styðja við öxlina svo hún geti funkerarð undir fullum styrk.

Viðbeinsbrot telja um 10% beinbrota fullorðinna, en hjá börnum fer það oftast í sundur af öllum beinum líkamans. Beinið brotnar í yfirleitt í miðjunni (80%) vegna þess að þar er það veikast. Viðbeinsbrot verða vegna þess að fólk dettur á öxlina (87%), högg á viðbeinið sjálft (7%) eða að vegna falls með útréttar hendur (6%). Eins og sést af þessu þá brotnar það yfirleitt þegar menn dett og ysti hluti axlarinnar tekur við fallinu. Hver kannast ekki við þessa lýsingu, tveggja tíma akstur og race í gangi, hendurnar eru alveg að springa, en þú trúir ekki öðru en að þú stjórnir heiminum. En skyndilega tekur heimurinn stjórnina af þér og þú dettur beint á öxlina, gott tilefni til viðbeinsbrots og þó að þú sért í fínu formi eða heppinn og getur borið fyrir þig hendurna þá bjargar það þér ekki eins tölfræðinni sýnir. Höggið vegna fallsins berst upp handlegginn og beint í veikasta hluta beinsins sem brákast eða brotnar við kraftana sem orka á beinið.

Greining á viðbeinsbroti er yfirleitt auðveld, ef högg hefur komið á öxlina og verkur, bólgur og mar eru á svæðinu þá er nokkuð ljóst hvað er um að vera. Það er líka erfitt eða ógjörningur að hreyfa hendina. Svo getur líka verið kúla jafnvel stór kúla, en það fer alveg eftir því hvað beina endarnir eru mikið í sundur. En með nútímatækni sem er reyndar ekki svo voðalega ný, röntgenmyndatöku er viðbeinsbrot best séð. Mér nægði reyndar að sjá svipinn á lækninum á ströndinni, hann sagði mér allt.

Meðferðin á viðbeinsbroti er venjulega án nokkrar skurðaðgerðar, annað hvort eru menn settir í einnhverskonar spelku eða fatla, ég fékk bæði. Það kemur þó fyrir að skurðaðgerðar er þörf; ef um opið beinbrot er að ræða, beinaendarnir liggja ekki saman eða þeir liggja á taug eða æð þannig að truflun á starfsemi þeirra orsakast af því, líka kemur fyrir að beinið grói ekki rétt með neinu móti. Í skurðaðgerð er brotið venjulega lagað með plötu og skrúfum.
Spelkan er er oft kölluð talan 8 í henni Ameríku og er vægast sagt óþolandi, það spennir fólk upp og ertir húðina meira en góðu hófi gegnir, síðan er líka alveg vonlaust að þvo sér þegar maður er með þennann fjanda á sér.
Rannsóknir hafa sýnt að geyma hendina hreyfingarlausa í fatla gerir sama gagn og meðferð með spelku og er þægilegra, ef rétt er að tala um þægindi í þessum tilfellum. En eins og áður þá eru læknar ekki alveg sammála um hvað sé best.
Fyrstu dagarnir eftir brotið eru frekar þreyttir, og í mínu tilfelli algjörlag háðir verkjastillandi og bólgueyðandi lyfjum. Ekki það að ég þyrfti þess heimurinn var bara betri þannig.
Menn klæðast fatlanum mislengi eftir löndum, í Ameríku er hann ráðlagður í 4 – 6 vikur, en á Íslandi 3 vikur. Sársaukinn getur varið mislengi, hann auðvitað minnkar eftir því sem lengra líður frá brotinu en maður hefur heyrt af fólki sem hefur fundið fyrir þessu mánuðum saman, ég tel reyndar að það sé bara að finna ástæðu til að halda áfram á lyfjunum.
Beinið er sagt gróa á 4 – 6 vikum í Ameríku en hér á landi tekur það 3 vikur, ekki hef ég fundið neina skýringu á þessum missmun, kannski er það hreina loftið. Þegar beinið er gróið eins og það á að gróa þá er ráðlagt að fólk fari í sjúkraþjálfun til að byggja upp styrk og liðleika. Síðan geta menn farið að hjóla eftir 2 til 3 mánuði, þ.e.a.s. ef menn eru verkjalausir og fyrri styk er náð. Raggi segir reyndar að 2 – 3 vikur sé nógur tími til að láta þetta gróa, en það verður að taka tillit til þess að hann bjó í Svíþjóð í mörg ár, og það getur farið misjafnlega vel með menn.

Í 95% tilfella grær viðbeinsbrot rétt og án nokkurra vandkvæða. En eins og áður sagði þá vilja beinin ekki alltaf gróa saman, og myndast þá bara brjósk um sárið. Einhvers staðar þykist ég hafa séð það kallað falskan lið, beinin geta hreyfast við brotið. Þá er brugðið til skurðaðgerðar til að koma í veg fyrir að beinið hreyfist við brotið, plata og skrúfur eru notaðar til að halda gumsinu föstu, einnig er víst notast við eitthvað efni til að ýta undir lækningu. Stundum kemur fyrir að beinin gróa þannig að stór hnúður myndast en það hefur sjaldan áhrif en getur vissulega haft áhrif á frama þeirra sem sýna sundföt þegar þeir eru ekki að hjóla, er það eflaust ástæða þess að bæði Torfi og Heiddi voru settir saman af læknum.

Viðbeinsbrot er sársaukafull meiðsl sem venjulega gróa vel en get í undantekningar tilfellum orsakað hreyfiörðugleika sem áhrif hafa á hjólamennskuna
Yfirleitt er nóg að fara í fatla en skurðaðgerðar getur verið þörf.
Ef þú er að hjóla og einhver í hópnum dettur, (sem yfirgnæfandi líkur eru á annars keyrið þið eins og kerling) og þið hafið grun um hann eða hún sé viðbeinsbrotinn þá á að koma í veg fyrir að hendin hreyfist. Búið til fatla úr peysu eða einhverju, og setjið úlnlið viðkomandi brothafa í fatlann. Fyrir þá eða þær ykkar sem vitið ekki hvað á að gera við hinn endann þá læta ég vera að segja það, pínulítil gestaþraut. Síðan er líka gott að binda hendina, þ.e. þá brotnu fasta við líkamann.
Ef þið hafið klaka nálægt þá er gott að setja hann við brotið en varlalega samt.
Ef þið eigið bjór og verkjtöflu þá ber hinum brotna undatekningarlaust að fá bæði.
Síðan skal halda á næstu heilsgæslu eða slysavarðstofu þar sem fagmaður í lækningum er.

Besta leiðin til að koma í veg fyrir viðbeinsbrot er að detta ekki, en allir vita að það er gjörsamlega vonlust. En með þvi að klæðast brynju eða öðru sem ver brjóstkassann og axlirnar má minnka líkurnar á broti.

En eins og Jón Magg sagir, ef maður á að brotna þá brotnar maður og það er ekkert sem getur breytt því.

Skildu eftir svar