Bremsuvökvi

höfundur: Haraldur Ólafsson

Bremsuvökvi

Það var ekki auðvelt verkefni fyrir framleiðendur bremsukerfa að finna vökva sem hafði þá eiginleika sem þarf til að geta ráðið við það mikla álag sem getur verið á vökva-bremsukerfi.Vökvinn þurfti að vera nægilega þunnur til að virkni kerfisins væri tafarlaus þegar bremsurnar eru notaðar,einnig þurfti vökvinn að geta unnið með hluti úr plasti málmi og gúmmí. Mjög mikilvægt er einnig að vökvinn sé stöðugur bæði við lágan hita og einnig við mjög mikinn hita.Það er þessi mikli hiti sem bremsukerfi verða fyrir við notkun sem gerir það að verkum að ekki er hægt að nota t.d. mótor-oliu á bremsukerfi.Ef sett væri motor-olía á bremsukerfi myndi hún við hita þenjast það mikið út að bremsurnar myndu læsast.Í köldu veðri væri venjuleg mótor-olía það þykk að hún myndi draga verulega úr léttleika og hreyfanleika bremsukerfisins.Framleiðendur fundu á endanum vökvann Polyglycol sem hélt sínum eiginleikum í hita og kulda og gat smurt og þétt hreyfanlegu hlutina í bremsukerfinu. En bremsuvökvi er mun flóknara fyrirbæri en getið er hér að framan.

Hvað er ¨Humectant¨ ?

Prófið eftirfarandi. Fyllið bolla með DOT 3 bremsuvökva og látið hann standa úti um stund. Eftir stutta stund mun vökvinn leka upp úr bollanum.Þú hefur orðið vitni að því að vökvinn varð ónothæfur.Bremsuvökvi er ólíkur öðrum vökva t.d. mótor-olíu að því leiti að hann þarf að vera stöðugur við mikinn hita,geta smurt og þétt hreyfanlega hluti bremsukerfisins og vera þunnur svo að ekki dragi úr viðbragðsflýti kerfisins. Polyglycol uppfyllir þá eiginleika sem bremsuvökvi þarf að hafa. Glycol hefur einn óheppilegan eiginleika, það dregur í sig vatn,á tæknimáli er það ¨humectant¨efni sem bindur í sér raka (vatn).Það sem gerðist þegar bremsuvökvinn flæddi upp úr bollanum var einmitt það að vökvinn dróg í sig raka úr andrúmsloftinu og við það jókst rúmmál vökvans og hann flæddi upp úr bollanum. Þessi eiginleiki bremsuvökva,að draga í sig raka er einmitt orsök 95% bremsu-vandamála.

Hvað er ¨Brake fade¨?

Þegar diskabremsur eru notaðar myndast mikill hiti. Þessi hiti leiðir út í bremsudæluna og hitar þar af leiðandi bremsuvökvann. Hitinn getur orðið það mikill að vökvinn sýður.Þegar vökvinn sýður gufar hann upp og myndast við það gas í kerfinu.Þegar bremsað er þrýstist þetta gas saman áður en vökvinn fer að hreyfast,þetta leiðir til þess að bremsurnar taka í neðarlega eða jafnvel ekki þar sem hreyfirými bremsu-pedala/handfangs fer að mestu leiti í að pressa gasið saman.Þegar þetta ástand hefur skapast er bremsugeta lítil,jafnvel engin. Hafa ber í huga að bremsuvökvi hefur mjög hátt suðumark en ef vökvinn hefur náð að draga í sig raka þá lækkar suðumarkið verulega og þetta ástand sem nefnt er hér að framan skapast mun fyrr en ella.

Hvernig kemst raki í bremsukerfið?

Vökva-bremsukerfi eru þétt ,hvernig kemst vatnið þá inn? Það eru talsverðar líkur á því að bremsuvökvinn hafi dregið í sig raka áður en hann var settur á kerfið,einnig getur vökvinn dregið í sig raka þegar forðabúrið er opið.Einnig getur raki komist í gegnum slitnar þéttingar og gegnum sumar tegundir af gummíslöngum.

Hvað er DOT ?

DOT er skammstöfun fyrir Department of Transportation. DOT gefur út staðla fyrir vökva og hefur eftirlit með því að þeir vökvar sem eru á markaðnum uppfylli staðlana.DOT staðlarnir eru það strangir að einungis 3 fyrirtæki í USA framleiða bremsuvökva (Dupont, Dow, Union Carbide).Í Evrópu eru einnig 3 framleiðendur.

Hvað er ¨Wet boiling point¨?

Framleiðendur bremsuvökva gefa upp bæði ¨wet¨og ¨dry¨suðumark vökvans. Dry-suðumark,sem er hærri tala,er mælt þegar vökvinn er í besta ástandi. Wet-suðumark er mælt þegar vökvinn er rakamettaður. Því hærra sem wet-suðumarkið er því minni er rakasækni vökvans.

Hvað er ¨Cinitastokes¨?

Þykktar-eiginleikar vökvans eru einnig prófaðir í hita og kulda, og er mælikvarðinn ¨cinitastokes¨ (cst). Lágt cst.þýðir þynnri vökvi.Þunnur vökvi er hraðvirkari og næmari en þykkur vökvi. Þunnur vökvi er yfirleitt betri en þykkur.

Nokkur mikilvæg atriði til athugunar:

1- Vökva með hátt dry-suðumark en lágt wet-suðumark þarf að endurnýja oft.
2- Þegar skipt er um vökva þarf að skipta um allan vökva.
3- Þegar blandað er saman gömlum og nýjum vökva,lækkar suðumarkið strax á nýja vökvanum
4- Æskilegt er að skipta um vökva á u.þ.b. 6 mánaða fresti.
5- Hreinsið bremsuvökva sem fer utaná bremsuhluti við vökvaskipti,strax af með contact cleaner.
6- Ekki er ráðlegt að nota bremsuvökva sem hefur verið geymdur lengi.
7- Hafið ílát með bremsuvökva ávalt vel lokuð til að vökvinn dragi í sig raka úr andrúmsloftinu.

Haraldur Ólafsson
Heimildir : Motocross Action (Fært yfir á íslensku)

Skildu eftir svar