Verðsamanburður á hjólum

höfundur: Árni Ísberg

Eftir að Ronni gaf upp slóð á spjallkorkinum á verðskrá hjóla í Þýskalandi og hvatti enduro.is að birta verðskrár allra umboðanna var ákveðið að gera smá verðkönnun á tveimur flokkum af torfæruhjólum þ.e. MX 250 tvígengis og enduro 400 fjórgengis. Einnig eru gefnir upp tenglar á þær verðskrár sem hægt er að nálgast á vefnum. Af einhverri ástæðu er ekki hægt að fá verðskrár þar yfir Hondu, Yamaha, Suzuki og TM þó maður gæti haldið að netið sé einmitt rétti vetvangurinn til að birta verðskrár. Skoðuð eru verð á 250cc tvígengis crosshjólum annars vegar og á ca. 400cc fjórgengis endurohjolum hins vegar að undanskildu XR 650R sem fékk að fljóta með. Verðin á Íslandi eru fengin bæði úr þeim verðskrám á vefnum sem voru til og með símtölum við umboðin. Verðin í Þýskalandi eru af áðurnefndri vefsíðu sem er uppgefin á spjallkorkinum og er gengið 40 á þýska markinu notað. Þessi verðkönnun er ekki ætlað að vera tæmandi á nokkurn hátt en hefur þann tilgang einan að gefa gestum enduro.is hugmynd um verðlagningu á flestum þeirra hjólategunda sem fást á Íslandi og í leiðinni sjá hvað sambærilegt verð er hjá einum aðila í Þýskalandi. Könnunin er gerð 23.-28.03.2001. Þó val á hjólategund sé oft hálfgerð trúabrögð þar sem verð skiptir ekki nema að litlum hluta máli er ýmislegt sem þarf að taka með í reikninginn þegar verð eru borin saman. T.d. er þjónustan hjá söluaðila varðandi varahluti á lager mikilvæg og verð þeirra ásamt tengdri viðgerðarþjónustu. Einnig má mefna að á spjallkorknum kom fram hjá einum söluaðila að verðin sem sýnd eru í verðlista eru bara viðmiðunarverð eða byrjunarverð og hægt er að semja um önnur og betri verð.

Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
TM 250 11.490 459.600 635.000 1)
GasGas Cross 250 11.990 479.600 550.000
Suzuki RM 250 11.800 472.000 650.000 2)
Honda CR 250 11.540 461.600 740.000 3)
Kawasaki KX 250 11.650 466.000 619.000
Yamaha YZ 250 12.090 483.600 730.000 4)
Husky CR 250 11.667 466.680 570.000
KTM 250 SX 11.590 463.600 618.800


Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
Suzuki DRZ 400 13.890 555.600 750.000 5) * #
Honda XR 650R 13.340 533.600 850.000 3)
Yamaha WR 426F 13.990 559.600 825.000 4)
Husky TE 400 13.789 551.560 660.000
KTM 400 EXC 13.990 559.600 734.800
Husaberg FE 400E 14.590 583.600 739.000 #

1) Verð fengið gegnum síma frá JHM Sport
2) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu
3) Verð fengið gegnum síma frá Honda umboðinu
4) Verð fengið gegnum síma frá Merkúr
5) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu(án götuklæða og bara startsveif er verðið ca. 650000)
* með ljósum ofl. fullbúið á götuna
# m. rafstarti

Tenglar á verðskrár:
KTM Ísland – KTM
Vélhjól og sleðar – Kawasaki, Husaberg
Gagni – Husqvarna, GasGas

Ekki var hægt að fá uppgefnar aðrar verðskrár á netinu.

Skildu eftir svar