Gíra upp eða niður

höfundur: Haraldur Ólafsson

Gíra upp eða niður?

Þegar hjólaframleiðendur ákveða hvaða gírhlutfall skuli vera á tilteknu hjóli verður niðurstaðan einhverskonar málamiðlun.Í því sambandi þarf að taka tillit til ólíkra aksturs-skilyrða, mismunandi aksturslags, hvernig vélin er stillt, o.s.frv.
Það getur verið að þegar ökumaður fer að nota sitt hjól þá finnist honum að standard gírhlutfallið nái ekki að tengja mótorinn við jörðina á þann hátt sem honum líkar. Það getur verið að til bóta að gíra hjólið upp eða niður.

Hvað er átt við með “gíra upp eða niður”?

Þegar talað er um gírhlutfall í þessu sambandi,er verið að tala um stærðar-hlutfallið milli tannhjólann sem keðjan umleikur.Spurningin er hvað þarf litla tannhjólið að snúast marga hringi til að snúa stóra tannhjólinu einn hring. Gírhlutfallið er fundið út með einfaldri deilingu þar sem notast er við fjölda tanna á stóra og litla tannhjólinu.Hærri niðustöðutala þýðir að litla tannhjólið þarf að snúast fleiri hringi til að snúa stóra tannhjólinu einn hring og hjólið þ.a.l. lágt gírað.Lág niðurstöðutala þýðir hið gagnstæða og hjólið hátt gírað.
– Ef ætlun er að “gíra upp” þarf að stækka tannhjólið að framan eða minnka að
aftan.
– Ef ætlun er að “ gíra niður” þarf að minnka tannhjólið að framan eða stækka að aftan.
Lágt gírað hjól, þýðir að snúningshraði vélarinnar er meiri þegar hjólið er á sama hraða og hátt gírað hjól.

Nokkur atriði til athugunar áður en gírhlutfalli er breytt .

1- Athuga afturdekk, annað afturdekk með betra gripi gæti gert það að verkum að ekki þarf að gíra upp eða niður.
2- Vélar skila minna afli í mikilli hæð yfir sjávarmáli og við slík skilyrði henntar að gíra niður (stærra tannhjól að aftan) til að vélin ráði betur við gírhlutfallið.
3- Þegar gírhlutfallið er lágt, er vinnsla vélarinnar léttari (betra viðbragð), og ekki mikil þörf á að snuða kúplingu.
4- Þegar hlutfallið er hátt, er vinnsla vélarinnar mildari og stundum þörf á að snuða kúplingu.
5- Hjól sem er lágt gírað klárar rýmið í gírkassanum fyrr en hátt gírað hjól .Það þýðir einnig að ökumaður á lágt gíruðu hjóli þarf oftar að skipta um gír.
6- Breyting um 1 tönn að framan jafngildir breytingu um u.þ.b. 3 tennur að aftan.
7- Þegar skipt er um tannhjól,þarf altaf að stilla keðjuna.
8- Ath. þegar sett er nýtt tannhjól þarf restin af driflínunni að vera í sambærilegu ástandi, (slitin keðja er fljót að eyðileggja nýtt tannhjól og öfugt).Slitin keðja þíðir líka minna afl.
9- Það er betra að stækka aftur-tannhjólið um 3 tennur heldur en að minnka fram-tannhjólið um 1 tönn vegna þess að lítið tannhjól fer ver með keðjuna heldur en stórt tannhjól.
10- Ef hjól er of lágt gírað (stórt aftur-tannhjól),fer aflið að miklu leiti í að spóla og ökumaðurinn er altaf að skipta um gíra (vinnsla vélarinnar of létt).
11- Ef þungt færi t.d. sandur eða mjúkur jarðvegur, gerir vélinni erfitt fyrir,hún er lengi að komast upp á snúning,þá er hjólið of hátt gírað(lítið aftur-tannhjól).
12- Gírhlutfallið er í góðu lagi þegar afl vélarinnar fer að mestu í að skila hjólinu áfram án þess að spóla of mikið og vinnsla vélarinnar er létt.

Haraldur Ólafsson

Skildu eftir svar