Innköllun verðlaunagripa fyrir árshátíðina

Árshátíð MSÍ verður 9. nóvember nk. og nú þurfa því handhafar farandbikara að skila inn verðlaunagripunum sem fyrst í Moto í Rofabænum. Þetta eru nýliðaverðlaun í mx og enduro og Íslandsmeistarabikarar sömuleiðis, bæði liða og einstaklinga. Koma svo þannig að við náum að merkja þá tímanlega.

Lokahóf MSÍ 9. nóvember

kari-333x250

 

Nú styttist i lokahóf MSÍ, en það fer fram í Rúbín þann 9. nóvember næstkomandi.

 
Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, veitt verða verðlaun fyrir síðastliðið ár, ný myndbönd frumsýnd, grín og glens sem endar í brjáluðu tjútti.

Dagskráin verður auglýst nánar síðar, en það er rétt að taka þennan dag frá fyrir skemmtilegasta partý ársins!

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

TECH_cable_maintenance_101_340Næst á dagskrá er að fara yfir kúplings og inngjafarbarkana. Reyndar ef hjólið er með vökva kúplingu þá á þarf að skipta um vökva þar, í staðinn fyrir að smyrja, nánar um það síðar.

Barkana er nauðsynlegt að hreinsa og liðka reglulega. Hér í tengli er ódýr útgáfa af því hvernig er hægt að smyrja og hreinsa barkana. Besta reynslan hjá okkur er að byrja með að hreinsa barkana með ryðolíu eða bremsuhreinsir og síðan að setja vel af þunnri olíu þar í gegn, einnig má nota silikon sprey sem smurningu. Til eru sér barkaolía og verkfæri, samanber myndina hér til hliðar.

Hér er tengill til að skoða

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Mikið fjör á krakkaæfingum VÍK í Reiðhöllinni í dag.

Það vantaði ekki áhugann hjá krökkunum sem mættu á fystu inniæfingu vetursins. Nokkrar byltur voru í átökunum en krakkarnir eru öll grjóthörð og létu það lítið á sig fá. En ekki var nú verra að hafa foreldrana á kanntinum ef bylturnar voru slæmar. Pálmar Péturs stóð fyrir æfingunni í dag og voru krakkarnir mjög ánægðir með æfingarnar hjá honum.

IMG_3783

Hellingur af myndum eru inná Facbook síður VÍK HÉR:

Krakkaæfingar VÍK í Reiðhöllinni í vetur

Krakkaæfingar byrja aftur næstkomandi sunnudag kl 17 í reiðhöllinni í Víðidal. Yngri hópur kl 17-18 og eldri hópur frá 18-19.

Skráning / greiðsla á staðnum / ekki er hægt að hefja æfingar án greiðslu.

Verð til 15. Janúar = 30.000.-  (Greitt við fyrstu æfingu)
Verð pr mánuð        = 10.000.-   ( Ef þáttakandi tekur bara einn mánuð)
Verð pr æfingu        =  3.000.-    (Ef þáttakandi tekur staka æfingu)

Sjáumst á sunnudag ! Gulli & Helgi Már

MXoN 2013 lokið

Eyþór á flugi

Lánið lék ekki við íslenska liðið á Motocross of Nations sem haldið var um helgina í Teutchental í Þýskalandi.

Keppnin var haldin 67. sinn en 40 lið mættu til leiks sem er fleiri en nokkru sinni fyrr. Tveir ökumenn hjá Íslandi lentu í óhöppum í undanrásum sem varð til þess að liðið varð ekki meðal þeirra 32 liða sem komust áfram í sunnudagsdagskránna, en þetta var í fyrsta sinn sem það gerist í þau 7 skipti sem Ísland hefur tekið þátt.

Kári Jónsson var fyrstur Íslendinganna að keppa. Hann var að keyra vel en á síðasta hring lenti hann í óhappi þegar hann skall saman við annan ökumann í stökki. Í lendingunni duttu báðir og þegar Kári stóð upp kom þriðji ökumaðurinn og keyrði Kára niður aftur. Kári náði þó að klára en hafði þá fallið úr 30. sæti niður í það 34.

Lesa áfram MXoN 2013 lokið

Bolalada