Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

Sumarið hefur aldeilis verið upp og ofan en nú er það að baki og vetur framundan og svo kemur aftur sumar og þá er eins gott að vera klár í slaginn. Fimmtudaginn 3. október byrjum við aftur með Moto Crossfitæfingarnar sem VÍK hefur boðið upp á í samstarfi við Crossfit Reykjavík. Við Árni Gunnar Gunnarsson #100 höfum stýrt æfingunum undanfarin þrjú ár og ætlum að byggja á þeirri reynslu og bæta enn frekar við í vetur.cfr

Lesa áfram Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

Styrktarmót á morgun í MotoMos / Krakkakeppni næsta mánudag

Minnum alla Motocross / Enduro ökumenn á styrktarkeppni landsliðsins á morgun í MotoMos, byrjar kl 18 / Mæting 17. Hvetjum alla byrjendur til að mæta í C flokkinn. Puslur og fleira í boði Ölgerðarinnar og Norðlenska.

Næst komandi mánudag er síðasta krakkakeppni sumarins og ætlum við að hafa 1.000 krónur keppnisgjald sem rennur beint til landsliðsins. Við minnum þó foreldra á að ef þeir vilja borga meira þá er það velkomið. Nánar um þetta um helgina.

Bolalada