Vefmyndavél

Krakkakeppni í kvöld mánudag 23.9

Í kvöld mánudaginn 23.9 er síðasta umferð í krakkamótaröð VÍK og að því tilefni hvetjum við sem flesta til að mæta í Bolöldu

Keppt verður í 50cc flokk, 65cc flokk, 85cc flokk og kvennaflokki

Komið með krakkana í kvöld! Byrjar stundvíslega kl 18:00 / Mæting 17:30

UNDUR OG STÓRMERKI!!!!

Það spáir líka þessu fína veðri um helgina. Brautarnefndin er alveg gáttuð á þessu.

Í tilefni þess er Garðar búinn að vera í því að fínpússa brautina í allan dag. Öll uppstökk, lendingar já og bara öll brautin er í super standi. Um að gera að nýta sér veðrið.

Sjáumst í brautinni um helgina. Munið miðana og góða skapið.

Brautarnefndin.

Styrktarmót á morgun í MotoMos / Krakkakeppni næsta mánudag

Minnum alla Motocross / Enduro ökumenn á styrktarkeppni landsliðsins á morgun í MotoMos, byrjar kl 18 / Mæting 17. Hvetjum alla byrjendur til að mæta í C flokkinn. Puslur og fleira í boði Ölgerðarinnar og Norðlenska.

Næst komandi mánudag er síðasta krakkakeppni sumarins og ætlum við að hafa 1.000 krónur keppnisgjald sem rennur beint til landsliðsins. Við minnum þó foreldra á að ef þeir vilja borga meira þá er það velkomið. Nánar um þetta um helgina.

Bolaöldubraut NÝLÖGUÐ og fín.

Búið er að fara yfir alla brautina og er hún í flottu standi. Enduroslóðar eru þó enn mjög blautir eftir að sjálfvirka vökvunarkerfið fór í sjálfvirka yfirvinnu sl daga.

Gaman saman

Brautarnefnd.

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman

Jonni sigraði síðustu umferðina í Enduro ECC

Jónas Stefánsson sigraði í síðustu umferð í enduroinu sem fram fór á Akureyri í gær laugardag eftir flottan akstur. Kári Jónsson gekk ekki heill til skógar vegna magakveisu og gat aðeins tekið þátt í fyrri umferðinni. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Kári Jónsson er glæsilegur Íslandsmeistari í Enduro árið 2013 og er því tvöfaldur Íslandsmeistari þetta árið eftir að hafa landað titlinum í motocrossi um síðustu helgi. Til hamingju með það Kári!

Aðrir sigurvegarar dagsins voru Signý Stefánsdóttir sem sigraði kvennaflokkinn á fullu húsi stiga og er því ótvíræður Íslandsmeistari 2o13. Einar Sigurðsson sigraði B-flokkinn en þar varð Haraldur Björnsson efstur að stigum eftir árið. 40+ flokk sigraði Magnús Gas Helgason en Íslandsmeistarinn Ernir Freyr Sigurðsson varð í öðru sæti. Í tvímenning sigruðu Óskar Þór Gunnarsson og Michael B. David en þátttaka í tvímenning var aldrei nægileg til að flokkurinn teldi til Íslandsmeistara. Stigahæstir þar eftir sumarið urðu þó Pétur Smárason og Vignir Oddsson og hefði verið gaman að sjá fleiri taka þátt í þessum flokk í sumar.

Veðrið á Akureyri var eins og best var á kosið á þessum árstíma, logn og blíða. Brautin var frábær að hætti KKA manna sem fjölmenntu til starfa við mótið og stóðu sig með stakri prýði. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri eins og oft áður í sumarið en þeir sem mættu skemmtu sér mjög vel. Takk fyrir gott endurosumar.

Ítarleg úrslit og staðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan

Lesa meira af Jonni sigraði síðustu umferðina í Enduro ECC

Síða 60 af 940« Fyrsta...2040...5859606162...80100...Síðasta »