Vefmyndavél

Bolaöldubraut er opin í dag.

Ekkert hefur verið átt við brautina frá því í keppninni í gær, þannig að það verður að fara varlega fyrstu hringina.
Brautin verður væntanlega löguð á miðvikudag ef veðrið býður uppá það. Nánar um það síðar.

Brautarnefnd.

Síðasta keppni Íslandsmótsins í motocrossi 2013 að baki

Nýi kaflinn í Bolaöldu var farinn að þorna í lok keppni ... og hver segir að það myndist ekki röttar á Íslandi?

Nýi kaflinn í Bolaöldu var farinn að þorna í lok keppni … og hver segir að það myndist ekki röttar á Íslandi?

Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í MX Open flokki í síðustu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fram fór í Bolaöldu í dag. Vélhjólaíþróttaklúbburinn hélt keppnina en hún átti að fara fram í gær laugardag en var frestað vegna veðurs. Aðstæður voru mun betri í dag, gola en skúrir annað slagið sem auk rigningarinnar frá því í gær gerði það að verkum að brautin var vel blaut á köflum. Það olli keppendum þó ekki stórum vandræðum en einn og einn tók þó jarðvegssýnishorn til öryggis en stórslysalaust sem betur fer.

Sigurvegarar dagsins voru Sölvi Borgar Sveinsson verðskuldað í Mx Open eftir flottan akstur, Guðbjartur Magnússon sigraði í MX2 og Unglingaflokki og landaði þar með Íslandsmeistaratitli. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn örugglega og varð jafnframt Íslandsmeistari rétt eins og Viggó Smári Pétursson í 85 flokki en Ragna Steinunn Arnarsdóttir sigraði 85 flokk kvenna en þar varð Gyða Dögg Heiðarsdóttir Íslandsmeistari. Í heldri flokki 40+ manna sigraði Gunnar Sölvason með stæl en Íslandsmeistaratitilinn þar átti Haukur Þorsteinsson skuldlaust eftir öruggan akstur.

Nánari úrslit og lokastaðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan Lesa meira af Síðasta keppni Íslandsmótsins í motocrossi 2013 að baki

Keppni frestað vegna veðurs til sunnudags 8.9.2013

Keppnin verður haldin samkvæmt dagskrá á morgun, sunnudag 8.9.2013.

Motocross í Bolaöldu á morgun laugardag 7.9.13

5. og síðasta umferðin í motocrossi þetta sumarið fer fram á svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins í Bolaöldu á morgun. Tímatökur hefjast kl. 10.30 og fyrsta keppni um kl. 12. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera brautina sem allra besta og verður spennandi að sjá hvernig brautin keyrist í keppni á morgun. Um 75 ökumenn eru skráðir til keppni í fimmflokkum. Spennan er gífurleg í MX Open þar sem Kári Jónsson getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil í motocrossi og þá mögulega sigrað tvöfalt í ár en hann er líka efstur í Íslandsmótinu í Enduro ECC. Hvernig sem fer þá verður hörkukeppni á morgun. Gert er ráð fyrir þokkalega veðri fyrripart og nú er bara að vona að veðrið haldist gott fram á kvöld og við sleppum við að vera með fjórðu drullukeppnina í sumar – 7 – 9 -13 🙂

 

Aðstoð óskast á laugardaginn – startæfingar í kvöld

Um 75 keppendur eru skráðir í síðustu motocrosskeppni sumarsins. Eins og áður gerum við ráð fyrir að keppendur flaggi einhverja staði í brautinni en okkur vantar þó aðstoð við flöggun á nokkrum pöllum.  Okkur vantar uþb 4-8 manns sem geta aðstoðað okkur og róterað inn og út úr flöggun yfir daginn eftir því sem þarf.

Við bjóðum hvorki góð laun eða friðsælt umhverfi en amk. góðar samlokur og kaffi, fínan félagsskap og frábært útsýni á keppnina. Fyrrum keppendur og reynsluboltar eru sérstaklega velkomnir – ef þú ert til í að hjálpa okkur væri fínt að fá póst á palmarpet@hotmail.com (má líka vera bara hluta af deginum s.s. 13-16 og við púslum í kringum það)

En að öðru, það verður ekki önnur bikarkeppni í vikunni en í staðinn verða startæfingar á steypunni. Fyrirkomulagið verður þannig að ef þátttaka verður góð stillum við á línu eftir styrkleika, hliðin droppa og allir keyra einn heilan hring í brautinni og yfir endapallinn við húsið. Keyra niður með tjörninni og beygja til hægri út úr braut og inn í S-beygjurnar og bíða eftir næsta starti. Byrjar kl. 18.30 og stendur til 19.30 – kostar ekki neitt, bara að mæta og hafa gaman – hægt að hjóla á undan og eftir.

Guggi verður á staðnum með hljóðmælingagræjuna ef einhver vill vera viss um að vera ekki Off-limit í síðustu keppni.

Krakkaæfing frá Miðvikudegi til Fimmtudags

Krakkaæfing morgundagsins miðvikudag frestast til fimmtudags. Kv Gulli

Síða 60 af 938« Fyrsta...2040...5859606162...80100...Síðasta »