JólaHjólaSveina kveðja

SMOOTH-INDUSTRIES-ALPINESTARS-HOLIDAY-STOCKINGSÞar sem Jólahjólasveinninn er kominn til byggða þá er ekki úr vegi að minnast á það að Jólahjólasveinninn setur ekki í skóinn nema að þið séuð stillt og góð. Vefurinn hitti Jólahjólasveininn á förnu svelli þar sem hann sagði okkur þetta í trúnaði.

Eins gott að þið verðið stillt.JólaHjólaSveinninn

Grillaðir íslendingar í Grikklandi

Það munandi vonandi ennþá einhverjir eftir Daða „Skaða“ Erlingssyni #298 en hann hélt til Grikklands í flugvirkjanám á síðasta ári. Hann hefur án ef gert garðinn frægan þar eins og hér. Hann sendi okkur link á þetta video af „trialfíflaganginum“ í þeim snillingum í sólinni – enginn snjór eða ís þarna og ábyggilega ekki mjög leiðinlegt 🙂

 

 

 

Frost á fróni.

Nú er frost á fróni og frís þá í hjólum vökvi nema:images

Nýleg og góð olía sé á mótor.

Góður og nýlegur frostlögur sé á vatnskassa.

Ísvari sé í bensíni. ATH of seint er að setja ísvara í bensínið eftir að rakinn í bensíntanki fer að frysta. ( Raki kemur frá gömlu bensíni sem hefur staðið í einhvern tíma í tanki eða á brúsa, innspýtingarhjól eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessu ) Best er að vera með nýtt bensín á hjólinu og setja ísvara í það.

EF Á AÐ HJÓLA Á ÍS EÐA Í SNJÓ:

Þá verður að vera neyðar ádrepari.

Gott er að leiða öndunarslöngur frá mótor og blöndung upp í lofthreinsarann.

Lopi eða góð hlíf yfir blöndung / innspýtingu er gott að hafa þannig að síður frjósi í blöndung. Reyndar hafa nokkrir snillingar lagt hitalagnir frá vatnskassa utnan um blöndunginn til að halda honum frostfríum.

Gott er að hafa handahlífar ( poka ) yfir stýrishandföngum.

EF HJÓLAÐ ER Á ÍS!!!!!!!!!! VINSAMLEGAST TAKIÐ TILLIT TIL ANNARS ÚTIVISTARFÓLKS. VIÐ HJÓLAFÓLK ERUM EKKI ÞAU EINU SEM ERU Á FERÐINNI Í KULDANUM.

imagesCAT0T0P6
Já sæll, ætli sveinki sé kominn til byggða?

 

Hjólum stolið – hafið augun opin!

photo
Hondan sem var stolið, CRF250 ’07

Tveimur hjólum var stolið úr iðnaðarhúsnæði í Garðabæ um helgina. Honda CR250F 2007, glænýtt hvítt plastsett með Rockstar límmiðakittiog einnig Yamaha WR250 rafstart, ásamt öllum búnaði, hjálmum, skóm, brynju og fl.

Hjólanna er sárt saknað enda algjörlega óþolandi þegar menn ganga rænandi og ruplandi um eigur annarra. Tökum nú höndum saman og hjálpumst að við að finna þessi hjól. Hafið því  augun opin og látið lögreglu eða eigandann (Völu Rós, s. 695 4122) vita ef þið rekist á hjólin.

Lesa áfram Hjólum stolið – hafið augun opin!

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013

HEYRST HEFUR:

IMG_0156AÐ: VÍK ætli sér að koma mönnum á ís.

AÐ: Það verði mjög nálægt höfuðborginni.

AÐ: Þetta gæti orðið gaman.

AÐ: Það sé gert ráð fyrir samhliða sprettum.

AÐ: það þurfi samt frost.

: Það sé spuning hvort að einhver nenni að mæta í svona game.

AÐ: Þetta verði alveg löglegt.

ATH: Kannski algjörlega óstaðfestar fréttir.

Bolalada