Það gekk mikið á í Bolaöldubraut í gærkvöldi

Það var eins og að það væri keppnisdagur. Annar eins fjöldi hjólara hefur ekki sést í braut á virkum degi frá 2008. Aldrei áður höfum við þurft að skipta upp í hópa til að aka í brautinni. Mikið fjör og mikið gaman. Það verður reyndar annar eða jafnvel báðir handleggir hjá Garðari við að koma brautinni aftur í gott stand.  Sjá myndir frá kvöldinu HÉR.

Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á brautinni heldur VÍK bikarkeppni.
Keppnisfyrirkomulag er einfalt og á skemmtunin að vera aðalatriðið.
Skráningu líkur föstudagskvöldið 12. ágúst kl: 23.00 Brautin verður opin eftir mótið til kl 17:00.

Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa keppendur á milli flokka.
Hópur 1. 85cc kk og kv + Kvenna, B og 40+ flokkur. 10 mín + 1 hringur, tvö moto.
Hópur 2. Unglinga, MX1 og MX2. ( valdir menn úr B og + 40 ) 15 mín + 1 hringur. tvö moto

Kostnaður kr: 3000.

Dagskrá með fyrirvara um fjölda keppenda. 

Nítro býður keppendum uppá sérverð á leigusendum fyrir þessa keppni kr: 3.000. Hafið samband við Nítró til að fá nánari upplýsingar.

Lesa áfram Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

Dagur 7

Þá er þriðji keppnisdagurinn búinn og nóg var að gerast, morguninn byrjaði hér á sveitasetrinu með úrhellisrigningu og útlitið ekki spennandi. Þegar niður í pitt var komið tók við hasar í service á bryggjunni þar sem Kári byrjaði á að skipta um framdekk. Ég (Jonni) og Árni komum svo inn og ég þurfti að slíta afturgjörðina af, skipta um dekk og setja 2 nýja teina í gjörðina. Árni þurfti lítið sem ekkert að gera en Daði þurfti að skipta um olíu. Stebbi þurfti ekkert að græja og þetta gekk allt vel nema ég var 1 mínútu of lengi að græja dekkið og pabbi gleymdi sér í startinu og fékk 1 mínútu haha !

Allt gekk vel í gegnum fyrstu tvær sérleiðirnar en önnur þeirra var ekki á tíma. Við fórum í fyrsta sinn í sérleið sem var í skíðabrekku og þar var svaka stuð, upp og niður, sandbeygjur og drulla. Við komum allir á flottum tíma inn að fyrsta service nema að á leiðinni braut ég gírskiptinn á einhverjum trédrumb, fann aldrei fyrir neinu þar til ég ætlaði að skipta um gír og þá var ekkert…
Lesa áfram Dagur 7

Kári sé dottin út

Kári er dottin úr keppni, krassaði á malarvegi og skaddaði vatnskassann og þar af leiðandi allt vatn af hjólinu og úrbrætt…..En svona er þessi keppni víst og menn að detta út í hrönnum núna. EN það sem mikilvægast er, allir svona að mestu heilir og safna sér reynslu fyrir næstu keppni!

Tekið af facebook sidu liðsins

Bikarkeppni næsta sunnudag!

Það styttist í næstu keppni sem verður í Bolaöldu 20. ágúst nk. Í kvöld hefur brautin verið lokuð þar sem Óli Gísla og Garðar hafa verið að vinna með jarðýtunni í lagfæringum og minniháttar breytingum. Brautin opnar aftur á morgun, miðvikudag kl. 18 og verður væntanlega í hrikalegu flotti standi. Þrátt fyrir sól og hita er frábær raki í brautinni þessa dagana og um að gera að fjölmenna á morgun.

Við ætlum svo að kýla á létta bikarkeppni á sunnudag til að koma mönnum vel í gírinn fyrir keppni. Nánari upplýsingar og skráning opnar von bráðar hér á motocross.is.

Lesa áfram Bikarkeppni næsta sunnudag!

Dagur 6 í Finnlandi – annar keppnisdagur

Flestir voru í góðum gír í morgun er lagt var af stað frá gistingunni en ég tók þá ákvörðun að hoppa út hjá Kymi (erfið sérleið með grjótakafla) og nýta daginn í að taka myndir og video því að næstu dagar verða strembnir útaf fólksleysi. Strákarnir fóru niður á bryggju helæstir í góðum gír og allir störtuðu á réttum tíma í dag. Útlendingarnir eru eins og vélmenni þegar þeir koma í gegn annaðhvort er hjólið úti um allt í brautinni eða skoppandi á milli lappanna á þeim, þvílíkur akstur og mikið hægt að læra. Kári kom fyrstur að Kymi og fyrirfram var hann bæuinn að ákveða að keyra ekki á fullu gasi til að eiga mikla orku fyrir daginn. Þrátt fyrir það keyrði hann vel, Stuttu seinna kom Jonni og hann keyrði flott í gegn. Árni og Haukur komu svo saman og fóru slysalaust í gegn. Loks komu Daði og Stefán seinastir útaf vandræðum gærdagsins en fóru flott í gegn, Stebbi kvartaði ekkert útaf hendinni og Daði var góður. Seinna með deginum var ljóst að mikil þreyta var í flestu liðinu en Kári og Jonni kvörtuðu ekkert.

Lesa áfram Dagur 6 í Finnlandi – annar keppnisdagur

Bolalada