Dagur 7

Þá er þriðji keppnisdagurinn búinn og nóg var að gerast, morguninn byrjaði hér á sveitasetrinu með úrhellisrigningu og útlitið ekki spennandi. Þegar niður í pitt var komið tók við hasar í service á bryggjunni þar sem Kári byrjaði á að skipta um framdekk. Ég (Jonni) og Árni komum svo inn og ég þurfti að slíta afturgjörðina af, skipta um dekk og setja 2 nýja teina í gjörðina. Árni þurfti lítið sem ekkert að gera en Daði þurfti að skipta um olíu. Stebbi þurfti ekkert að græja og þetta gekk allt vel nema ég var 1 mínútu of lengi að græja dekkið og pabbi gleymdi sér í startinu og fékk 1 mínútu haha !

Allt gekk vel í gegnum fyrstu tvær sérleiðirnar en önnur þeirra var ekki á tíma. Við fórum í fyrsta sinn í sérleið sem var í skíðabrekku og þar var svaka stuð, upp og niður, sandbeygjur og drulla. Við komum allir á flottum tíma inn að fyrsta service nema að á leiðinni braut ég gírskiptinn á einhverjum trédrumb, fann aldrei fyrir neinu þar til ég ætlaði að skipta um gír og þá var ekkert…

Í service-num fannst enginn gírskiptir svo ég varð að keyra áfram fastur í ákveðnum gír, ég náði þó að teygja mig niður og toga í smá stubb til að dúndra á milli gíra á beinu köflunum, svo þurfti ég að stoppa ef ég þurfti að gíra niður. Kára gekk vel gegnum næstu sérleiðir og við Daði og Árni vorum í samfloti á flestum ferjuleiðum. Stebbi kom svo stuttu á eftir helillur. Okkur gekk öllum vel á sérleiðunum og ég náði að keyra ótrúlega fastur í 3 gír. Við komum svo allir í gegnum service 2 á góðum tíma og þar fékk ég gírskipti og gerði olíuskipti. En þá var kúplingin hjá mér farin að láta verulega á sjá og farin að svíkja.

Næst tók við óralöng ferjuleið í gegnum 2 service-a og á leiðinni voru allskyns þrautir, þar á meðal svakaleg brekka sem var öll í grjóti og trérótum. Nokkrum sinnum yfir daginn kom alveg úrhellisrigning eins og og voru allir orðnir blautir inn að pung. Öllum gekk þó vel en rétt áður en við komum að seinni service-num keyrði ég fram á Kára stopp en þá var TM kvikindið úrbrætt eftir að hann krassaði og missti kælivatnið af. Ömurlegar fréttir og þá annar maðurinn úr keppni hjá okkur.

En áfram héldum við restin og kláruðum síðustu tvær sérleiðir dagsins með stæl áður en við héldum niður á bryggju. Þar höfðum við góðan tíma til að undirbúa hjólin áður en við fórum inn í loka-service. Ég var ekkert smá feginn að kúplingin hélt út daginn en hún var orðin heldur slöpp í restina.

Inn í service skipti ég um kúplingu, Daði skipti um framdekk, Árni skipti um afturdekk og olíu og Stebbi skipti um tannhjól.

Það var mjög ljúft að hafa smá meiri tíma í lok dags þar sem þessi dagur var aðeins styttri og eftir smá verslun héldum við heim á sveitasetrið þar sem var tekið sauna session og böðun í ánni áður en maturinn var borinn á borð.

Á morgun og hinn eru svo lengstu dagarnir svo það er nóg framundan. Ég þarf aftur að græja tein í afturgjörðina í fyrramálið en hinir eru í þokkalegu standi. Mekkarnir standa sig gríðarlega vel í skipulagningu á service stoppunum og stelpurnar alltaf með mat og drykki á hreinu. Kári þarf að dúsa á hliðarlínunni á morgun og verður örugglega helæstur að geta ekki þrykkt með í ruglið !

Ég hendi inn myndum fljótlega !

Biðjum öll að heilsa og endilega haldið áfram að halda síðunni á lífi, snilld að lesa comment-in frá ykkur !

kv Jonni


Skildu eftir svar